Alþýðublaðið - 15.02.1968, Síða 9
HUÓÐVARP
Fimmtudagur 15. febrúar.
t.OO Morgunútvarp.
Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30
Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn. S.00
Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30
Fréttir og veðurfregnir. Tónleik.
ar. 8.55 Fréttaágrip og útdráttur
úr forustugreinum dagblaðanna.
9.10 Veðurfregnir. Tónleikar. 9.30
Tilkynningar. Húsmæðraþáttur:
Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðra
kennari talar um upphaf hús,
mæðrafræðslu hérlendis. 9.50 I>ing
fréttir. 10.10 Fréttir. Tónleikar.
12.00 Hádegisútvarp.
Tónleikar. 12.15 Tílkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tii.
kynningar. Tónleikar.
13.00 Á frívaktinni.
Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óska
lagaþætti sjómanna.
14.40 Við, sem heima sitjum.
„Eyjan græna“: Ferðasaga eftir
Drífu Viðar. Katrín Fjeldsted les.
15.00 Miðdegisútvarp.
Fréttir. Tilkynningar. Létt lög.
Mantovani og hljómsveit hans
leika lög eftir Victor Herbert.
Luis Alberto Ded Parana og Para
guayos tríóið syngja og leika.
Noel Trevlac leikur á trompet og
Oscar Petersen á píanó.
16.00 Veðurfregnir.
Síðdegistónleikar.
Páll Kr. Pálsson leikur á orgel
Stef með tilbrigðum í bmoll eftir
Sigursvein D. Kristinsson.
Artur Rubinstein leikur Carneval
op. 9 eftir Robert Schumann.
16.40 Framburðarkennsla í frönsku og
spænsku.
17.00 Fréttir.
Á hvítum reitum og svörtum.
Guðmundur Arnlaugsson flytur
skákþátt.
17.40 Tónlistartími barnanna.
Egill Friðleifsson annast þáttinn.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.20 Tilkynningar.
19.30 Thor Vilhjálmsson rithöfundur
flytur erindi.
19.45 Framhaldsleikritið.
„Ambrose í Lundúnum“ eftir
Philip Levene. Sakamálaleikrit í
átta þáttum. Þriðji þáttur: Róm
anski lundurinn.
Þýðandi: Árni Gunnarsson.
Leikstjórl: Klemenz Jónsson.
20.25 Tónleikar.
21.25 Útvarpssagan.
„Maður og kona“ eftir Jón Thor
oddsen. Brynjólfur Jóhannesson
leikari les (21).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Lestur Passíusálma (4).
22.25 Viðdvöl í Lyngbæ.
Stefán Júlíusson rithöfundur flyl
ur þriðja frásöguþátt sinn.
22.45 Barroktónlist frá Versölum.
Þorkell Sigurbjörnsson kynnir.
23.30 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
Lærið
aðaka
BÍL
ÞAR SEM ÚRVALIÐ
ER MEST-
BÍLATEGUNDIR og KENNARAR
Geir p; Þormar
(W.Vagen R.958) S. 21772, 1S*9S
Gígja Sif■rjónsdóttir
(W.Vage« R.1822) S. 19*15
Hörður Ragnarsson
(W.Vagen R.6873) S. 354*1
Hannes Wihler
(W.Vage» R.3132) S. 3*773
Júlíus ■alldórsson
(Taunus 17M R.5943) S. 32954
Jðel B. Jacolissen
(Tauaus 12M) RJ2116) S. 3**41
Gnðmuiiir G. PéturssM
(Rambler Am.) R.7560) S.3459*
Níels JÍB9MB
(í'ord Cust. R.1770) S. 1**22
Auk fraHaagreindra bdla:
Volga, Vaaxhall og Taunus 12M.
Rinnig iaaaahúsæfiBgar á •kuhjálfama.
Upplýsingar í símum:
19S96 21772 34590
■■
Okukennslan hf.
Sími 1989« og 21772.
Dr. Gannlaugur Þórðarson hrl.
iDunhaga 19.
ViStalstímar eftir sam-
komulagi.
Sími 16410.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
BRAUÐHUSm
SNACK BAR
Laugavegi 126,
sími 24631.
ÖSKUBUSKA
— Heim, endurtók hann og
.leit á' hana. — Þú ert asni, ef
þú heldur, að þú getir búið
þarna. Lögum samkvæmt er það
ólögmætt að þú sért í þessum
kofa og ég get látið varpa þér
á dyr.
Hún sleit sig lausa og fálm-
aði niður í töskuna sína eftir
pundinu, sem kráareigandinn
liafði rétt henni. Hérna, taktu
við þessu! Hún neyddi hann til
að taka við því. — Hérna eru
vikulaun fyrir kofann.
— Ég vil ekki sjá peninga hjá
þér, sagði Steven lágt og reiði-
lega.
Hún rétti stolt úr sér. — Og
ég vil umfram allt ekki láta sjá.
mig með þér! Hún snérist á hæl
og fór sína leið.
Það var dásamlegt, já, dásaiu-
legt, að Steven Mannering skyldi
neyðast til «ð taka við pening-
um, sem hún hafði ekki efni á
að missa. Það var ekki til neins
fyrir hana að leita á vfnnumiðl-
unarskrifstofurnar daginn eftii'.
Steven sæi áreiðanlega um að
hún yrði rekin, ef hún þá fengi
nokkra stöðu. Það var svo auð-
velt að láta undan og leyfa fjöl-
skyldunni að ausa yfir hana góð-
gerðum eins og hingað til. En í
þetta skipti v*eri ekki beint hægt
að nefna það „góðgerðarstarf-
semi.” Nú yrði það niðurlæging.
,,Ég svelt frekar” sagði hún við
sjálfa sig og gekk að kofanum.
Hún ætlaöi að heimsækja fólk-
ið, sem Kevin hafði skrifað
niður í vasabók sína, en hún
gat ekki gert þaö strax. Þau
áttu öll heima langt frá Dan-
borough og hún hafði hvorki
efni á að íara með strætisvagni
né lest.
,,Ég verð að fá mér vinnu”
hugsaði hún örvæntingarfull.
„Ég verð að ganga fimm kíló-
metra til Finton á morgun. Þar
fæ ég kannski vinnu.”
Það var dimmt og kofinn var
óhugnanlegur. Það brakaði í
trjábolunum á arninum. Henni
fannst hún heyrast einhvern
læðast um fyrir utan og augna-
bliki síðar birtist Steven Mann-
ering í gættinni með’stóran poka
í fanginu.
— Hvað ertu að gera hingað,
sagði Rhona og gleymdi hræðslu
sinni; — ég heyrði ekki í bíln-
um.
— Ég kom gangandi. Hann lét
hurðina falla að stöfum með fæt-
inum og kom inn fyrir. — Það
gleður mig, að þú varðst hrædd.
Þá sannfæristu kannski um,
hvað það er erfitt að búa á af-
skekktum stað án nokkurra þæg-
inda.
— Ef þú ert að koma til að
reka mig á dyr, sagði hún
þrjózkulega og virti hann fyrir
sér. — Leyfist mér kannski að
benda þér á, að ég hef greitt
viku húsaleigu.
Hann tók pundsseðil upp úr
vasanum og lagði hann á borð-
ið fyrir framan hana. Gjörðu
svo vel, sagðj hann. — Xvofinn
er ekki til leigu.
Hún hörfaði upp að veggnum.
Ef þú reynir að ræna mér. ..
— Ég snerjj þig ekki; ég koro
bara með mat handa þér.
— Ég þigg hann ekki; ég hendi
honum beint í öskutunnuna.
Hann leit á hana og í svip
hans var blanda af biturð og
gleði. — Ef þú ætlar að gera
það, sagði hann, — er ég að
hugsa um að borða hann sjálfur.
Ég vil ekki láta henda góðum
mat. Auk þess fékk ég engan
miðdegisverð og það er þér að
kenna.
Hann fór úr jakkanum, bretti
upp ermarrtar og snéri sér að
stóra bréfpokanum. Hann tók
upp stórt buff og tók stóru gam-
aldags steikarpönnuna við elda-
vélina og lagði kjötið á hana.
Svo kveikti hann upp í vélinni.
Rhona horfði á hann með eftir-
sjá. Buffið snarkaði á pönn-
unni og ilminn lagði fyrir vit
liennar unz feitin skvettist ofan
í eldinn og logar spýttust upp.
— Farðu varlega, lirópaði
Rhona og ýtti honum frá elda-
vélinni. — Ætlarðu að kveikja
í kofanum.
— Ég er ekki sérlega góður
matsveinn, sagði hann rólega.
Viltu taka við? Ég skal laga sal-
atið, það hentar mér betur.
Henni fannst að hann hefði
leikið á hana. Hún 'eit yfir öxl
sér og á hann. Hann var búinn
að taka franskbrauð og smjör
upp úr pokanum og nú var hann
að blanda salat í skál.
r- Steikin er til, sagði liún
stuttaralega.
Hann dró fram stól handa
henni. — Við skulum skipta á
milli okkar, sagði liann og beið
eftir að hún settist.
Hún hikaði. — Ég vil ekki
þiggja góðgerðir.
— Þetta er ekki góðgerðar-
starfsemi, sagði hann bJíðlega.
Ef það hefði átt að vera það,
hefði ég fengið nýlenduvöru-
kaupmann til að senda þér vör-
urnar með sendli og pantað þær
símleiðis. Þar sem ég kom með
þær hingað vonaði ég innilega
að þú byðir mér að borða með
þér.
— Af hverju? spurði hún.
— Það kom undarlegur blær
á augu hans en hann sagði létt-
um tón: — Ég er að reyna að
forðast að borða heima sem
stendur. Andrúmsloftið er ó-
venjulega þvingandi þessa dag-
ana. Seztu nú niður, ég er svang-
ur og við skulum borða steikina
meðan hún er heit.
Eftir þetta hefði það verið
barnalegt af henni að neita. Auk
þess var hún alltof svöng til að
hálda áfram að vera þrjózk. Hún
séttist því hlýðin niður.
Hann hafði líka tekið með sér
vínflösku og tvö glös. Þau borð-
uðu og drukku þegjandi en
skyndilega fannst Rhonu þetta
allt ósegjanlega hlægilegt. Mat-
urinn var góður, vínið það bezta
sem fékkst; þau sátu við borð,
sem stóð upp við gluggakistuna
af því að það var þrífætt og einn
fótinn vantaði undir það og þar
sem að hvorki var rafmagn né
gasljós í kofanum var herberg-
ið lýst upp af kertum, sem stóðu
í sultukrukkum. Rliona skellti
upp úr.
Steven leit á hana. — Hvað
er svona hlægilegt?
- Ég var bara að hugsa —
ef Laura og mamma hennar
sæju okkur nú hérna!
Hann brosti. — Það færi ekki
beint vel.
— Er það ástæðan fyrir því
að þú komst ekki með Lauru í
kvöld?
Brosið hvarf af vörum hans.
— Nei, svaraði hann stuttara-
lega.
Þegar þau voru búin að borða,
þvoðu þaU upp saman í sprungn-
um vaskinum. Rhona fann ó-
venjulega mikinn frið í huga
sínum. Þetta var þó aðeins vopna
hlé. A morgun væru þau aftur
fjandmenn en það var gott að
hætta að berjast um stundar-
sakir. Hún sá hvernig hann
þurrkaði diskana og hugsaði
brosartdi: Þetta þori ég að veðja
að Laura hefur aldrei séð hann
gera.
— Af hverju ætlarðu að gift-
ast Lauru? spurði hún skyndi-
lega.
1. HEFTI — SJÁLF-
STÆÐ HEFTI
Svarta höndin
kemur út mánaðarlega. —
Kr. 30,00 í lausasölu, en
þeir, sem gerast áskrifend-
ur að þessum 10 heftum fá
heftið á kr. 20.00 og greiði
öll heftin strax. — Fást í
öllum blaðsölum og bóka-
búðum.
Útsýnisútgáfan
Ilverfisgötu 45
Reykjavík.
eftir Christina Laffeafy
. . *
15. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0