Alþýðublaðið - 15.02.1968, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 15.02.1968, Qupperneq 7
NÝLEGA var frá því sagt 1 Lesbók Morgunblaðsins, að við athugun, sem fram fór í einum tíu ára bekk barnaskóia í Eeykjavík, hefðu velflestir krakkarnir haft 200 — 300 krón- ur í peningum á sér. Þetta er raunar engin rosafregn, en ó- hugnanleg þó. Það er stórhættu- legt að láta krakka hafa nokkur peningaráð í skólum og þá allra sízt svona ung börn. í nágrenni Reykjavíkur á ég dreng í skóla og eru bað 12 ára drengir og sfúlkur í lians bekk, eitthvað um 25 talsins. Allir krakkarnir utan 2 eða 3 hafa alltaf talsverð fjárráð en minn drengur og 1 —2 aðrir fara aldrei með peninga með sér. í frímínútunum hlaupa krakkarn- ir í næstu búð, kaupa sælgæti og gosdrykki. Ég veit að mínum dreng finnst þetta skrífið, en það er búið að margsegja lion- um, að það þýði ekki að nefna aura til óþarflegra kaupa í skól- anum; hann er nú algjörlega bú- inn að sætta sig við þetta. Ég vil segja, að foreldrar þess- ara barna, vita f'kki hversu mikið óþurftarverk þeir eru að vinna gagnvart börnum sínum að láta þau hafa svona mikil fjárráð í skólanum. Ég átti tal við eina móður drengs eins í fyrrnefi- fum skóla og benti henni á hættuna, sem af þessu stafaði fyrir barnið sjálft, en hún svaraði mér því, að þessum krónum hefði tíreng- urinn unnið fyrir s.l. sumar og væri sanngjarnt að liann íengi að njóta þeirra á þennan hátt. Hún sá ekki eða skildj hætluna, sem vasaaurar unglinga á 10 til 12 ára aldri og raunar eldri, gefa valdið. Ég benti henni á að betra væri fyrir drenginn að kaupa sér skauta eða skíði og skemmta sér á skautum eða skíðum, þeg- ar ástæður og veður leyfði, þar sem mér var líka kunnugt um, að drengurinn átti hvorugt, enda efnahagur foreldranna þröngur. En hún svaraði með talsverðum þjósti, að eitfhvað yrðu þessi litlu grey að una við, þar sem líka flestir í bekk þessa 12 ára drengs hefðu nokkur auráráð í skólanum. Ég held að í byrjun livers skólaárs ættu allir skólastjórar að láta foreldra barnanna vita það bréflega, að það yrði ekki liðið, að börn kæmu með eyðslu- fé í skólann sem nokkru næmi, binda það við 15 — 20 kr., ef þau þyrftu að kaupa sér mjólkur- glas og bita, en annars verður að ætlast tfl af heimilunum að þau láti þá börnin hafa þetta með í skólatösku sinni og því óþarft að vera með peninga í skólann. Yæri ennfremur nauðsynlegt að gera athugun nokkrum sinn- um á námstimanum hvort þessi regla væri haldin. Og eí svo reyndist ekki, — áð taka fals- vert hart á þessu broti. Þótt þetta sé ekki stórmál, þá er það stórmál, sem eingöngu snýr að börnunum sjálfum og getur spillt hugsun barnsins þannig, að það lítur á, að for- eldrarnir eigi að leggja allt upp í hendur barna sinna og þau læra ekki að fara vel með aur- ana, en það er skylda góðra for- eldra og skóla að kenna böi'n- um hvers virði það er að fara vel með aura sína. Ég hygg að mjög víða sé á- standið í barnaskólum svipað því, sem ég hefi lýst hór að framan. Ég tel, að á kennarafundum eða þingum ættu áhugamenn u m skólamál að skt*»« h«’ fasta reglu, sem skólarnir siðan fram- fylgdu. Ég held að löggjöf eða reglugerðir yrðu áhi'ifaminni, heláur en ef einhugur kennara- stéttarinnar fylgdi þessu máli eftir og útrýmdi þessari hættu úr barnaskólum landsins. Barnavinur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir hér aðsent brcf í „Bréfakassanum", sem lítið hefur verið notaður að undanförnu. Blaðið beinir þeim tilmælum tll lesenda og annarra, sem eitthvað liggur á hjarta, að senda „kassanum" línu, og verða bréf þeirra síð- an birt þar, ef efn'i standa tjl. Þannig ætti „Bréfakassinn" að geta orðið vettvangur hins almenna lesanda, þar sem hann á þess kost að koma hugðarefnum sínum og umfram allt um- kvörtunarefni á framfæri með auðveldum hætti. Heilnæm en ódýr skemratun! Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrlr 4. ársfjórðung 1967 sro os uýlagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greldd í síðasta lagi 15 þ.m. Drittarvextir eru 1 Víi % fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem rar 15. jan. s.l. Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Hinn 16. þ.m. hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnu- rekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Hafnarfirði 14. febrúar 1968, Bæjarfógetinn í Hafanarfirði, sýslumaðurinn í Gullbringu og Kjósarsýslu /hih\ Tilboð óskast í eftirfarandi framkvæmdir við byggingu eldhúss Landspítalans í Reykjavík: 1. Pípulagnir 2. Raflagnir 3. Múrhúðun Útboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri gegn 2.000,00 skilatryggingu. ÆSKUFÓLK Garðahreppi Námskeið í ljósmyndagerð verða haldin í vetur að Goðatúni 2. Innritun fer fram í skrifstofu sveitarstjór- ans til 20. þ. m. Námskeiðsgjald kr. 100.oo. Væntanlegir þátttakendur mæti í Goðatúni 2, miðvikudaginn 21. febr. kl. 18. Æskulýðsnefnd Garðahrepps. FRÍMERKI FRÍMERKI innlend og erlend í úrvali. Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og margt fleira. — Verðið hvergi lægra. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. Ritari óskast í Landspítalanum er laus staða læknaritara. Staðan veit- ist frá 1. apríl n.k. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 25. febrúar 1968. Reykjavík, 13. febrúar 1968. Skrifstofa ríkisspítalanna. 15. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.