Alþýðublaðið - 09.04.1968, Page 2

Alþýðublaðið - 09.04.1968, Page 2
Rltstjórar: Kristján Bersl Ólafsson (áb.) og BenedlKt Gröndal. Símar: 14900 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavífc. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — I lausasölu fcr. 7,00 eintakið--Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. ÍÞRÓTTIR INNANHÚSS Sigur íslenzba landsliðsins í handknattleik yfir Dönum á sunnudag var íþróttaunnendum mikið ánægjuefni. Þessar tvær þjóðir leiða oft saman hesta sína í ýmsum íþróttagreinum, eins og eðlilegt er ivegna mikils vinskap ar. í handknattleik bafai Danir á- vallt sigrað, síðast á laugardag, þar til í sunnudagsleiknum. Þessi íþróttaviðburður gefur til efni til að ræða stöðu inniíþrótta hér á landi. Til skamms tíma hef ur lítið orð farið af þessum leikj- um, þar eð lítið hefur verið um nægilega góð húsakynni. Á þessu hefur orðið nokkur breyting í stærstu byggðum, og kemur ár- angurinn fram í góðri frammi- stöðu í handknattleik og körfu- knattleik. Innanhússíþróttir eiga eðlilega að skipa veglegan sess á íslandi, þar sem stutt sumar og risjótt veðurfar hljóta að rýra aðstöðu útiíþrótta miðað við flest þau lönd, sem við keppum við. Þess vegna ætti 'að leggja mun meiri áherzlu á að bæta aðstöðu til inn anhússíþrótta víðs vegar um landið. Ekki er rétt að einskorða áhuga í þessum efnum við stjörnur og stórkappleiki. Verður að hugsa um gildi íþróttanna fyrir allan fjölda manns, og meta þær fyrst og fremst eftir því. Fer ekki á milli mála, að Íslendingum væri hollt að geta stundað meira af íþróttum að vetrarlagi, þegar hið langa og þunga skammdegi leggst á. Þarf íslenzka þjóðin að gera mikið átak til þess að auka mótstöðuafl fólksins gegn myrkri og drunga, bæta heilbrigði og efla þarmeð lífsgleði. Auk fleiri fullnægjandi húsa til að stunda fimleika, hand- og körfuknattleik og aðrar greinar, sem þurfa svipuð húsakynni, þarf að athuga aðrar greinar. Skauta- ís er mjög ótryggur á íslandi, þrátt fyrir langan vetur. Mundi sú ágæta íþrótt vakna 'af dvala, ef hér kæmu skautahús með til- búnum ís, og þúsundir manna njóta þess, leikmenn ekki síður en snillingar. íshockey gæti orðið ivinsæl íþrótt hér, ekki síður en meðal Vestur-íslendinga. Kúlu- spil á ís (curling) er einnig vin- sæl inni- og útiiþrótt í nágranna löndum, Skotlandi, Kanada og víðar. Af öðrum inniíþróttum, sem er- indi eiga til íslendinga, má nefna kúluspil (bowling), sem mundi reynast hressandi tilbreyting fyr ir marga fjölskyldu, sem lítið hreyfir sig á veturna. Er raunar merkilegt, hve mikið er reist af fínum danssölum og vínstúkum, meðan kúuspilsbrautir eru nær óþekktar. íþróttir eru alltaf til góðs, en íslendingar þurfa sérstaklega á að halda íþróttum innanhúss í skammdeginu, auk þess sem von andi færist meira líf í vetrarí- þróttir utanhúss. BYGGÐASÖFN Fyrir hálfum mánuði vék ég að því hér á þessum stað, að til væri álitlegur stofn að sjó minjasafni í landinu, en hann væri aðeins dreifður víðs veg ar um landið. Þjóðminjasafn íslands á að sjálfsögðu ílest muna af þessu tagi eða hefur umsjón með þeim, en sum byggðasöfnin búa einnig yfir ýmsu merkilegu og vera má að eitthvað sé líka til í einka eign- Væri þetta allt fært í einn stað væri þar komið ekki ómyndarlegt safn. Þetta getur gefið tilefni til að taka til meðferðar safnamál okkar íslendinga í heild og þá stefnu sem þar hefur verið fylgt. Þjóðminjasafn íslands var sett á fót fyrir rúmri öld og hefur verið reynt að gera það. að vísindalegu þjóðmenn- ingarsafni, safni sem gæti gef ið raungott yfirlit yfir íslenzka menningu fyrri tíma. Þetta hefur tekizt furðu vel, þótt bæði húsnæðisleysi og sjálf- sagt fjárskortur líka geri safn inu erfiðara um vik- Hins veg ar er það svo, að ýmislegt skortir á að Þjóðminjasafnið sé tæmandi um sum svið ís- lenzkrar þjóðmenningar; ýms- ir gripir, sem þar gælu fyllt upp í eyður í þá þjóðlífsmynd, sem safnið flytur mönnum, eru þar ekki til, en hins vegar finnst sumt af því dreift í byggðasöfnum úti á lands- byggðinni. Má þar nefna sem dæmi að Byggðasafn Vest- fjarða á ísafirði hefur í sinni vörzlu eitthvað af áhöldum tengdum sjósókn, sem ekki eru til í Þjóðminjasafninu. Nú gefur það auga leið að þessar glopour í Þjóðminja- safni gera ýmsum erfiðara um vik. Menn sem ætla til dæm- is að rannsaka fræðilega horf in vinnubrögð geta ekki látið sér nægja að koma í Þjóðminja safnið, heldur verða þeir að taka sér fyrir hendur tímafrék og kosínaðarsöm ferðalög til þess að skyggnast í byggða- söfn víðsvegar um land. Þetta vekur þá spurningu, hvort þróun byggðasafnanna hafi að öllu leyti verið okkur til góðs, hvort hún hafi ekki að ein- hverju leyti orðið til þess að dreifa kröftunum um of og komi niður á Þjóðminjasafn- inu, sem auðvitað er hið eina þessara safna sem hefur skil- yrði til að verða raunverulegt þjóðmenningarsafn. Vel má vera að ekki sé alls kostar sanngjarnt að setja byggðasöfnin upp sem einskon ar andstæðu Þjóðminjasafns- ins eða keppinauta þess. Trú- legt er að einmitt byggðasöfn KJALLARI in hafi orðið til þess að bjarga frá glötun einu og öðru, sem hefði týnzt úr sögunni hefði Þjóðminjasafnið verið eitt um hituna við björgunarstörfin- Þá má heldur ekki gleyma hinu að byggðasöfnin hafa kveikt í mörgum áhuga á forn minjum og þar hafa margir lagt hönd á plóginn og unniö óeigingjarnt starf að eflingu þeirra. Hins vegar verður að gæta þess að dreifa ekki kröft unum of mikið og fjölda byggðasafnanna verður að setja talsvert ströng takmörk. Það er tvímælalaust betra að hafa söfnin færri og fullkomn ari heldur en vera með lítil- fjörlegar byggðasafnsnefnur £ hverjum hreppi, eins og um skeið leit út fyrir að ætlaði að verða. Og byggðasöfnin verða lxka að hafa góða sam- vinnu við Þjóðminjasafnið og jafnvel leggja á sig einhverj ar fórnir til þess að það geti orðið sem fullkomnast- KB. VIÐ Míf— 111111 Hvenær er mæSiríBin fullur? SÉRHVERT blað sem ástund- ar eitthvert siðferði lítur á það sem skyldu sína að hlú að gömlum stuðningsmönnum, að minnsta kosti hlýtur það að vera krafa númer eitt af þeirra hálfu að á þá sé ekki ráðizt í þeirra eigin málgagni. Nú hef ur það skeð að Alþýðublaðið hefur birt svæsna árás á gaml an félaga, Elínborgu Lárusdótt ur, rithöfund. Sá sem stendur fyrir þessari aðför er að sjálf sögðu hinn mikli Alvitur í ís- lenzkri bókmenntagagnrýni, ÓI afur Jónsson. ÓJafi fannst það mikil goðgá að Elinborg og Jón Björnsson skyldu hækkuð um set við úthlutun listamanna- launa í vetur. Nú er það al- kunna að ritverk Elínborgar um horfnar kynslóðir, sem hófst með bókínni, Sói í há- degisstað, nýtur álits allra bók menntaunnenda. Og að bera saman verk Jóns Björnssonar og sumra þeirra „snillinga“, sem Ólafur telur í flokki út- valdra, hygg ég að gæti ekki endað nema á einn veg. Þar eð það er staðreynd sem hvorki Ólafur né aðrir geta umflúið að sögulegar skáldsögur Jóns njóta mikillar hvlli. En höfuð- gallinn við bæði Elínborgu og Jón er vitaskuld sá að þau hafa ekki tekíð unp þann sið að skrifa úndir einhvers áróð ursplögg kommúnista til að fá gott veður í hinum íslenzka bókmenntaheimi. — En bezt kemur Ólafur Jóns son upp um illkvittni sína í garð Iýðræðissinnaðra rithöf- unda í síðasta hefti Samvinn- unnar. Þar var lionum falið að rita nöfn fimm markverðustu ritverka frá árinu 1967. Og tókst honum að gera það án þess að minnast eínu auka teknu orði á skáldsögu Guðmundar G. Hagalíns Márus í Valshamri, sem að allra dómi jafnvel kommúnista er ein bezta skáld saga Hagalíns. Árás Ólafs á “* Hagalín er að því leytinu harð ari og illskeyttari en níð hans um Elínborgu og Jón Björns- son, þar sem Hagalín er einn hlezti talsmaður sósíaldemó- krata og hefur Iagt geysimikið af mörkum í Alþýðublaðið. Mér verður á að spyrja, hvenær er mælirinn fullur, Benedikt? Hilmar Jónsson. ^2 9. apríl 1968. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.