Alþýðublaðið - 05.04.1968, Side 1

Alþýðublaðið - 05.04.1968, Side 1
Föstudagur 5. apríl 1968 •— 49. árg. 63. tbl. Breytfngar á lögum um HúsnæðismáJastofnun n hækka um helming vísitölu Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðismálastofn- un ríkisins, þar sem mælt er svo fyrir að viðbót á húsnæðismálastjórnarlán á hverjum tíma skuli svara til helmings þeirrar hækkunar, sem orðið hefur á kaupgjaldsvísitölu á hverjum tíma. Er frumvarp þetta flutt í samræmi við yfirlýsingu þá, sem ríkis- stjórnin gaf út 16. marz s.l. í sambandi við gerð k j arasamninganna. Frumvarpið er í fimm grein- um og segir í fyrstu grein, að Hagstofa íslands skuli reilcna út vísitölu er sýni breytingar á dagvinnutír^akpupí fyrir al- menna verkamannavinnu í Reykjavík. Skal grunntími þess- arar vísitölu vera 1. febrúar 1968, en hún síðan reiknuð út ársfjórðungslega. Á ársgreiðsl- ur lána skal greiða hlutfallslega viðbót, sem svarar helmingi þeirrar hækkunar, er hverju sinni hefur orðið á kaupvísitölu frá útgáfu skuldabréfa og til 1. febrúar næst fyrir hverja árs- Leifcborg rís í Sfeinaligið Skólaæskan skemmtir á sumardaginn fyrsta í f]áröflunarskyni Barnavinafélagið Sumargjöf liefur nú hafið undirbúning að uppbyggingu geysistórs leik- svæðis í landi Steinahlíðar við Elliðaár og mun það verða op- ið almenningi yfir sumartím- ann. Verður þarna opið leik- svæði með ým;ss konar lelk- tækjum, Iokað leiksvæði, þar sem barna er gætt, opið ræktað svæði þar sem foreldrar geta verið með börnnm sínum, Ieik borg, sem verður eftirlíking af „alvöruborg" og loks veitinga- hús. Er þessi hugmynd alveg ný- komin fram og hafa borgaryfir- völd samþykkt hana fyrir sitt leyti. Engar framkvæmdir eru Iiafnar að undirbúningnum en munu hefjast von bráðar og á sumardaginn fyrsta verður fyrsta fjárins til þessara fram- kvæmda aflað. í þeirri fjáröflun mun skólaæska borgarinnar leggja fram stærstan skerf, en það eru skemmtiaíriði á skemmt- unum Sumargjafar, sem haldnar verða víða í borginni. Verða 2 —3 barnaskólar saman um þær í hverju hverfi. Stærsta skemmt- unin verður í Háskólabíói, en að henni standa allir gagnfræða- skólar borgarinnar og munu nemendur þar koma fram með úrvid atiiða, sem þeir sýndu á árshátíðum skólanna sem víð- ast eru nýafstaðnar. Verður Bessi Bjarnason leikari þeim til aðstoðar. Þá verða fóstrur með skemmtun fyrir yngstu börnin í Austurbæjarbíói. Vegna þess hve veður hefur oft reynzt slæm á sumardaginn fyrsta hefur nú verið horfið frá þvi ráði að hafa útihátíðarhöld önnur en skrúðgöngur, en þær verða farnar á 3—4 stöðum í borginni, svo framarlega sem veður leyfir. Unglingadansleikir verða haldn ir í Lidó þennan dag síðdegis fyrir unglinga 13 — 15 ára, en um kvöldið fyrir unglinga 16 ára og eldri, og standa allar vonir til þess að vinsælar unglingahljóm- sveitir muni slá af fjárkröfum sínum þennan dag og koma fram með svipuðu hugarfari og skóla- æskan, sem leggur fram sína vinnu endurgjaldslaust. Forráðamenn Sumargjafar t.jáðu fréttamönnum í gær að þarna yrði um mikið og kostnað- arsamt verkefni að ræða og erf- itt að segja hvenær því yrði að fullu lokið. Ánægjulegt yrði, ef fjáröflun og framkvæmdir gengju það vel, að Leikborg yrði tilbúin 1974, á hálfrar aldar af- mæli Sumargjafar. greiðslu. Þá' er í þessari grein einnig kveðið svo á, að heim- ild veðdeildar Landsbankans til að gefa út og selja skuldabréf skuli svara til heildarupphæðar lánveitinga Húsnæðismálastjóm- ar á hverjum tíma, en í gild- andi lögum er þessi upphæð bundin við 400 milljónir króna. I 2. gr. lagafrumvarpsins er gert ráð fyrir því að elliheim- ili fái heimild til að taka láh til bygginga leiguhúsnæðis með sama hætti og sveitarfélög og Ör- yrkjabandalag íslands hafa haft, og í 3. og 4. grein eru ákvæði til samræmingar við breytingar vísitöluákvæðanna í 1. gr. frum- varpsins. í 5. grein segir, að lög- in skuli þegar öðlast gildi. PÁSKAEGGIÐ í VERÐLAUN! Þetta matarmikla páskaegg gaf sælgætisverksmiðjan Freyja til þátttakenda í get- raun sém Alþýðublaðið efndi til. Við fórum á stúfana og spurðum 10 manns um vænt anleg úrrýjt í báðum leikjun um við Dani. Svörln eru á 3. síðu, og sá sem kemst næst því rétta, miðað við báða leikina, hlýtur þetta myndarlega páskaegg að launum. TiRlaga Páls Sigwrðssonar í bargarstférn: Ný yf irstjórn á heilbrigðismálum Stofnað verði Heilbrigðisráð Reykjavíkur og skal það taka við allri starfsemi að heilbrigðismálum á vegum borgarinnar, en þessi verkefni dreifast nú á þrjár fastanef'ndir auk borgarlæknisembættisins. Jafnframt verði embætti borgarlæknis eflt og deilda skiptingu komið þar á eftir málaflokkum. Þetta eru aðalatriði tillögu um nýskipan heilbrigðismála í Reykjavík, sem Páll Sigurðsson borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins flvtur, en tillaga þessi kom til um- ræðu í borgarstjórn í gærfevöldi. Tillaga Páls Sigurðssonar er á þessa leið: 1. Stefnt verði að því að sam- ræma allt starf, sem unnið er á vegum borgarinnar og borgarstofnana að heilbrigð- ismálum. og þau felld undir eina stjórn. 2. Stofna skal Heilbrigðismá'la- ráð Reykjavíkur og fer það í umboði borgarstjórnar með alla stjórn heilbrigðismála borgarinnar. 3. Verkefni Heilbrigðismála* ráðs Reykjavíkur eru: !■ i ' ) a. Stjórn og umsjón sjúkrahúsa og annarra stofnana borgar- innar, er annas'c vistun sjúkra og aldraðra. b. Stjórn og umsjón lieilsu- verndarstarfs, sem fram fer á vegum borgarinnar. e. Að sjá um að framfylgt sé lögum og reglugerðum um heilbrigðiseftirlit. d. Að hafa eftirlit með því starfi að heilbrigðismálum, er fram fer í borginni á vegum ein- staklinga og félagasamtaka. e. Að annast áætlanagerð á svið- um heilbrigðismála, svo sem um byggingu sjúki-ahúsa og annarra stofnana, er vista Frh. á bls. 14.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.