Alþýðublaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 6
 i Júrí Gagarín oiursti í sovézka llughernum íórst í ílugslysi í íyrradag, er hann var í í-eynsluxiugi meo nýja i'lug- Veiargeio. iisniar maður var með honum í véiinni og beið nann einnig Daiia. Gagarín og iélagi hans verða grafsettir við múra Kremiar á kostnað sovézka ríkísins. Nánari fregn ir um slysiö og tildrög þess hafa enn ekki verið birtar. Jun uagurm var óþekklur ílugmaðui' i xiugher Sovélrikj anna þegar hann skyndilega öðlaðist heimsírægð vorið 19U1. Klukkan ö,0/ að morgni eftir íslenzkum tíma 12. apríl það ár var fyrsta mannaða tíeimíarinu skotið á loft í Sov étríkjunum, og innanborðs í þessu geimfari var Gagarín. Hann ílaug einn hring um- hverfis jörðu og lenti aftur nákvæmiega 89 mínútum og 6 sekúndum síðar. Segja sam tímairéttir að Gagarín hafi strax eftir lendinguna beðið fyrir kveðjur til kommúnista floikksins, ríkisstjórnarinnar og Nikíta Krústjoffs forsætis ráffiherra og bað úm að honum yrði persónulega skýrt frá þvi, að lendingin hefði gengið vel og hann væri ómeiddur og við beztu heilsu. Mikil hátíðahöld. hófust í Moskvu og annars staðar í Sovétríkjunum, er fregnirnar um geimför Gagaríns bárust, en með þessu afreki höfðu So vétmenn náð umtalsverðu for skoti fram yfir Bandaríkja menn í geimferðatækni. Var há'tíðahöldunum líkt við 1. maí hátíðahöld, en aðrir sögðu að meiri, fögnuð ur hefði ekki ríkt í höfuðborg Sovétsamveldisins síðan á frjðardaginn 1945. Mannfjöldi safnaðist saman á götum úti og söng þar og dansaði lengi dags. í Alþýðublaðinu 13. apríl 1961 er geimför Gagaríns lýst á þessa leið: „Dagurinn 12. apríl 1961 varð viðburðaríkur fyrir hinn 27 ára gamla rússneska flug- majór Júrí Aleksjevitsj Gaga rín og fjölskyldu hans, eigin konuna Valentínu, sem er læknisnemi og börn hans tvö. Er talið víst að hann verði útnefndur sovéthetja og krossaður firnin öll með Len inorðuna í broddi fylkingar. Hinn viðburðaríki dagur var á þessa leið: Mjög snemma í morgun var hann vakinn af svefni sínum á eða í grennd við geimferðastöðina, sem hann hélt síðar upp frá. Ekki er vitað hvar hún er í Sovét ríkjunum, en talið er að hún sé í grennd við Kaspíahafið. Tími var nú kominn til að hann gerði síðustu undirbún- ingsráðstafanir sínar áffiur en hin sögiriega ferð hans út í geiminn hæfist. í hinni að- skornu ferðaflík gekk hann út á brottfararstaðinn þar sem risastórt margþrepa flug- skeyti stóð. Hann fór í lyítu ásamt nokkrum helztu vís- indamönnunum upp að toppi flaugarinnar, en þar var hann bundinn niður í sérstakt hylki með tvöföldum málm veggjum. Þessir tvöföldu veggir eru vörn gegn hita- myndun á ytra borði flug- skeytisins. Gagarín vissi, þar sem hann lá niðurbundinn, að hylkið hafði margsinnis verið reynt við þau skilyrði, er það myndi senn mæta úti í geimnum. Hins vegar vissi hann ekki hvernig líkami hins fyrsta geimfara myndi bregðast við úti í geimnum. Hann hafði áður verið reynd ur við öll þau skilyrði,,er tal ið var að hann myndi mæta uppi í himinhvolfinu. Engu að síður stóð hann nú gagn- vart hinu óþekkta; Nú hafði verið gengið frá öllu og hann hafði ekki annað samband við umheiminn en um loftskeyta tækin. Sekúndurnar liðu, hann fylgdist með mælunum og skyndilega heyrðist ærandi hávaði, ofsalegur titringur flaugarinnar fylgdi og líkami hans sökk æ dýpra niður í beðinn. Klukkan var 9.07 eft ir Moskvutíma, Gagarín tók eftir því að hjartsláttur hans örvaðist mjög og andardrátt ur hans varð þyngri. Skyndi lega hvarf allur þrýstingur og likami hans varð þyngdar laus. Hann var kominn út fyr ir aðdráttarafl jarðar og á braut um hana. Júrí Gagarín er fyrsti mað urinn, sem getur lýst þyngd arleysi á ferð um jörðu. Stund arfjórðungi eftir að för hans hófst gat hann sent vísinda- mönnunum fyrstu kveðju sína: Mér líður vel og allt er með eðlilegum hætti. Var hann þá yfir Suður-Ameriku. Síðar lét hann aftur í sér heyra: Ég sé jörðina, útsýnið er gott og ég' heyri vel í ykk ur. Mér líður vel og öll tæki eru í lagi, geimfarið vinnur eins og til er ætlazt. Hann var yfir Afríku 53 mínútum síðar og lét þá enn í sér heyra. Tíu mínútum síðar var tími kominn til að fara að hugsa til lendingar, sem ef til vill var hættulegasti hluti ferðar innar. Bremsur flaugarinnar voru settar í gang, hinn mikli þrýstingur þyngdarinnar kom aftur í líkama hans, en ekk- ert gat hann gert næsta hálf tímann meðan flaugin hægði á sér. Svo tók hún að halda til jarðar. Hann lenti og það varð Þessar myndir af Gagarín voru teknar á Keflavíkurflug velli er hann kom hingað ár- iffi 1961 á leið sinni til Kúbu. Ljósm.: S.J. harður árekslur. Enn mátti hann svo bíða góða stund, þá voru dyrnar á hylkinu opnað ar og hann valt í arma vísinda manna og tæknifræðinga. Nýr kapítuli í mannkynssög unni hafði verið skrifaður". □ MIKIÐ var látið með Gagarín eftir hina vel heppnuðu geim för. Moskvuútvarpið kallaði hann Kólumbús geimferðar- aldar og eftír hann hafði hvílzt og gengizt undir lækn isskoðun að lokinni geimferð inni kom hann opinberlega fram í Moskvu og var þar á- kaft hylltur bæði af leiðtog um landsins og almenningi. Og eins og við hafði verið bú- izt var hann útnefndur Hetja Sovétríkjanna, sæmdur Len- ínorðunni og hækkaður í tign innan flughersins. Gagarín fór aldrei nema þessa einu geimferð, en bins vegar vann hann mikið við undirbúning geimferðaráætl- unar Sovétríkjanna, meðal annars við þjálfun annarra geimfara. Gagarín var við- mótsþýður maður í fram- göngu og vihsæll, og fyrstu mánuðina eftir geimferðina ferðaðist hann víða um tönd í auglýsingaskyni fyrir Sov- étríkin. Meðal annars kom hann hingað til lands sunnu daginn 23. júlí 1961 á leið Frh. á 10. síðu. $ 29. marz 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.