Alþýðublaðið - 17.02.1968, Síða 6
PRJÁR norskar stúlkur færðu
landi sínu fimmtu gullverðlaunin
á Vetrarleikunum í Grenobie í
gær. Þær heita Inger Aufles, Ba
íþróttir
um helgina
UM helgir.a verða tvö skíðamót í
nágrenni Reykjavíkur, Skálafells-
mót og Hamragilsmót. Auk kepp-
enda frá Reykjavíkurfélögunum
ÍR, Ármannj og KR verða keppend
ur frá ísafirði, Siglufirði, Ólafs-
firði, Akureyri og Húsavík.
Keppt verður í stórsvigi í Skála
felli og hefst mótið kl. 2. Arafna
kall verður kl. 12. Veitingar verða
í KR skálanum.
Á sunnudag kl. 1 hefst Hamra-
gilsmótið og verður keppt í svigi.
Nafnakali verður kl. 11,30. Veit
ingar verða í ÍR skálanum.
★ Drengjameistaramót íslands í
frjálsum íþróttum innanhúss fer
fram á morgun í íþróttasal Gagn
fræðaskóla Kópavogs og hefst kl.
2.
★ Einn leikur fer fram í mfl.
kvenna í handbolta í íþróttahöll-
inni kl. 20 í kvöld. Þá leika Valur
og Vestmann'aeyjar. Síðan fara
fram tveir leikir í 2. deild, fyrst
leika ÍBV og Ármann síðan ÍBA
og ÍR. Á sunnudag kl. 2 hefst íð
landsmókð á ný. Þá ieika ÍBK og
Haukar í 2. fl. karla. síðan leika
ÍBV og Víkingur í kv.fl. og loks
fara fram tveir leikir í 2. deild.
Fyrst leika ÍBV og ÍR og síðan
ÍBA og Ármann. Á mánudag leika
FH og Víkingur og Valur og
Fram í 1. deild.
bben Enger Damon og Berit Möd
re og sigruðu með töluverðum yf
irburðum í 3x5 km. skíðaboðg.
Aufles gekk fyrsta sprettinn
fyrir Noreg og náði langbezta tím
anum, 19 mín, og 8 sek. Finniand
var í öðru sæti, Pusula gekk á 19
mín. og 32,4 sek. Sigurvegarinn
í 5 og 10 km. göngunni Toiní
Gustavsson gekk glæsilega og
að loknum öðrum spretti voru Sví
ar komnir í annað sæti en voru
í 5. áður. Tími Gustavsson var
18:56,7 mín., bezti tími (instakl
ings í göngunni. Sigur Noregs var
þó aldrei í neinni hættu, Berit
Mödre gekk síðasta spölinn fyrir
norsku sveitina og tryggði ílgur
inn. Mödre náði næst bezta (íma
'einstaklings í göngunni 19:02.5 m.
Svíar hlutu silfurverðlaunin. en
Barbro Martinsson gekk síðasta
sprettinn fyrir Svíþjóð og fékk
tímann 19:07,6 mín. Sovétstúlk-
urnar hlutu bronzverðlaunin.
Úrslit:
Noregur 57:30,0 mín.
Svíþjóð 57:51,0
Sovétríkin 58:13,6
Finnland 58:45,1
Pólland 59:04,7
Au.Þýzkaland 59:33,9
um helgina
Tékkar sigruðu
Sovét í íshokkí
TÉKKAR sigruðu Sovétríkin í a-
riðli íshokki keppninnar í Gren
oble í gær með 5 mörkum gegn
4 (3:1 — 1:1 — 1:2). Leikurinn
var harður og 13 leikmönnum var
vísað af leikvelli um stundarsak
ir vegna óprúmannlegs leiks- 7
Tékkum og 6,Rússum.
Leikur Kanada og Sovétríkj-
anna hefur úrsHtaþýðingu, vinni
Kanada verða þeir olympiumeist
arar. Það verður því um hreinan
úrslitaleik að ræða. Svíar hafa
möguleika á verðlaunum vinni
þeir Tékka í sínum síðasta leik.
Um helgina heldur Islandsmót
ið í körfuknattleik áfram og j
verða þá leiknir þrír leikir í 1.
deild.
í dag kl. 16 leika Þór og ÍKF
í skemmunni á Akureyri, en þessi
félög hafa ekki enn leikið saman
í mótinu.
Á sunnudagskvöld kl. 20.00
verða leiknir tveir leikir í íþrótta
höllinni í Laugardal, KFR — KR
og ÍR og ÁRMANN.
Rússum hefur ekki gengið eins vel í Grenoble og nænzt var. En
allir eru sammála um, að búningar þeirra á leikunum sé með þeim
fegurri og á myndinni sést sovézkt par í skrúðanum.
Hpllendmgar og Norð-
m©nn skiptu ver
Olympíumetið var þrívegis bætt í 1500 m. skautahlaupi karla í j
Grenoble í jær. Rússinn Alexander Kersjenko hljóp 2:07,1 mín., sem
var betra ep gamla metíð. Nokkru síðar kom Ilollendingurinn Ard
Schenk og lájóp á 2:05,0 mín. og loks náði annar Hollendingur, Kees
Verkerk mun betri tíma eða 2:03,4 mín., en það nægði til sigurs.
STIG OG - Austurríki 2 13 1 Bandaríkin 14 1
VERÐLAUN Finnland 12 2 Kanada 110
Tékkóslóvakía 10 1
Norðmenn hafa tekið for- Sviss 0 2 2
ystu bæði í keppni um \erð- Au. Þýzkaland 0 2 2
laun að loknum u. keppnis- Rúmenía 0 0 1
degi Vetrarleikanna. Stig:
Ferðlaun: G S B Noregur 79 stig, Sovétríkin 73, Holland 51,5, Frakkland 51,
Noregur 5 5 1 Finnland 49,5, Austurríki 49,
Sovétríkin 3 4 3 Svíþjóð 45,5, Bandaríkin 36,5
Holland 3 3 3 V. Þýzkaland 34, Ítalía 27, Au.
Frakkland 3 3 1 Þýzkaland 23, Sviss 20, Pól-
Ítalía 3 0 0 Iand 17, Tékkóslóvakía 15, Kan
Svíþjóð 2 2 2 ada 12, England 6, Rúmenia 4,
V. Þýzkaland 2 2 2 Ungverjaland 1. í
Sundifi. Ármanns
Sundmót ÍÁrmanns verður hald
ið í Sundhöll Reykjavíkúr i'immtu
daginn 29. febrúar kl. 8.30.
Keppt veröiir í eftirtöldum grein
um. | I
100 m. skriðsund karla (bikars.)
200 m. bringus. karl. (bikars.)
100 m. baksund karla.
100 m. skriðsund kvenna.
200 m. fjórs. kv. (bikarsund).
100 m. baksund kvenna.
50 m. skriðs. drengja (bikars.)
100 m. bringus. sfúlkna
50 m. bringusund telpna fæddar
1956 og síðar.
4x100 m. fjórsund karla.
4x100 m. skriðsund kvenna.
Enn fremur verður keppt um af
reksbikar í S í er vinnst fyrir
bezta afrek mótsins samkvæmt
gildandj stigatöflu. Þátttökutil-
kynningar berizt til Siggeirs Sig
geirssonar, Grettisgötu 92, sími
10565 fyrír föstudaginn 23. febrú
ar. Stjórnin.
Þetta er fyrsti gullpeningur
Hollands í skautahlaupi karla og
sigur Kees Verkerk kom ekki svo 1
mjög á óvart. Hann hefur veriö
einn bezti skautahlaupari heims
undanfarin ár og hlaut silfurverð
laun í 5000 m. í fyrradag. Norð-
menn voru hinir ánægðustu með
1500 m. hlaupið, sem ekki hefur
verið þeirra sterkasta vegaleingd,
Ivar Eriksen hlaut sama tíma og
Schenk 2:05,0 mín. og þeir fengu
báðir silfurverðlaun. Lakasti mað
ur Noregs var í sjöunda sæti Svein
Framhald á 5. síðu.
Fred A. iaier
EITT glæsilegasta afrek Vetr-
arleikanna til þessa vann
Norðmaðurinn Fred A. Maier
í fyrradag, þegar hann sigraði
í 5000 m. skautahlaupi á nýju
ólympíumeti og heimsmeti,
hann hljóp á 7:22,4 mín.
Fred A. Maier er fæddur 15
desember 1938. Hann er starfs
maður á bæjarskrifstofunum í
Nötteröy. Maier er kvænfur
og á tvo stráka.
Fyrir rúmum tíu árum vakti
hann fyrst verulega athygli á
Nýjársmótinu á Bisleti, hann
varð annar í 5000 m. á eftir
Thorstein Sererstein og tími
hans var 8:10,0 mín. Þessi
myndarlegi Norðmaður hefur
unnið marga sigra siðustu tíu
árin. Hann vann silfur og
bronz á Vetrarleikunum í
Innsbruck 1964, í 5 og 10 km.
hlaupi, noregsmeistari varð
hann í Arendal 1965 og Evrópu
meistari í Osló fyrir nokkrum
vikum. Olympiskt gull kom
fyrst 15. febrúar 1968.
Maier hefur þrívegis sett
heimsmet í 5 km. skautalilaupi
og fjórum sinnum í 10 km, og
núverandi met hans er 15.20,3
mín.
6 17. íebrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐID