Alþýðublaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 4
; ■ •fllll>M>MfllMMfllllflf|llll||lll|||l||||IM|Íll||||IM(l|||U||||||||||||||||||||UIIIII(Mlllllllltll|l 1111II IffllUIUUfflUUUIf III tMff lllllf I Ullff lllf Itll III11111 U f I llf II11 If II llf f • >11M11II1111111 If f MM' I NANCY SINATRA OG BRÚÐGUMINN | Kaþólskum prestum fjölgar - guðfræðistúdentum fækkar □ í ársskýrslu Vatikansins segir að árið 1966 hafi kaþólikk ar verið 485 milljónir og hafi þeim fjölgað um 5,5 milljónir frá árinu 1964. Fjöldi kaþólskra presta var 351.624 árið 1966 og hafði þeim þá fjölgað um 5000 á tveimur árum. Guðfrœðistúdentum fækk aði aftur á móti á þessum tveim ur árum um 1100 og voru þeir 25.000 árið 1966. Heimspeki- stúdentum fækkaði um 200 á þessum tíma. Biskupsdæmi voru 1225 árið 1966 og hafði fjölgað um 13. Meðal annars sem fram kem ur í skýrslu Vatikansins er að páfi hélt hvorki meira né minna en 284 ræður á síðasta ári. eldrar hans, Beatrix prinsessa og Claus prins ýttu á undan sér milli snæviþakinno trjánna og þá var nú gaman að lifa, En amma gamla Júlíana drottning, vildi ekki verða eftirbátur ann arra í skíðaíþróttinni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en eitthvað virðist nú litli prins- inn tortrygginn á svipinn, þar sem hann horfir á ömmu sína bruna af stað. Nú hafa þær fregnir borizt frá Haag að Willem litli Alek- ander verði ekki einkabam nema til hausts, en þá fái hann systur eða bróður. „Falskur vinur er eins og skugginn. Meðan sólin skín og allt leikur í lyndi er ómögulegt að losna við hann en um leið og dimmir yfir hverfur hann sporlaust.” Kóngafólk í snjó □ Willem Alexander, verð- andi Hollandskonungur, er orð inn mesti myndarpiltur, enda er hann nú að verða ársgamall. Eins og hefðarfólki sæmir, fór hann í skíðaferð til Austurríkis fyrir skömmu, og stóð sig eins og hetja þótt ekki spreytti hann sig á skíðaíþróttinni í þetta skiptið. Aftur á móti fékk hann forkunnarfínan sleða, sem for R IDGESTONE □ Þegar nafn Nancy Sinatra er nefnt dett ur víst flestum aðeins ein Nancy í huga, sú í stígvélunum. En það er til önnur Nancy Sinatra og hún er enginn önnur en móðir stígvéluðu Nancy og fyrrverandi eiginkona Frank Sinatra. Nú er það af henni að frétta að hún hefur tek- ið hjónabandstilboði kvikmyndaframleiðandans Ross Hunter. Síðast þegar fréttist kvaðst hún þó ekki vilja gifta sig fyrr en öll börn hennar væru búin að koma sér vel fyrir, því að þeirra hamingja yrði að ganga fyrir hennar eigin ham ingju. Hér sjáum við hjónaefnin og ber ekki. á öðru en þau séu „yfirmáta ástfangin". HEYRT & m SEÐ Elísabet nægir □ Pilturinn á myndinni heit ir Sean og er sonur leikarans Erijol Flynn. Þessi mynd var tekin á Lundúnaflugvelli fyrjr nokkru og er unga síúlkan sem var í fylgd með Sean var spurð nafns vildi hún ekki láta það uppi en Sean svaraði ljósmynd urunum: „Kallið hana bara Elísabetu - það nægir“. □ En hvað’ hún er virðuleg þessi roskna dama á myndinni. Hver skyldi hún vera? Jú, á fjölum eins af le'ikhúsum Lund úna nefnist hún frú Artminst- er og á hcima í leikriiinu „Wice Child“, en utan leikhússins er hún engrin önnur en liann Alec Guiness. gandarískar jurtaætur, sem ekki hafa viljað setja dýrafitú inn fyrir sínar varir, geta nú á ný drukkið mjólk - mjólk, sem bragðast alveg eins og kúamjólk en er unnin úr jurtum. Hefur framleiðsla jurtamjólkurinnar farið vax- andi í Bandaríkjunum undan farið og er nú svo komið að (kúa) mjólkurframleiðendur eru orðnir alvarlega hræddir um að jurtamjólkin kunni að kippa stoðunum undan atvinnu vegi þeirra. í Ariznafylki er jurtamjólkursalan um 4% af allri mjólkursölu og jókst sal an þrefalt á síðasta ári. Fjölmargar drykkjategundir hafa verið framleiddar með það fyrir augum að koma í stað kúamjólkur, en jurtamjólk in er sú eina, sem virðist eiga framtíð fyrir sér. Ein aðalástæðan fyrir bví að eftirspurnin eftir jurtamjólk inni hefur orðið þetta mikil. og fer stöðugt vaxandi, er sú að jurtamjólkin er ódvrari en kúamjólkin. Jurtamjólkin hef ur einnig þann kost (sumir kalla það ef til vill ókost) að hún inniheldur mun færri hita einingar en kúamjólk, en hita einingar eru einn versti ó- vinur bandarískra liúsmæðra og þótt víðar væri leitað. Neyzla dýrafitu hefur minnk Jurtamjólk í stað kúamjólkur á sama tíma og smjörát hefur minnkað um 40%, þannig að þeir sem hneigjast að jurta- fitu taka jurtamjólkinni fegins hendi. að stórum í Bandaríkjunum á undanförnum árum og hefur smjörlíkisát aukizt um 60% í sambandi við framleiðslu jurtamjólkurinnar þarf ekki að óttast gerla að því er fram- leiðendur segja. Fitulaus þurr mjólk er leyst upp í vatni og jurtaolía og fleiri efni sett út í. Það verður að halda jurta mjólkinni vel kældri, bæði meðan á framleiðslu stend- ur og eftir að hún er komin í verzlanir. Jurtamjólkin á að geta geymzt í allt að þrjár vikur. Mjólkurframleiðendur í Banda ríkjunum eru þegar farnir að kvíða því, sem þessi þróun kann að hafa í för með sér. Að vísu þanna tvö af hverj um þremur rík.ium í Banda- ríkjanna framleiðslu og dreif ingu gervimjólkur. en óttast er að breyting geti orðið á þeim lögum. Framleiðslukostnaður mjólkur vex stöðugt og bænd urnir þurfa hærra verð fyrir afurðir sínar til þess áð íram leiðslan standi undir sér, og því bíða þeir kvíðafullir beirra ákvarðana sem landbúnaðar- yfirvöld llika í sambandi við framleiðslu jurtamjólkurinn- 4 5. apríl 1968 —■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.