Alþýðublaðið - 10.02.1968, Síða 2
Úthlutun HstamannaJauna lokið:
listamenn fá laun
Jón Leifs
Jón úr Vör
Karl O. Runólfsson
Kristmann Guðmundsson
Ólafur Jóh. Sigurðsson
Rikarður Jónsson
Sigurður Þórðarson
Sigurjón Ólafsson
Snorri Hjartarson
Svavar Guðnason
Thor Vilhjálmsson
Þorsteinn Jónsson (Þórir
Bergsson)
Þorvaldur Skúlason
30 þúsund krónur:
Agnar Þórðarson
Amdís Bjömsdóttir
Benedikt Gunnarsson
Bragi Ásgeirsson
Bragi Sigurjónsson
Eyþór Stefánsson
Guðmunda Andrésdóttir
Guðmundur Elíasson
Guðmundur Frímann
Guðmundur Ingi Kristjánsson
Guðrún Kristinsdóttir
Gunnar M. Magnúss
Gunnfríður Jónsdóttir
Hafsteinn Austmann
Halldór Stefánsson
Heiðrekur Guðmundsson
Jakob Jónasson
Jakobína Sigurðardóttir
Jóhann Hjálmarsson
Jón Helgason prófessor
Jón Nordal
Jón Þórarinsson
Jónas Árnason
Jökull Jakobsson
Kjartan Guðjónsson
Krisfinn Pétursson listmálari
Kristján Davíðsson
Lárus Pálsson
Magnús Á. Árnason
María Markan
Matthías Johannessen
Nína Tryggvadóttir
Oddur Björnsson
Ólöf Pálsdóttir
Óskar Aðalsteinn
Pétur Friðrik Sigurðsson
Rögnvaldur Sigui-jónsson
Sigfús Halldórsson
Sigríður Ármann
Sigurður Sigurðsson
Sigurjón Jónsson
Stefán íslandi
Stefán Júlíusson
Steinþór Sigurðsson
Svava Jakobsdóttir
Sveinn Þórarinsson
Sverrir Haraldsson listmálari
Veturliði Gunnarsson
Framhald á 9. síðu.
OG BOLT
Frétta-
skeyti
i
tfill alræðisvald
k Thieu, forseti S.-Víetnam
hefur beðið þingið í Saigon
um alræðisvald í eitt ár; að
varaliðið verði kallað til her-
jijónustu og að aldurstakmörk
'iermanna verði ógíldar.
Niðurskurður
k Danska ríkisstjórnin ætlar
»ð skera niður opinber gjöld
um 600 millj.
Farsóttahætta í New York
k Mikil farsóttahætta er nú í
New York vegna verkfalls sorp
hreinsunarmanna. Hefur Lind
say, borgarstjóri, hótað ið
senda mcnn úr þjóðarliðinu
tll að annast verk sorphreins.
unarmanna,
Aukin aðstoð
Hr George Wood, forseti heims
hankans hvatti í dag þróuðu
löndin til að auka aðstoð sína
við þróunarlöndin.
Pólitísk lausn
★ Robert Kennedy segir, að
eina lausn Vietnam stríðsins
sé að ná pólitisku samkomu-
lagi víð gagnaðilann.
Wallace í framboSi
★ Wallace fyrr.v. rikisstjóri
í Alabama hyggst bjóða sig
fram til forsetakjörs í USA
fyrir nýstofnaðan hægri flokk.
1 á móti 30
★ Nú eru nákvæmlega 5 millj.
bandarískra hermanna í S.Vi-
etnam, þ. e. a. s. einn banda-
rískur hermaður á hverja 30
S.-Vietnama.
Úthlutunarnefnd listamanna-
launa hefur lokið störfum fyrir
ár’ið 1968. Hlutu 95 listamenn
laun að þessu sinni. Nefndina
skipuðu Helgi Sæmundsson rit-
stjóri (formaður), Halldór Krist
jánsson bóndi (ritari), Andrés
Björnsson útvarpsstjóri, Andrés
Krlstjánsson ritstjóri, Einar Lax
ness cand. mag., Hjörtur Krist.
mundsson skólastjóri og Magnús
Þórðarson framkvæmdastjóri.
Listamannalaunin skiptast
þannig;
Veitt af Alþingi:
100 þúsund krónur:
Guðmundur Gíslason Hagalín
Gunnar Gunnarsson
Halldór Laxness
Jóhannes S. Kjarval
Páll ísólfsson
Tómas Guðmundsson
Þórbergur Þórðarson
Veitt af nefndinni;
60 þúsund krónur;
Árni Kristjánsson
Ásmundur Sveinsson
Brynjólfur Jóhannesson
Elínborg Lárusdóttir
Finnur Jónsson
Guðmundur Böðvarsson
Guðmundur Daníelsson
ÍGunnlaugur Scheving
Hannes Pétursson
Indriði G. Þorsteinsson
Jakob Jóh. Smári
Jakob Thorarensen
Jóhann Briem
Jóhannes Jóhannesson
Jóhannes úr Kötlum
Jón Björnsson
Jón Engilberts
HOLT
Ljóst er orðið að hin nýja
skipan listamannalauna sem
tekin var upp í fyrra dugir
ekki til þess að firra úthlut.
unarnefnd'ina hneykslum.
Fyrsta hneyksli hinnar nýju
úthlutunar var raunar ekki á
hennar valdi að afstýra: fjár
veiting til listamannalauna er
of lág og henni er skipt í of
marga staði. Til að veita al-
menn llstlaun, eins og stefnt
er að með þessum hætti, þyrfti
allmiklu meira fé ef allir ættu
að njóta launanna sem ótví-
rætt eiga rétt til þeirra. Og
launaupphæðirnar eru enn
sem fyrr sneypulega lágar. A1
þingi metur þá listamenn sem
það telur verða sérstakra heið
urslauna ekkl einu sinni á við
óbreytta skrifstofustúlku, hvað
þá sjálfa hina háu alþingis-
menn sem væri þó engin fjar
stæða að miða slík laun við,
ef ekki bankastjóra, prófess-
ora, ráðherra ... Eftir sem áð
ur ruglar útlilutunin saman
með óviðurkvæmilegum hætti
heiðurs- og ellilaunum rithöf
unda, framfærslustyrkjum og
eiginlegum starfstyrkjum, upp
örvun og viðurkenning fyrir
efnileg verk. Alþingi bætti svo
gráu ofan á svart með þeirri
ákvörðun að liækka tvo höf-
unda upp í heiðursflokkinn
fyrir skemmstu, þá Guðmund
Hagalín og Þórberg Þórðarson,
þó þeirri ákvörðun skuli ekki
mótmælt sem slíkri. Hagalín
og Þórbergur eru vlssulega
alls heiðurs maklegir, — en
heiðurslaun þeirra eru tekin
af því fé sem ella kæmi til
skipta, og verða beinlínis til
þess að einn eða fleirí lista-
menn njóta engra launa I ár.
Úthlutunarncfndin mótmælir
þessari skipan sérstaklega, og
hún leggur ennfremur til að
þrír aðrir listamenn verði
sama helðurs aðnjótandi, Ás.
mundur Svcinsson, Jóhannes
úr Kötlum, Jón Leifs. Sú til-
laga á sjálfsagt fullan rétt á
sér, úr því dilkadráttur er við
hafður á annað borð; en þá er
vandséð að skáldin Guðmund
ur Böövarsson, Jón Helgason,
Snorri Hjartarson, eða Sigur-
jón ólafsson myndhöggvari,
svo dæmi séu nefnd, eigi ekki
sama heiður skilinn.
95 listamcnn njóta launa í
ár, en voru 102 í fyrra; heild
arupphæð launanna er rúmar
fjórar milljónir króna, ögn-
inni hærri í ár en í fyrra. 7
eru í heiðursflokk Alþingis, en
voru 5 I fyrra, 30 í efri launa
flokk, en voru 23 í fyrra, 58
í neðri i'Iokk en voru 64 í
fyrra. Eínn maður sem naut
listamannalauna hefur látizt á
árinu. Breytingar eru þó meiri
á úthlutuninni en þessar tölur
gefa til kynna: 16 listamenn
sem engin laun hlutu í fyrra
njóta þeirra í ár, en 22 sem
hlutu laun í fyrra fá ekkert í
ár. Niðurfellíngar eru allar í
neðri launaflokknum, en sú
hefð er virt að þeir sem eitt
sinn séu komnir í efrj flokk-
ana haldi launum sínum eftir
það.
Það liggur í augum uppi að
jafnan má deila um elnstakar
ákvarðanir úthlutunarnefndar,
meðan svo er í pottinn búið að
ekki er hægt að veita öllum
verðugum einhverja launa
nefnu; og meðan flokkaskipt-
ing er viðhöfð mun mat henn
ar jafnan orka tvímælis.
Nokkrar ráðstafanir nefndar-
innar í ár eru þá þanníg að
þær stangast á við alla skyn
semi. Verstu afglöpin eru lík-
lega þau að Hannes Sigfússon,
eitt helzta nútimaskáld okkar
sem í fyrra gaf út eina sína
beztu bók er sviptur launum í
ár. Guöbergur Bergsson heldur
áfram formbyltingu skáldsög-
unnar með bók sinni, Ást
um samlyndra hjóna, en fær
engin llstamannalaun; ekki
heldur Leifur Þórarinsson, en
tónlist hans við Hornakóral-
inn var tvímælalaust einn at-
hyglisverðasti tónlistarviðburð
ur í fyrra. Nefndin vlrðist m.
ö. o. einskis meta þau verk
sem menn eru að vinna; menn
eru felldir frá launum eða
sæmdir þeim holt og bolt, án
þess skynsamleg rök eða á-
stæður séu sjáanleg. Ekki er
gaman að þurfa að mótmæla
launahækkunum einstakra
manna. En óskiljanlegur er
sá smekkur sem kýs að heiðra
Jón Björnsson og Elínborgu
Lárusdóttur, umfram aðra höf
unda, upphefja þau yfir t. a.
m. Jón Helgason
og Halldór Stefáns-
son — en í fyrra framdl
nefndin það hneyksli að veita
Halldóri alls engin laun. Og
þó launþegum hafi fækkað til
muna á undanförnum árum
eru eftir sem áður menn á
listanum, sumir nýkomnir þang
að, sem engin vegur er að
telja launaverða llstamenn —
eða listamenn yfirleitt. —ÓJ.
FLOKKSSTARFIÐ
FUJ í Reykjavík.
FUJ í Reykja vík heldur almennan félagsfund í dag laugard. 10. febrúar
kl. 3 síSdegis í Félagsheimili múrara og rafvirkja, Freyjugötu 27.
STJÓRNIN.
Hádegisverðarfundur
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur efnir til hádegisverðarfundar í Átthaga-
sal Hótel Sögu í dag 10. febrúar, kl. 12,15. — Jón Þorsteinsson
alþingismaður, formaður framkvæmdanefndar byggingaáætlunar ræðir
um efnið: Verða byggingarframkvæmdir í Breiðholti of kostnaðarsamar?
Þátttaka tilkynnist skrifstofu Alþýðuflokksins fyrir hádegi á föstudag.
STJÓRNIN.
Keflavtk
.Aðalfundur fulltrúaráðs Alþýðuflakksins í Keflavík verður haldinn næst-
’kemandi mánudagskvöld í Æskulýðsheimilinu kl. 8,30.
DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar,
framsögu hefur Sveinn Jónsson, bæjarstjóri. — Félagar fjölmennið.
STJÓRNIN.
2 10. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ