Alþýðublaðið - 23.03.1968, Síða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1968, Síða 3
f gær Var enn mjög slæmt veður í Vestmannaeyjum. Um fimmleytið í gær, þegar hlað- ið hafði sambanit við fréttarit ara sinn í Vestmannaeyjum, Eggert Sigurlásson, sá þar ekki út úr augum fyrir skafrenn- ingi. Þá var mikill stormur þar, um e'ða yfir 12 vindstig. Þannig var veðrið í alian gær dag. í fyrrinótt snjóaði enn í Vestmannaeyjum. Er nú óvíða jafnmikill snjór á landinu og í Eyjum. í gær var ekki kennt í barna- og gagnfræðaskólanum vegna veðurhamsins. í fyrradag urðu bátarnir að hætta að draga um miðjan dag, þar sem ekki sá út úr augum fyrir veðrinu. Enginn Vestmannaeyjabátur fór á sjó í gær. Flestar götur í Eyjum eru ófærar, enda skóf snjóinn mjög í rokinu. Allt flug ligg ur niðri til Vestmannaeyja. Herjólfur kom þangað um ell efiuleytið í gærmorgim, og var hann þremur til f jórum klukku stundum á eflir áætlun. í gærmorgun var unnið að því að moka snjóinn af götun um í miðbænum, en allar göt ur voru annars ófærar, eink Mæsfa verkefni t^jóðleíkfoússisiss Nýjar þorsk- veiðiregín Samkvæmt tillögum Fiski félags íslands og Hafrann sóknastofnunarinnar hefur ráo'uneytið í dag gefið út auglýsingu um breytingu á auglýsingu nr. 40 5. febr úar 1963, um verndun fiski miða fyrir veiði með þorska netjum, þannig að til 15. apríl þessa árs, skuli ó- heimilt að leggja þorska- net á svæði, sem takmark ast af eftirgreindum lín- um: 1. Að suðaustan af línu, ■ sem hugsast dregin misvís andi suðvestur áð vestri frá Beykjanesvita. 2. Að norðaustan af línu, sem hugsast dregin misvís andj norðvestur að norðri frá Eeykjanesvita. 3. Að norðvestan af línu, sem hugsast dregin misvís andi vestur að suðri- frá Garðskagavita. 4. Til hafa takmarkast svæðið sjálfkrafa af 12 mílna fiskveiðimörkunum. Sjávarútvegsmálaráðu- neytið, 22. marz 1968. Hádegisíundur um varnir hér í dag, laugardaginn 23. marz halda VARÐBERG og SAMTÓK UM VESTRÆNA SAMVINNU sameiginlegan hádegisfund fyr ir félagsmenn og gesti þeirra- Fundurinn er haldinn í Þjóð leikhúskjallaranum og hefst kl. 12.10. Ræðumaður fundar- ins er yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Rear- Admiral Frank B. Slone, og ræðir hann um Varnir íslands. Að erindi sínu loknu mun ræðumaður svara fyrirspurn- um fundarmanna- Frank Brad- ford Stone flotaforingi, varð yfirmaður varnarliðsins á ís- landi hinn 14. janúar 1967. Þjóðleikhúsið frumsýnir n.k| íöstudag, 29. marz, bandarísk an gamanleik, Makalausa sam búð eftir Neil Simon í þýð- ingu Ragnars Jóhannessonar. Leikstjlóri) er Eriii^gur Gísla son, og er þetta fyrsta sýning in sem hann stjórnar á stóra sviði leikhússins. Með aðalhlut verk í leiknum fara Rúrik Har aldsson og Róbert Arnfinnsson, en aðrir leikendur eru Be'ssi Neil Simon. Bjarnasön, Árni Tryggvason, Ævar Kvaran, Sverrir Guð- mundsson, Ilerdís Þorvaldsdótt ir og Brynja Benediktsdóttir. Lárus Ingólfsson gerði leik- myndir og búningateikningar. | <5>- Frétta- Hætti loftárásum Fulltrúi Hanoi stjórnar'innar, sem undanfarið hefur verið í Sviss í boði stjórnarinnar þar, hefur látið uppi að stjórnin í Hanoi sé reiðubúin til friö arviðræðna, fallizt Bandaríkja- menn á að hætta skilyrðislaust Ioftárásum á Norður-Vietnam. í viðtali við fréttamenn gat Erlingur Gíslason leikstjóri þess að fyrir nokkrum árum hefði annar leikur eftir Sim- on, Hlauptu af þér hornin, ver ið sýndur hér á landi í sum- arferð um landið og síðan í Reykjavík, og tekizt allvel. Fyrir leikritið sem Þjóðleikhús ið sýnir nú fékk höfundurinn verðlaun sem bezti leikritahöf undur ársins 1966 á Broadway, og hefur hann síðan verið sýnd Ur víða við miklar vinsældir. Þetta er mjög goitt tækifæri fyrir leikarana sein taka þátt í sýningunni, sag^i Erlingur, því að Neil Simdn er mjög leikinn höfundur og Makalaus sambúð verulega snjall gam- anleikur. Auk gamanleikja sinna hefur Neil Simon samið söngleiki, sem nú eru sýndir bæði í New York og London, og skrifað fyrir sjónvarp og kvik myndir. AFMÆLISHOF Ákveðið hefur verið að Lög- fræðingafélag íslands minnist 10 ára afmælis síns með hófi að Hótel Borg sunnudaginn cty. marz 1968. Félagsmönnum verð ur nánar tilkynnt um tilhög- un hófsins bréflega. Vill árás Ky, varaforseti Suður-V'ietnam, hefur livatt til innrásar í Norö ur-Vietnam. Lætur af embætti Miðstjórn kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu hefur fallizt á lausnarbeiön'i Novotnys, fyrrv. fcrseta, en liann vék úr for- sæti miðstjórnarinnar fyrir Du beck, sem er -líiltrúi frjáls- lyndari afla í Tékkóslóvakíu. Vill Saab þotur? Varnarmálaráðherra Dana hef- ur farið þess á Ie'it við danska þjóðþingið, að það veiti lieim um uppi í bænum. Þrátt fyrir veðurofsann mun hafa verið unnið í fiskvinnslu stöðvunum í Vestmannaeyjum í gær. Marceati sumar Tveir gestaleikir eru ráðgerð ir í Þjóðleikhúsinu á næsta leik ári sem beðið mun með eftir- væntingu. Franski látbragsleik- arinn Marcel Marceau sem vakti mikla hrifningu leikhúss- gesta í heimsókn sinni hingað vorið 1966 kemur aftur til lands ins og hefur tvær, ef til vill þrjár, sýningar í Þjóðleikhúsinu um mánaðamótin ágúst-septem- ber. í fyrri heimsókn Marceaus tók Þjóðleikhússtjóri af honum loforð um að koma afur sem nú verður efnt, en Marcel Marc- eau hefur getið þess að þetta verði sín síðasta leikför um heiminn. —- Síðar á leikárinu Frh. á 10. síðu. Þessir kappklæddu sjómenn eru hásetar á austur-þýzka verk smiðjutogaranum sem sagt var frá hér í blaðinu í gær. Senni- lega eru þetta óþægilegar vinnu flíkur, en hlýjar virðast þær vera. íkonat Á Mokka eru nú til sýnis og sölu eftirprentanir af rússneskum helgimyndum eða íkonum, sem algengir voru á heimilum áhang- enda koptisku kirkjunnar rússnesku, Eftirprentanir þessar eru gerðar af pólsk um handverkamönnum og unnar á sérstakan hátt. Eftirprentanirnar eru af myndum, sem gerðar voru allt frá árinu 1299 og fram á 17. öld og voru þær gerð ar af listrænum alþýðs. mönnum, sem urðu fyrir áhrifum frá myndlistarverk um kirkjunnar. ild til þess að keyptar verði sænskar Saab herþotur. Mótmæli í Peking Um 200 Kínverjar brenndu s.I. m'iðvikudag myndir af Ian Smith og Elísabetu Englands- drottningu fyrir framan aðset ursstað brezku sendinefndar- innar í Peking. HerliS verði aukiS S.I. fimmtudag tilkynntí Thieu, fórseti S.-Vietnam að stjórnar her landsins yrði aukinn um 13500 manns. Verða þá alls 815000 hermenn í stjórninní í Saigon til ráðstöfunar. Tala fallinna Alls hafa nú 20 þúsund stjórn arhermenn og 314460 skæru- liðar hafa misst lífið frá 1961 skv. upplýsingum Saigonstjórn ai'innar í Vietnamstyrjöldinni. ÞióSnýtiug Um 50000 einkafyrirtæki á Kúbu hafa verið þjóðnýtt und anfarnar 2 vikur og allar vín stofur og næturklúbbar hafa verið lokaðir. Fallnir í Qnang Nam 122 skæruliðar voru drepnir í gær í Quang Nam héraðinu í viðureign Bandaríkjamanna og skæruliða að sögn talsmanna Bandaríkjanna. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 23. marz 1968

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.