Alþýðublaðið - 29.03.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 29.03.1968, Qupperneq 5
Specialsíld, þ. e. cutsíld með 2—3 kg. af sykri 39.460 Sykursíld 122.907 Kryddsíld 75.965 Erlendur Þorsteinsson SÍLDARSÖLTUN Á NORÐ- UR- OG AUSTURLANÐI 1967 Svo sem kunnugt er veiddist síldin mestmegnis á fjarlægum miðum, og mun fjarlægari en áður hefur þekktzt. Er enginn vafi á því að síldarflutninga- skipin „Haförninn" og ,,Síldin“ hafa bjargað síldveiðunum í sum?/-, með flutningi síldar frá skipunum og vista og olíu til þeirra. Eins og kunnugt er fluttu þó skipin eingöngu bræðs.lusíld. Um síldarflutninga til söltunar var ekki að ræða svo neinu næmi. Nokkrar til- raunir voru þó gerðar fyrir forgöngu Síldarúty.egsnefndar og á kostnað hennar en undir forystu Fiskifélags íslands (Jó hanns Guðmundssonar fltr.) Þar sem hann mun gefa skýrslu um þessar tilraunir, verða þær ekki raktar hér. Söltun varð samkvæmt söltunarskýrslum til Síldarútvegsnefndar 317.482 upp saltaðar tunnur. Er það talsvert minna en árið áður, en þá nam söltunin 383.815 tn. Söltun sein ustu 5 ár að þessu meðtöldu er svo: tnr. 1967 317.482 1966 383.815 1965 401.410 1964 354.297 1963 463.403 Engin söltun var vestan Siglufjarðar og hefur verið svo í mörg ár. Á Raufarhöfn voru nú aðeins saltaðar 26.505 tn. á móti 54.755 tn. í fyrra. Á Siglufirði voru saltaðar 17,599 tn. á móti 19.000 tn 1966. Ef söltunarsvæðinu er skipt um Langanes voru saltað ar vestan þess 62.875 tn., en 254.607 tn. austan. Eftir tegundum skiptist sölt unin þannig: tnr. Cutsíld 79.150 Samtals 317.482 Fyrsta síldin var söltuð á Siglufirði og Raufarhöfn hinn 7. september, Þ. e. a. s. þegar söltuy í gamla daga var að verða lokið. Þess má geta, ið undanfarin ár var fyrsta söltun 18. ;/iní. Mest var saltað á öllu laivdinu 12. október, 19.049 tn. Hinn 31. október voru saltað- ar 15.762 tn. Þriðji hæsti sölt- unardagurinn var 12. nóvember, 15.330 tn. Af þessu sést að meginsöltunin færist mjög aft- ur, eða á mánuðina október- nóvember, í staö síðari hluta ágústmánaðar til miðs septem ber árið 1966. Á þessum stöðum var saltað mest: tnr. Seyðisfjörður 61.969 Fáskrúðsfjörður 46.796 Neskaupstaður 43.709 Eftirtaldar 4 söltunarstöðvar söltuðu mest: tnr. Pólarsíld hf., Fáskrúðsf. 17.035 Hraðfrystihús Fá'skr.fj. 15.008 Hilmir hf., Fáskr.fr. 14.753 Hafaldan hf„ Seyðisfirði 13.136 Þess má geta að samkvæmt söltunarskýrslum saltaði Steðji hf., Stöðvarfirði 13.166 tn„ en eigandi stöðvarinnar telur þá tölu 90 tunnum of háa og verð ur þá söltunin nokkrum tunn um lægri en hjá Haföldunni hf. Síldin var seld í 2 stæðar- flokkum eins og áður, en sára lítið var saltað af smærri flokknum, ef treysta má söltun arskýrslum, eða aðeins 9.617 tu. Alls 51.706 tnr. Síldarútveísnefnd sneri sér eins og áður til Jakobs Jakobs sonar, fiskifræðings og óskaði eftir upplýsingum frá honum um væntanlega stærð og veiði. Varð liann við óskum nefndar innar. Skýrsla hans er dagsett 10. apríl 1967. Var hún send til helztu viðskiptavina nefndar- innar erlendis. Skýrsla þessi verður ekki rædd hér, en það er mjög ískyggilegt að íslenzki síldarstofninn hefur minnkað úr 53% árið 1962 í 3% árið 1966 af heildarveiði lands- manna. Samningar voru gerðir um sölu á samtals 366.488 tn. og voru 3 eftirtalin lönd með hæeta samninga: tnr. Svíþjóð 191.881 Sovétríkin 60.000 Finrf.and 49.982 Því hefur verið haldið á lofti í ýmsum dagblöðum, að ekki hafi tekizt að salta upp í sarrm- inga. Þetta er að vísu rétt ef einblínt er á tölurnar, Hitt er þó öllu meira raunhæft að benda á það að samningar t.il ýmissa landa, og þá aðallega Finnlands og Svíþjóðar, eru miðaðir við það að síldin kom ist til markaðslandanna á venju- legum neyzlutíma. T. d. hefur verið talið að unnt væri að selja nokkur þúsund tunnur í Finnlandi, ef síldin bærist þang að í ágúst/byrjun eða septem- ber. Þessi neyzla hverfur ef síld er eklci til og eykst ekki sem neinu nemur síðar, í okt,- nóv. - des. Það gefur auga leið að þegar fyrsta síldin er söltuð, 7. september, þá er þessi mark aður tapaður að'fullu og öllu. Sama var í Svíþjóð áður fyrr. Svo sem sjálfsagt margir muna, kepptust allir sænskir síldar- Síðari hluti kaupendur við það fyrr á árurri að lvafa nýsaltaða síld til neyzlu í Svíþjóð í byrjun ágúst. Nú hefur þetta að vísu breytzt svo að sænskir síldarkaupmenn hafa í krafti einkaaðstöðu sinn ar á saltsíldarkaupum bannað að selja íslenzka saltsíld til neyzlu, þó til væri, fyrr en í október og jafnvel nóvember, sennilega til þess að selja birgð ir frá árinu áður. Verð á fersksíld tii söltunar var ákveðið 287 fyrir upp- mælda tunnu og kr. 390 fyrir uppsaltaða tunnu 3 lög í hring á móti kr. 278 og 378 í fyrra. Þá var nú ákveðið verð fyrir síld saltaða um borð í veiði- skip um kr. 440 pr. tunnu. Nokkur verðlækkun varð á út- flutningsverði frá fyrra ári, eða s. kr. 3 til Svíþjóðar og tilsvar- andi í annarri mynt til hinna Norðurlandanna. — Sænskir kaupendur kröfðust í upphafi lækkunar sem nam 10 kr. sænsk- um pr. tunnu exclusive, þ. e. fyr- ir síld og vinnu. Þessi verðlækk- unarkrafa Svíanna hafði að mínu áliti ekki við nein rök að styðj- ast. Þeir skírskotuðu að vísu til Iækkunar verðs á síldarmjöli og síldarlýsi. Þetta er óviðkomandi neyzlusíld. Verð hennar hlýtur að miðast að verulegu leyti við verðlag annarra matvara í við- komndi neyzlulandi. Allar mat- vörur hafa hækkað í verði í Sví- þjóð, enda verðbólga farið þar vaxandi eins og annars staðar á Norðurlöndum. Það er líka jafnvíst að sú verðlækkun sem á síldinni varð hefur ekki komizt til hins al- menna neytanda, heldur stað- næmzt hjá milliliðunum. Nefnd- in taldí enga ástæðu til þess að fallast á verðlækkun frá fyrra ári, en þá komu norskir síldarút- flytjendur til skjalanna. Þeir lækkuðu sitt síldarverð frá fyrra ári um hvorki meira né minna en n. kr. 9 pr. tunnu (ísl. kr. 54 á gamla genginu). Fær- eyingar sigldu svo í kjölfarið með d. kr. 15 pr. tunnu frá fyrra árs verði. Það er þó rétt að geta þess að Færeyingar seldu á hærra verði en Norðmenn árið á undan. Þessi afstaða Norð- manna er lítt skiljanleg. Ef það er rétt sem fullyrt er að þeir hafi fengið 30 kr. norskar (ísl. kr. 180 á gamla genginu) í styrk frá norska ríkinu fyrir hverja útflutta tunnu, þá er það furðu- legt að lækka algerlega að á- stæðulausu söluygrð í aðalmark- aðslandinu. Sem betur fer þá virðist verk- un síldarinnar í ár vera mun betri en í fyrra. Búið var að af- skipa um áramót 177.148 tunn- um. Mat og skoðun á síld sem verkuð hefur vefið fyrir Sovét- ríkin, ísrael, Bandaríkin og V.- Þýzkaland hefur yfirleitt gengið vel, en nokkuð hefur skort á þæfiiegan hraða í ápökkun og lagfæringu síldarinnar. Eins og otf vill verða í síldarleysi hafa sjálfsagt nokkrir teflt á tæp- asta vað, en vonandi verður það eklci neinum að fótakefli. FRAMTÍÐARHORFUR Á því er enginn vafi að við við verðum að búast við mjög vaxandi samkeppni á saltsíldar- mörkuðunum á næsta ári. Rúss- ar seldu til Svíþjóðar yfir V.- Þýzkaland 5—10 þúsund tunnur af saltsíld á s.l. ári. Ekki hefur tekizt að fá áreiðanlegar upplýs- ingar um verð og gæði. Norð- menn munu vafalaust sækja á þennan markað (þ. e. Svíþjóð) í vaxandi mæli. Þá eru einnig uppi tillögur í Finnlandi um aukna útgerð á íslandsmið til söltunar síldar. í nýútkomnu finnsku blaði, „Uusi Suomi” 24. jan. sl. er þess getið að 5 manna nefnd sem skipuð var 2. febrúar 1966 (og nefndist á ensku „open sea fishing committiee”) hafi nýlega skilað áliti og komizt þar að þeirri niðurstöðu, að að því er síld snertir, ættu Finnar að hafa möguleika á að verða að mestu leyti sjálfum sér nógir. Það hefur verið bent á að fs- lendingar hafi á sl. sumri verið eftirbátar Norðmanna um að hagnýta síld á fjarlægum miðum til söltunar. Þetta er áð vísu rétt, en eins og áður var vikið að, voru þó gerðar tilraunir sem draga má lærdóm af. Enginn vafi er á því að enn sem kömið er, þá er það gamla aðfeáðin, að salta síldina í tunnur um borð i skipunum, sem er langsamlega öruggust. Er- nú mikið uin þetta rætt og næst vonandi samstaða áður en langt um líður um úr- ræði, sem verða til bóta. í þcssu sambandi verður mönnúm tíð- rætt um veiðar Norðmanna til söltunar s.l. sumar. Veiðar þeirra voru þrenns konar. Veiði ein- stakra skipa, bæði í reknet og snurpu. Síldin söltuð um borð á venjulegan hátt og tókst ve}, cn veiði í reknet var treg. Sölt- un um borð í móðurskipi, m.s. Kosmos IV., söltuð á venjulegari hátt og fryst, einnig úrgangur frá‘ saltsíldinni, en keypt eða fengin frá venjulegum veiðiskipum. Og loks flutningur í íönkum og með öðrum hætti með m.s. Uksnoy. Skipin sem veiddu síldina og vérkuðu sjálf um borð höfðu samið um sölu á hluta af afla sínum til Svíþjóðar. Nokkur hluti aflans var þó óseldur, og mun hafa fengizt fyrir hann all- gott verð, einkum salísíldina. Um tilraunirnar með Uksnoy er erfitt að fá áreiðanlegar upp- lýsingar, en talið er að þessi leiðangur hafi misheppnazt að verulegu leyti. Um Kosmos-leiðangurinn liggja hins vegar fyrir allítar- legar upplýsingar. Saltaðar voru um borð 25.700 tn. Meginmagn- ið var selt fyrirfram til Svíþjóð- ar á ákveðnu verði og í 2 stærð- arflokkum. Meðalvigt í tunnu mun hafa verið 87—90 kg. Verk- un saltsíldarinnar (krydd- ög sykursíld) gekk fljótt, en síld- in var yfirleitt smá. Síldin var keypt fersk af veiðiskipunum á einu verði smá og stór. Síldin var snemmveiddog því ekki vel fallin til geymslu. Losun gekk mjög seint eða tók um 3 vik- ur. Síldin var öll metin í Nor- egi. Svíar höfðu ekki rétt til að neita síld með ..seigum pækli,” en skyldu fá n. kr. 0,16 pr. kíló fyirr síld með „seigum pækli.” Samkomulag varð um að þeir fengju 0,08 n. kr. pr. kíló í af- slátt vegna „seigs pæklis” og má af því ráða, að um helmingur síldarinnar hafi verið með þess- um galla. Þá fengu þeir einnig afslátt vegna þráa og pækisleka á tunnum, sem nam 0,12 n. k>\ pr. kiló eða alls 0,20 n kr. p:,\ kíló af allri sildinni. Þrátt fyrir þetta er íalið að útkoma á fyrirtækinu hafi verið sæmileg, enda er fullyrt að leið- Framhald á bls. 14. 29. marz 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.