Alþýðublaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 12
Stundum reynast leiðir manna ógöngur. Það virðist hafa sann azt á Lönduin og Leiðum. — Glöggt er gestsaugað — seg ir gamalt máltæki, en hvort það á við Atsumi Taki, 22ja ára japanska mær, sem um þessar mundir skemmtir gestum Hót el Loftleiða, skal ósagt látið. Vísir. Kallinn var að tala um það í gær að hann langaði á sælu- viku norður í land. Kellingin bað hann fara í hvelli því þá gæti hún átt sína sæluviku heima . . . goKING EDWARD Arneríca's Largest Selling Cigar í KVÖLD föstudag 29. 3. frumsýnir Þjóðleikhúsið, bandaríska gam- anleikinn „Makalaus sambúð” eftir Neil Símon. Leikstjóri er Er- lingur Gíslason, en með aðalhlutverkin fara þeir Rúrik Haralds- son og Róbert Arnfinnsson. Lárus Ingólfsson gerir leikmyndir. Þetta er „makalaus“ gamanleikur sem kemur öllum í gott skap. Myndin er af Róbert og Rúrik. HLJÓMAR f.w. Dansleikur verður haldinn í Sigtúni í kvöld. Dansað frá kl. 9-1. Hinir geysivinsælu „Hljómar“, sjá um fjörið. F.U.J. Vor daglegi BAK-stur Veður öll válynd ÞESSA dagana er líkast því, að sólin viti ekki hvað hún á af sér að gera. Hún er að streitast við að skína án sýni- legs árangurs ög reyndar einungis til angurs fyrir menn og málleysingja, eins og allt er x pottinn búið. Sólskinsstundir marzdaganna 1968 vekja mönnum einung- is falskar vonir. Vonir, sem eiga sér engan annan tilgang en að bregðast. Landsynningur tekur við af útsynningi og út- synningur af landsynningi, landnyrðingur af útnyrðingi og útnyrðingur af landnyrðingi og allt þetta á einum og sama sólarhringnum og allt eru þetta fárviðri með öskubyl, lemj- andi slydduslagviðrisrigningu og innan um og samanvið og milli átta, nær sólin rétt að glotta niður til okkar, eins og hún vilji segja: Hér er ég reyndar ennþá, því getið þið treyst. En hvenær ég fer að láta að mér kveða fyrir alvöru: Það er hernaðarleyndarmál. Engir menn eru heldur eins vandræðalegir og fullir með alls konar fyrirvara og veðurfræðingar í sjónvarpi. Þegar vindörvarnar á kortinu sýna 10-12 vindstig, þar- sem átti að vera logn og logn þar sem átti að vera „ofsaveður" eftir - þeirra kokkabókum, er engu líkara en úr þeim sé allur vind ur. Ekki vil ég samt segja að þeir séu beinlínis sneypulegir. Það væri fjö'.mæli, rógur og illgirni. Þvert á móti er mesta furða hvað þeir eru mannborulegir þrátt fyrir allt og hvað þeir eru bjarlsýnir þrátt fyrir allt og þrátt fyrir að þeir séu í rauninni á báðum og öllum áttum innra með sér. Ég myndi geta mér þess til að þeir brúki háfjallasól á veðurstofunni, til að vega upp á móti þrúgandi svartsýnistilhneigingum, þeg ar lægðirnar eru allt í kringum landið og hæðin góða yfir Grænlandi og rangsælir vindverkir háloftanna rekast hver á annan með óútreiknanlegum afleiðingum. Menn eru teknir til að spá ísöld og Jean Dixon spáir eða spáir ekkj stórkatastrófum hérna í næsta mánuði. En slíkir spádómar dæma sig sjálfir, þegar tekið er tiilit til þess, að allar hræi'ingar þjóðlífsins íslenzka eru katastróf- ur i sjálfu sér: Verkföll, kauphækkanir, pillan, hin ægi- legú afköst Aíþingis hins forna við Austurvöll, vikulauna- umslagið og afsagnartilkynningar frá' bönkum og sparisjóð- um, svo eitthvað sé nefnt og hægri umferð sleppt. Hvað eru ísalög, flóð og fárviðri á móti þessum hræði- legheitum. Hvað eru 24 tveggja komma sjötíu og fimm þuml- unga eldflaugar innan sandgræðslugirðingar uppi í sveit á móti hinum ógnarlega fjölda óskilgetinna bai-na, sem fæð- ast á hverju ári hérlendis. Jean Dixoti ætti bara að leggja sig. Við þurfum ekki kata- sjrófur frá henni. Við erum sjálfum okkur nógir. GADDUR,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.