Alþýðublaðið - 15.02.1968, Qupperneq 12
Þeir segja að Kieppsvegur sé nú
fjölmennasta gatan í bænum, Eng'
an sltal undra það á þessrnn sið-
ustu og verstu tímum hraða og
taugavsiklunar. . .
o
Forsetaefnin
í vor á að kjósa forseta í forseta staö,
en frækinn skal verða sá kallinn,
og fólk er byrjað að bollaleggja um það,
hver bezt sé til embættis fallinn.
Og til eru nefndir ýmsir ágætismenn
að erfa forsetans setur,
og sjálfsagt bætast einhverjir þar við enn,
eins og Selsvarar-Pétur.
En ærinn vandi er að velja forsetann,
svo verði það enginn kálfur.
Ég æt'a að kjósa Bogga blaðamann,
ef ég býð mig ekki fram sjálfur.
Skrýtið mcð þessa amerísku flug
vél. Varla eru neinar léttklæddar
drósir að striplast í Nauthólsvík
á þessiun árstíma. . .
SKILNAÐUR
ÁRSINS!
•HJÓNASKILNAÐUR ársins er
tvímælalaust skilnaður leikara-
hjónanna Tony Curtis og Christ-
ine Kaufmann, en þau tilkynntu
nýlega, að eftir fimm ára hjúskap
'hygðust þau nú slíta samvistir.
Kemur þetta mörgum mjög á ó-
Mér finnst svaka óréttlátt að
kennarar skuli aldrei fara í verk
fall. Heldura væri munur mar. . .
vart, þvi að almennt var talið,
að hjónaband þeirra væri með
hamingjuríkari Hollywood hjóna-
böndum. En fimm ár eru nú all
mikið nokkuð á Hollywoodmæli-
kvarða.
NÚ EIÍ ENDANLEGA ákveðið, að bílstjórar íandsius
flytji sig í vor af vinstri kanti yfir á hægri kant á þei*»
fáu vegum landsins, þar sem hægt er að aka annars staðar
en á miðjum veginum. Tillaga um að fresta þessari merki-
legu breytingu var kolfelld fyrir fáum dögum á alþingi,
og þar með fyrir fullt og alit tryggt, að við tökum vou
bráðar upp siðaðra manna hætti í akstursvenjum.
Þetta er þýðingarmikið spor í rétta á'tt, því að auð-
vitað ber okkur að taka upp hætti annarra þjóða á sem.
flestum sviðum. Við höfum alltof lengi búið við margs-
konar molbúahátt, sem hvergi tíðkast annars staðar, og
satt að segja verið okkur til lítils sóma. Þannig höfum við
um langan aldur burðazt við að aka á vinstri vegarhelmingi
löngu eftir að flestar siðmenntaðar þjóðir hafa ákveðið að
hægri vegarhelmingur sé miklu hentugri til aksturs. (Það er
ekkert að marka þótt Bretar haldi enn fast í vinstri akstur,
því að þeir eru heimsfrægir sérvitringar, og því ekki hægt
að reikna þá með).
En nú á sem sé að bæta úr þessu, þannig að við getum
jeftirleiðis litið kinnroðalausít framan í ökumenn annarra
þjóða og sagt mcð stolti, að nú séum við komnir á‘ sama kant
og þeir í líiinu. En auðvitað er þetta ekki nema fyrsta skref-
ið á þeirri braut, sem okkur ber að ganga. Við búum enn
við ýmis sérkenni, sem eru nánast óskiljanleg annars staðar
og okkur ber því að leggja niður sem bráðast og semja okkur
að hætti siðaðra manna í þeim efnum sem öðrum.
Þarna kemur mönnum þá fyrst í hug, að við erum að
buröast með í stafrófi okkar tvo stafi, sem siðaðar þjóöir nota
ekki, og á ég þar auðvitað við stafina Ð og Þ. Þessir stafir
eru jafnóskiljanlegir útlendingum og akstur á vinstri vegar-
brún, og auðvitað ber okkur skylda til að losa okkur við
þá eins fljótt og frekast er kostur. Það færi t. d. mjög v«l
á því, aö láta brottfall þeirra koma til framkvæmda á H-
daginn, 26. maí í vor, og taka þannig upp samtímis siðaðra
manna hætti í akstursvenjum og í ritvenjum. Með tilliti til
væntanlegra forsetakosninga færj heldur ekki ilia á því, að
stafasambandið TH verði þegar ó þessu vori lögfest sem rétt
íslenzka í stað Þ-ornsins, sem nógu lengi er búiö að vera okkur
tii skammar á alþjóða vettvangi. Þyki þetta of naumur tími
til undirbúnings, þó' verður auðvitað að taka því og fresta
þessari gagnmerku endurbót á ritmálinu, en viö fljótlega
athugun ætti þó tíminn til vorsins að vera nægur frestur,
a.m.k. sé miðað við undirbúning ýmissa annarra gagnmerkra
þjóðþrifamála. ,
Járngrímur.