Alþýðublaðið - 17.02.1968, Síða 9
Hljóövarp og sjónyarp
n SJÓNVARP ?
Laugardagur 17. febrúar 1968.
17.00 Enskukennsla sjónvarpsins.
Leiðbeinandi: Heimir Áskelsson.
.13. kennsulstund endurtekin.
14. kennslustund frumflutt.
17.40 íþróttir.
Efni m.a. Queen’s Park Ragners
og Crystal Palace.
19.30 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.15 Riddarinn af Rauðsölumu.
Framlialdskvikmynd byggð á
sögu Alexandre Dumas. 10.
þáttur. íslenzkur texti: Sigurður
Ingólfsson.
20.40 Hin varnarlausu.
Þessi mynd fjallar um dádýra.
tegundir í Bretlandi, uppruna
þeirra og sögu. Sagt er frá veið.
um á dýrunum og frá ráðstöfun.
um til verndar stofnanna á síðari
árum. Pýðandi og þulur: Guð.
mundur Magnússon.
málum þeirra félaga er kippt
í lag.
íeslenzkur texti: Óskar Ingimars.
son.
22.50 Dagskrárlok.
21.05 Ailir koinu þeir aftur-
(No time for Sergeants).
Bandarísk gamanmynd frá árinu
1957.
Leikstjóri: Mervyn Le Roy.
Aðalhultvcrk: Andy Griffith,
Myron McCormick Nick Addams
og Murray Hamilton.
Saklaus sveitapiltur, Will Stock.
dale, er kvaddur í herinn. Hann
lendir þar í ýmus misjöfnu, enda
ekki vanur reglum, og fær King
liðþjálfi að kenna á því. Ben,
vinur Wills, langar að komast i
fótgönguliðið, en lengi vel er ekki
annað sýnna, en að það takist
ekki. Það er ekki fyrr en eftir
mjög ævintýralega flugferð, að
HUÓÐV^P
Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30
Fréttir og veðurfregnir. Tónleik
ar. 8.55 Fréttaágrip og útdráttur
úr forustugreinum dagblaðanna.
9.10 Veðurfregnir. Tónleikar. 9.30
Tilkynningar. Tónleikar. 10.10
Fréttir. Tónleikar. 11.40 íslenzkt
mál (endurtekinn þáttur Á. Bl.
M.)
12.00 Hádegisútvarp.
Dagskráin. Tónleikar. 12.15
Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veð
urfregnir. Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga.
Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir.
14.30 Á nótum æskunnar.
Dóra Ingvadóttir og Pétur Stein
grímsson kynna nýjustu dægurlög
in.
15.00 Fréttir.
15.10 Á grænu ljósi.
Pétur Sveinbjarnarson flytur
fræðsluþátt um umferðarmál.
15.20 Minnisstæður bókarkafli.
Sigurður Jóhannsson vegamála
stjóri les sjálfvalið efni.
16.00 Veðurfregnir.
Tómstundaþáttur barna og ungl
inga.
Örn Arason flytur.
16.30 Úr myndabók náttúrunnar.
Ingimar Óskarsson talar um til
hugalíf dýranna.
17.00 Fréttir.
Tónlistarmaður velur sér hljóm
plötur. Gunnar Reynir Sveinsson
tónskáld.
18.00 Söngvar í léttum tón.
Mills bræður syngja nokkur lög.
18.20 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.20 Tilkynningar.
19.30 Daglegt líf.
Árni Gunnarsson fréttamaður sér
um þáttinn.
20.00 Leikrit:
„Ráð undir rifi hverju“ eftir P.
G. Wodehouse.
(Áður útv. í maí 1965).
Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir.
Leikstjóri: Ævar It. Kvaran.
21.40 Harmonikulög frá Þýzkalandi.
Hljómsveit Huberts Deuringers og
Trossinge hljómsveitin leika sína
syrpuna hvor.
22.00 Fréttir og veöurfregnir.
22.15 Danslög.
23.55 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR-ÖL - GOS
OpiS frá 9 til 23.30. - Pantið
tímanlega í veizlur.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Sími l-fiO-12.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl,
jDunhaga 19.
Viðtalst-ímar eftir sam-
komitlagi.
Sími 16410.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
BRAUDHUSIÐ
SNACK BAR
Laugavegi 126,
sími 24631.
AUGLÝSIÐ
í Alþýðublaðlnu
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI S2-10L
• •
OSKUBUSKA
— Þetta gengur of langt, sngði
hann. — Hins vegar skil ég
Steven Mannering að vissu
marki. Ég er ekki ættaður héð-
an, en ég hef heyrt, hvað fólk
segir. Hitt er svo annað mál, að
allir eru á yðar bandi.
Hún andvarpaði. — Þetta
gleður mig, en ég lifi ekki á
samúðinni einni saman. Ég þarf
að fá vinnu og því þarf ég
að komast til Finton.
Þau voru fljót að komast úr
bænum.
— Hér virðist ekkert vera að
sjá, sagði Rand reiðilega; — ég
hugsa, að ég bíði eftir yður; ég
gerj ekki ráð fyrir, að þér finn-
ið neitt hérna, Rhona.
— Það reyndist rétt hjá hon-
um. Eftir að Rhona hafði verið
í hálftíma á vinnumiðlunarskrif-
stofunni kom hún tii hans.
— Ég gat ekki fengið neitt
nema vinnu sem uppþvotta-
stúlka og launin voru naum-
ast næg til að borga húsaleig-
una.
Hann tók um hönd hcnnar.
Við fáum okkur kaffibolla og
reynum að ræða betta á meðan.
En hins vegar sagði hann á með-
ar> þau voru að drekka kaffið:
Hafið þér reynt að hafa upp á
manni yðar?
— Ekki enn. Ég hef nokkur
heimilisföng, þar sem hann gæti
verið. Hún þagnaði smástund.
Mér kom allt í einu til hugar,
hvar hann gæti ef til vill verið.
Hjá Harry Gold í High Slreet,
Finton! Þetta var eitt nafnanna,
sem stóðu í vasabókinni iians,
sagði bún svo við Rand. Ætti ég
ekki að fara þangað?
Rand reis strax á fætur. —
Má ég aka yður?
Hún fór hjá sér.
— Kannski vill bann ekki tala
við mig, ef ókunnugir eru við-
sfaddir.
Rand varð hörkulegur. Meðan
ég var að bíða eftir yður, gekk
ég í gegnum bæinn. Það var þá,
sem ég sá hvar Harry Gold hef-
ur skrifstofu sína. Hann er veð-
mangari og ég lield, að mér veit-
ist auðveldara að fá hann til að
tala en yður.
Rhona reyndi að víkja efanum
úr huga sér meðan hún gekk
að skrifstofunni. Það var cngin
ástæða til þess að óttast það þó
að Kevin væri góðvinur veð-
mangara. Það þurfti ekki endi-
lega að þýða það, að hann veðj-
aði á hesta og jafnvel þó að svo
væri, hefði það ef til vill ekki
verið það versta, sem fyrir hana
hefði komið.
Það var ekki fyrr en Rand
hafði sagt einkaritaranum, að
þau ætluðu að bíða, að þau fengu
að koma inn fyrir.
— Ég hef mikið að gera, cagði
Gold. — Þér getið fengið að tala
við mig í fimm mínútur.
— Það tekur ekki lengri tíma
að tala við yður, sagði Gold.
Hann virtist ætla að sjá um allt.
Við viljum gjarnan vera hrein-
skilin við yður, hr. Gold. Kevin
Mannering er horfinn og konu
hans langar til að finna hann.
Við komum hingað til yðar til
að ræða við yður vegna þess. að
frú Mannering fann nafn yðar
og heimilisfang í vasabók eigin-
manns síns.
Gold virti þau fyrir sér um
stund áður en hann sagði;
— Er hann horfinn? Einmitt
það! Ég vissi, að eitthvað hlaut
að hafa komið fyrir.
— Vilduð þér segja mér við
hvað þér eigið eiginlega? spurði
Rhona.
Ég veit ekki mikið, kæra frú.
Hins vegar skuldaðj Kevin mér
mikla peninga. Sjöhundruð og
áttatíu þúsund krónur, svo að
ég segi yður nákvæmlega, hver
upphæðin er.
Rhona greip andann á lofti.
— Hann vildi . . eða gat ekki
borgar, sagði veðmangarinn. —
En viðskipti eru viðskipti. Ég
sendi honum úrslitaskilyrði á
laugardaginn.
— Á laugardaginn, stundi
Rhona skelfingu lostin. Þá hafði
brúðkaupsdagur þeirra verið.
— Ég bjóst við að hann kæmi
hingað og lofaði öllu fögru, en
Steven Mannering sendi mér á-
vísun fyrir upphæðinni á mánu-
daginn. Mér fannst þetta furðu-
legt, því að Kevin Mannering
hélt því alltaf fram við mig, að
frændi lians myndi ekki greiða
eina krónu fyrir hann og það
sízt af öllu í skuldir. Og þetta
er allt og sumt, sem ég lief að
segja yður, kæra frú. Ég hef
ekki séð Kevin og ég veit ekki,
hvar hann er að finna.
Rhona gekk þegjandi að
bílnum ásamt Rand og það var
ekki fyrr en þau voru á leið-
inni til Danborough, sem hún
sagði biturlega. Svo Kevin spil-
aði fjárhættuspil og veðjaði
á liesta og Steven bauðst til að
borga skuldir hans, ef hann
skildi við mig. Kannski ég ætti
að vera þakklát. Það lítur ekki
út fyrir að ég hafi þekkf mann-
inn minn nógu vel.
Rand horfði hugsandi á hana.
Ætli þér séuð ekki of dómharð-
ar? Reynið að skilja tilfinning-
ar hans meðan þessi skuld voíði
yfir honum alla daga.
Hún sagði ekki orð, en ást
hennar til Kevins brann aftur
í brjósti hennar og um leið hatr-
ið á Steven. Þetta óréttmæta
hatur. Þetta var allt Steven að
kenna. Ef Steven hefði ekki
keypt hlutabréf Kevins í fyrir-
tækinu, hefði Kevin ekki veðj-
að á hesta. Ef Steven hefði ckki
fengið Kevin til að ....
__ Svo auðvelt er þetta ekki,
sagði Rand og batt þar með endi
á hugsanir hennar. — Ef Kevin
hefði verið fús til að verzla með
yður, hefði hann farið til frænda
síns fyrir vígsluna og sagt við
hann: „Þú vilt ekki að -ég gift-
ist henni, gott og vel. Ég skal
hætta við það, ef þú horgar
skuldir mínar!” Það hefði verið
auðvcldara og hann hefði aldr-
ei neyðst til að yfirgefa borg-
ina. Ég geri ráð fyrir, að hvarf
Kevins orsakist af fleiri ástæð-
um en við getum nefnt. Rand
hrukkaði ennið. — Steven Mann-
ering er duglegri en við hófum
gert ráð fyrir. Ég heimsótti hann
í gær. Hann hefur áhuga fyrir
uppfyndingunni, sem ég á að
selja, en hann vill samt prútta
um verðið. Hann veit, hvað
hann vill.
Rand leit. rannsakandi A hana.
— Gæti það ekki hent mig,
að hann vildi eignast yður,
Rhona? Er það ekki ástæðan fyr-
ir því, að ekkert varð af hjóna-
bandi ykkar Kevins?
Rhona blóðroðnaði.
— Nei, hann ætlar að kvæn-
ast Lauru.
— Mér finnst samt, að það
væri réttast að þér hefðuð upp
á Kevin. Þér ættuð að reyna
að leita að honum samkvæmt
heimildaföngunum í vasabók-
inni. Þér hljótið að finna eitt-
livað.
Hún andvarpaði.
— Ég get það ekki; ég verð
að fara beina leið til London
og reyna að fá mér vinnu þar.
— Þá farið þér frá Danborough
eins og fjölskyldan vill. Hann.
þagnaði smástund. — Mér
finnst leitt, að Mannering fjöl-
skyldan virðist eiga að fá að
ráða. Vilduð þér toka við þeirri
stöðu, sem ég býð yður, Rliona?
— Það væri nú ekki beint
heiðarleg atvinna, sagði hún og
hugsaði sig lengi wn.
— Félagið hefur engar áhyggj-
ur af því, sagði hann og brosti.
Ef ég segi þeim, að ég hafi þurft
að nota yður sem milligöngu-
mann hérna og tengilið fyrir
Menneringfjölskylduna — geri
ég ráð fyrir að þeir myndu sam-
þ.vkkja boðið og greiða yður vel
fyrir.
eftir Christina Laffeaty
17. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9