Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.04.1968, Blaðsíða 4
SORAYA fyrrverandi keisara- frú spreytti sig fyrir nokkr- um árum á‘ kvikmyndaleik og nú hafa borizt fregnir af því að hún muni innan skamms syngja inn á hljómplötu hjá frönsku hljómplötufyrirtæki. Veitir henni ekki af að vekja á sér svolitla athygli nú, því að að- alkeppinautur hennar í sam- kvæmislífi meginlandsins Ira Fúrstenberg prinsessa, virðist standa sig betur- Síðasti eigin maður hennar glaumgosinn Baby Pignatari yfirgaf Iru fyrir nokkru, og nú hefur hún lýst þvi yfir að hún sé mikið gefin fyrir daður. Er hún c-kki feimin við að sýna það í verki, því að fyrir skömmu var hún bendluð við hjónabandserjur ítalsks milljónera. Annars er það hann Maximilian Sehell, | sem aðallega snýst í kringum hana nú, en hann var áður tryggur fylgisveinn Sorayu, svo að það er engu líkara en prinsessur séu sérgrein hans. Soraya. Ira. HEYRT& SÉD Keppi- nautar KAPPAKST URSHET JA FÓRST í BÍLSLYSI Kappaksturshetjan Jim Clark beið bana á sunnudaginn er (hann missli stjórn á Lótus- kappakstursbíl sínum á beygju á Hockenheimbrautinn við Stuttgart- Þetta mun hafa ver ið í fyrsta sina, sem Clark ók á kappakstursbrautinni. Var hann á '280 km hraða í beygju er hann missti stjórn á bíl sínum og segja sjónar- vottar bílinn hafa farið 3 til 4 vellur áður en hann lenti á tré og mun Clark hafa látizt samstundis. — Jim Clark var fæddur í Skotlandi og rak bar stórbúgarð, þangað til hann neyddist til að flytjast búferl um til Parísar og Sviss sök- um mikilla skatta heima fyr ir. Árið 1960 komu útsendar- ar Fordverksmiðjanna auga á aksturshæfni hans og var hann þegar ráðinn til að aka hinum nýbyggða Lótuskapp- akstursbíl verksmiðjanna og hefur Clark unnið alla sína sigra á honum. 1963 og aftur 1965 varð Clark heimsmeistari og fyrir aðeins 3 mánuðum síð an vann hann 25- Grand Prix verðlaun sín. ÞAÐFÆSTÍ | VEITINGASKÁLANUM GEITHÁLSI I -K Ný stjarna fæð/sf Mæðgurnar Judy og Liza í sjónvarpsþætti. Liza, dóttir Judy Garland ætlar að feta i fótspor móður sinnar íslenzkir sjónvarpsáhorfend ur minnast margir kvikmynd arinnar „Stjarna fæðist“, sem sýnd var fyrir skömmu. Þar leikur Judy Garland aðalhlut verkið, sjálfa stjörnuna. Ferli stjörnunnar, sem Judy leik- ur svipar mjög til ferils henn ar sjálfrar, en þar hafa löng um skipzt á skin og skúrir. Ýmist hefur hún staðið í sviðs- ljósinu, dáð og allt hefur leikið í lyndi, eða hún hefur verið á taugahælum og sjúkrahúsum, illa haldin af þreytu og neyzlu sterkra lyfja. Liza, dóttir Judy Garland, var ekki nema tveggja ára þegar hún fyrst varð að sjá af móður sinni inn fyrir dyr taugahælis. Þegar hún fór að vitkast hét hún því að aldrei skyldi hún sjálf „troða upp“, því að áheyrendur væru eins og grimm dýr. Ýmist gengi ekki að feta í fótspor móðui sinnar. En hvað gerist? Nú er Liza orðin tvítug og sviðsljós frægs næturklúbbs í New York beinast að henni. Hún hefur þegar komið fram á Broadway og Olymþía- hljómleikasalnum í París og svo hefur hún leikið í kvik- mynd sem nefnist „Charlie Bubbles“. Örlög móður henn ar virðast ekki lengur hræða hana- Það er ekki gott að segja hvenær Lizu snerist hugur, en fyrsta skref hennar á þess ari braut var stigið sumarið 1964, er hún sótti um að fá hlutverk í söngleiknum „Flora the red menace“, sem sýna átti á Broadway. Það gekk þó ekki — Liza var of ung. Árið eftir kynntist móðir hennar ungum áströlskum verða tengdasonur hennar. Framan af gekk þó ekki allt of vel að koma honum og Lizu saman, en það tókst að lokum og þau opinberuðu trúlofun sína. Skömmu síðar kom Liza fram í sjónvarps- þætti ásamt móður sinni og þær vöktu geysi hrifningu. Nú voru Lizu allar götur greiðar og Broadway leikhús ið sem Liza hafði reynt að fá hlutverk hjá árið áður vildi nú endilega fá hana — og Liza tók boðinu. Hún fékk ótal tilboð frá næturklúbb- um og henni var boðið til Evrópu- Þegar hún söng í Olympía-hljómleikasalnum í París fann hún að hún hafði sigrað. Hún lauk söngnum með laginu „I will come back“ (Ég kem aftur), laginu sem afi hennar samdi og gerði frægt og mamma henn ar söng síðar. Áheyrendur ætluðu aldrei að hætta að klappa og hún varð að koma fram aftur og aftur. Þrátt fyrir vinsældir beat-tónlistaf hafði henni tekizt að sigra á gamla laginu hans afa henn- ar. Liza, sem eitt sinn var á- kveðin í að feta ekki í fót- spor móður sinnar, lenda ekki í skemmtanavélinni, eins og hún kallaði það og láta ekki miskunnarlausa áheyr- endur eyðileggja líf sitt — nú hefur hún ákveðið að taka upp merki móður sinnar og afa, syngja og sigra- í fyrravor giftist Liza unn usta sínum, Peter Allen. Þau búa í New York og nafnið Liza Minelli (Minelli var ann ar maður Judy Garland) þekkja nú æ fleiri. Liza og eig'inmaðurinn, Peter AUen. aðdáun þeirra allt of langt söngvara, Peter Allen og eða þeir rifu söngvarana í sig varð svo hrifin af piltinum af grimmd- Nei, hún ætlaði að hún ákvað að hann skyldi B RIDGESTONE * 4 9. apríl 1968. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.