Alþýðublaðið - 10.02.1968, Qupperneq 5
EFTIR
DR. JAKOB
JÓNSSON
„VERTU MER NÆST...”
Blöðin hafa undanfarið sagt
frá óvenju miklum slysförum á
sjó, og fer ekki hjá því, að slík
ir atburðir valdi mikilli um-
hugsun hjá alvarlega hugsandi
íólki. Ef trúa má blöðunum,
vekja þeir þó ekki sama hugblæ
eða hugsanir hjá' öllum. En ég
get ekki að því gert, að sumar
myndirnar, sem blöðin birtu,
vöktu óhugnað og viðbjóð. Ég
sé fyrir mér unga konu, sem
búin er að lifa andvökunætur
og erfiða daga, þola áhyggjur
og ótta, en hinsvegar mikla
gleði, er hún frétti, að maður
hennar hefði komizt lifs af úr
mikilli hættu og yfirunnið hrakn.
inga, sem ekki hefðu verið á
allra meðfæri að standast. En,
á flugvellinum er þessi kona um-
kringd af mönnúm, sem kalla
sig blaðamenn og sitja um hana,
halda um hana vörð, — ekki
henni til verndar, heldur af því
að hverf orð af vörum hennar
er orðin verzlunarvara. För
hennar er ekki í þeirra augum
ferð konu, sem flýgur yfir
heimshöfin til móts við mann,
sem henni þykir vænt um, og
hún hefur úr helju heimtan.
Hún er „blaðamatur", sem á að
geta orðið spennandi og æsileg
lesning þeirra, sem ekki hugsa
um mannlegar tilfinningar, lield
ur reyfarlöngun skrílsins. Fram
koma þessarra fugla er svívirð-
ing —• og ólík þeirri liæversku
gagnvart baráttu lífs og dauða,
sem við íslendingar eigum að
venjast.
Ekki svo að skilja, að íslend-
ingar séu því ekki vanir, . að
segja og heyra fréttir af bar-
áttu sjómannanna við hafið,
bæði innlendra og erlendra. En
margra alda líf í tengslum við
hafið hefur kennt okkur, að sjór
inn setur ekki hamfarir sínar
á' svið til að skemmta forvitn-
um blaðalesendum. Og ein setn
ing, sem höfð var eftir sjómanns
konunni ensku, gefur til kynna,
að hún, og sjálfsagt einnig aðr-
ar, sem líkt hafa verið stadd-
ar, hafa innifyrir háð baráttu,
sem ristir dýpra en yfirborðs-
kenndar blaðafrásagnir geta
gefið til kynna. „Ég var hætt
að trú á guð, en nú veit ég, að
hann er til“. Þessi var að
minnsta kosti hugsunin í orð-
um hennar, þó að þau séu ef til
vili ekki orðrétt eftir höfð.
Hún er ekki ein um það, þessi
kona, að þurfa að heyja baráttu
hið innra með sér, þegar líkt
stendur á'. Prestur, sem oft og
lengi hefur haft kynni af fólki,
sem snögglega missir ástvini
sína skilur þessar hugsanir og
liefur oft komizt í kynni við
þær, því að þær eru mannlpgar
og eðlilegar. Hvers vegna leyfir
guð, að annað eins og þetta komi
fyrir, að fjölmargir menn far-
ist?
Hví leyfir guð þetta? Hví fá
sumir ástvini sína heila heim
og aðrir ekki? Hvaða lögmál eru
hér að verki? Hvar er guð? Hef-
ur hann sjálfur farizt og dáið,
hinn góði guð, sem okkur hefur
verið kennf að trú á? Líkar
þessu vóru spurningar Jobs í
hinu stórkostlega drama, sem
varðveitt er í Gamla-testament-
inu?
Hverju eigum við prestarnir
að svara, ef við erum spurðir
svipaðra spurninga? Og hvaða
sálusorgari hefur ekki heyrt
þessar spurningar, annað hvort
gagnvart sorglegum staðreynd-
um dauðans — eða harmleikj-
um lífsins. Ég veit ekki, hvort
allir lesendur mínir sætta sig
við sömu niðurstöður og ég sjálf
ur. Mér kemur ekki til hugar
að gera kröfu til slíks. En ég
vil benda á noklcrar staðreynd
ir til umhugsunar. í fyrsta lagi
verður ekki framhjá því kom-
izt, að efnj mannlegs líkama og
starfsemi hans er háð sömu lög-
málum og annað efni þessa
heims. í öðru lagi tel ég þá trú
byggða á sterkum rökum, að
maðurinn sjálfur lifi líkams-
dauðann, svo að ekki sé allt glat
að, sem í svipinn virðist alveg
horfið og farið. í þriðja lagi
eru til milljónir manna, sem
hafa getað skynjað gæzkp guðs
í tilverunni, þrátt fyrir allt hið
sorglega, sem fyrir kemur. í
fjórða lagi hefur það orðrð til
að dýpka lífsskilning og 'samúð
margra, að þeir urðu sjálfir að
ganga í gegnum eldraun þján-
inganna. Slíkur skilningur hefur
hjálpað mörgum, sem lýsti sér
í orðum gamalla hjóna, sem ég
varð einu sinni til að tilkynna
drukknun einkasonar: „Sjálf-
sagt á þetta að verða okkur til
góðs, og sjálfsagt er þetta öli-
um fyrir beztu, að svona fór, þó
að við skiljum það ekki, því að
tilveran er í guðs hendi“, Eil
hér er í rauninni komið að
kjarna málsins. Guðspjöllin
segja lítið um það, hvernig
Maríu og vinum hennar var inn
an brjósts við kross sonar henn
ar. En er ekki hugsanlegt, að
bæði hún og þeir hafi spurt
með sjálfum sér: Af hverju
þurfti að fara þessa leið?
Það er misskilningur, að
kristindómurinn, fremur en önn
ur trúarbrögð, sé einskonar al-
fræðibók, þar sem við fáum
svör við öllum spurningum.
Kristur kom ekki til að útskýra
allt eðli þjáningarinnar, en hann
kom til að kalla okkur menn-
ina til þjónustu og hjálpar við
þá, sem þjást. Hinn kristilegi
skilningur og hin kristna trú
Framhald á 11. siðu.
UMFEROARNEFND
REYKJAViKUR
LÖGREGLAN í
REYKJAViK
Börn og aldrað fólk eiga
mestum erfiðleikum
í umferðinni
Arið 1967 gerði lögreglan í
Reykjavík skýrslu um 119 fót
gangandi vegfarendur, sem
urðu fyrir bifreiðum í lögsagn
arumdæmi Reykjavíkur. Árið
áður var tala slasaðra fótgang
andi vegfarenda 178. Af þessu
má sjá, að þrátt fyrir aukna
umferð hefur þessum slysum
fækkað. Fækkunin stafar tví-
mælalaust af aukinni þekkingu
vegfarenda almennt á umferð-
arreglum, svo og bættum um
ferðarskilyrðum víða í borg-
inni.
Það er staðreynd, að þeir sem
eru í mestu hættu í umferð.
inni eru börnir og aldraða
fólkið. Af 59 fullorðnum, sem
urðu fyrir bifreiðum í Reykja
vík á s.l. ári voru 23 sextíu
ára og eldri.
Á síðasta ári slösuðust 59
börn og unglingar innan við
16 ára aldur, þar af voru 36
börn sex ára og yngri, eða inn
an við skólaskyldualdur.
Það er ekki síður ástæða til
þess að beina ábendingum til ]
hinna fótgangandi í umferð- i
inni, en akandi. Kunnátta og
aðgæzla eru þeir eiginleikar,
sem hver og einn verður að :
tileinka sér, ef hér á að mynda |
góða umferðarmenningu.
GANGBRAUTIR eru gerðar
til að beina umferð gangandi
vegfarenda á ákveðinn stað yf
ir akbrautir, þannig má líkja
gangbrautinni við göngubrú yf
ir læk eða árfarveg. Gangandi
vegfarandi verður þó ætíð að ökumenn! Sýnið aldraða
hafa það hugfast, þó svo hann vegfarendurnir sem eiga í
fari eftir gangbraut yfir götu
að sýna ávallt aðgæzlu. Þó bif
reið hafi stöðvað við gang-
braut er nauðsynlegt að líta
vel til beggja hliða, meðan
gengið er yfir götuna.
UMFERÐARLJÓS gegna
þýðingarmiklu hlutverki í um
ferðinni. Þó eru margir fót-
gangandi vegfarendur, sem
fólkinu í umfcrðinni sérstaka tiHitsemi. Það eru aldraða fólkið og yngstu
mestum erfiðle'ikum í umferðinni.
ekki virða þau og stofna þar
með öryggi sínu og annara í
hættu. Ökumenn eru kærðir,
ef þeir aka yfir gatnamót á
móti rauðu ljósi, á sama hátt
verða fótgangandi vegfarend-
ur að gera sér grein fyrir því,
að það er skylda að virða ljós
in og fara eftir þeim.
Þar sem engin GANGSTÉTT
er, verða fótgangandi vegfar-
endur að ganga utarlega á
hægri vegarbrún, þannig hafa
þeir umferðina á móti sér. Þeg
ar myrkur er eðá skyggni
slæmt, er mikið öryggi í því
að hafa hvítan vasaklút í hend
inni.
Munið það ávallt, að þeir
sem eiga í méstu erfiðleikum
í umferðinni eru börnin og
aldraða fólkið. Förum aldrei
framhjá þessum aðilum, ef við
sjáum, að þeir eru hjálparvana
án þess að veita þeim aðstoð
og öryggi í umferðinni.
10. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ §