Alþýðublaðið - 09.04.1968, Síða 5
Laugarásbíó. Japönsk. Leik-
stjórn og handrit: Kaneto
Shindo. Kvikmyndun: Kiyomi
Kuroda. Tónlist: Mitsu Hay-
ashi 105 mín.
*****
Ávallt býr einhver sérstak
ur þokki, eitthvert magnað og
iþrúgandi andrúmsloft, yfir
japönskum kvikmyndum,
Þessu höfum við nokkrum sinn
um átt kost á að kynnast, eink
um í Laugarásbíói- Japanir eru
gjarnir á að sæjtja,, efnivið
sinn nokkrar aldir aftur í tím
ann, þegar borgarstyrjaldir
geisuðu, öllu var spillt og þjóð
in svalt, meðan samurajar og
þeirra leiguliðar herjuðu.
Þessir hroðalegu atburðir
eru einmitt bakgrunnur þess-
arar kvikmyndar. Tvær konur,
önnur miðaldra, hin yngri,
enda tengdadóttir hennar, búa
saman í kofa í afskekktu fenja
héraði. Þær draga fram lífið
með því að gera liðhlaupum
fyrirsát, myrða þá og fletta þá
klæðum, sem þær síðan selja.
Líkunum henda þær í djúþa
gröf- Dag nokkurn ber mann
að garði og hefur sá verið í
hernaði með eiginmanni tengda
dótturinnar. Hann segir mann
þánn vera fallinn. Hachi heit-
ir þessi maður og verður óðár
ástfanginn af tengdadótturinni,
sem síðan lætur undan ást.
leltni hans. Vakriar þá hjá eldri
konunni hin ofsalega afbrýði
semi, sem, þegar til lengdar
lætur, getur ekki endað nema
á einn veg.
Ekki hef ég áður kynnzt
verkum Kaneto Shindo, en það
er Ijóst af þessari mynd, að
maðurinn er hæfileikum gædd
ur. Shindo gerði Börn Híró-
shíma, sem fræg er, og Nöktu
eyjuna, mynd um fátæklegt og
einfalt líf manna á lítilli eyju,
þar sem ekki er sagt eiu ein
asta orð-
Svo aftur sé vikið að Oni-
baba, má segja, að hún verði
eftirminnileg kvikmynd, enda
vel til hennar vandað í alla
staði. Myndbygging er í heild
góð og kvikmyndun sömuleið
is, en of mikið gert úr gras
nærmyndum, þó út af fyrir sig
sé það afskaplega myndrænt
mótíf. Þá er tónlist sérkenni-
leg, en mögnuð og áhrifarik.
Það er oft talað um, að ekki
þýði að bjóða almenningi uppá
kvikmyndir, er teljast Ml lista
verka. Þær myndir, sem kalla
mætti vandaðri og betri kvik
myndir, er sýndar hafa verið
hér að undanförnu, hafa allar
hlotið töluverða aðsókn og
þarf ekki annað en benda á
eitthvert frumlegasta og eft.
irtektarverðasta kvikmynda-
verk, sem komið hefur frá Svi-
um hin síðustu ár því til stað
festingar, en hér er vitaskuld
átt við mynd Sjömans í Stjörnu
bíói.
Laugarásbíó hefur að líkind
um gert sér ljósa þessa stað-
reynd, því þar mun á næst-
unni gefa að líta Maður og
kona eftir Claude Lelouch,
gullverðlaunuð í Cannes, og
Mamma Roma efhr ítalann
Pier Paolo Pasolini, en þeirra
verður að sjálfsögðu getið
nánar, þegar þar að kemur.
Sigurður Jón Ólafsson.
SÖNGUR OG AFTUR SÖNGUR
STÚLKAN MEÐ REGNHLÍF-
ARNAR. — Austurbæjarbíó.
Les des Cherbourg. Frönsk ó-
perettu-kvikmynd frá 1964. Leik
stjórn og handrit: Jacques
Demy. Tónlist: Michel Legrand.
Sviðsskreyting: Bernard Even.
Jacques Demy heldur áfram
að segja einfalda og hversdags
lega ástarsögu, en í þetta sinn
kveður nokkuð við nýjan tón,
hvað ytri gerð snertir. Að
þessu sinni er hver einasti
texti sunginn, svoleiðis að
kalla mætti mynd þessa hreina
og beina óperettukvikmynd.
Þetta er, eftir því, sem ég
bezt veit, alger nýjung í kvik-
myndalistinni, nýjung, sem
mættj taka til gaumgæfilegrar
athugunar og gera tilraunir með
þegar fram líða stundir, þó
ekki hafi vel lukkazt í fyrsta
sinni.
Hvað um það. Sum atriði
myndarinnar njóta sín þó dá-
vel í þessari umgerð, en mynd
in er annars yfir höfuð væmin
og á stundum ofdramatíseruð.
Ánnað vegur upp á móti: ynd
isleg tónlist Michel Legrand og
yfirlætislausar og hljóðlátar
hreyfingar myndavélarinnar.
Framhald á bls. 14.
ODDUR A. SIGURJÓNSSON:
ísienzkum fræðum
„ísavor" í
Heldur tekur nú að gnauða
svalt um tinda íslenzkra fræða.
Tvær höfuðkempur til vopna
sinna, Benedikt frá Hofteigi og
próf. Þórhallur Vilmundarson
ryðjast fast um að bylta til forn
um, hefðbundnum kenningum
um okkar fyrri fræði. Fer þó
víðs fjarri, að báðir séu „eins
herýar“. Verður ekki sagt, að
ráðizt sé og hafi verið á hina
lægstu garða er báðir herja á
svið elztu sagna um landnám
s.s. Benedikt með sinni ,,ís-
löndu” og síðast á Snorra sem
höfund Heimskringlu og svo
prófessorinn með sín náttúru-
nöfn.
Frá leikmanns sjónarhóli er
engu líkara en andi hafi yfir
báða komið og varnað þeim
þeirrar hógværu þagnar, sem
lengi hefir þótt hlýða, að sveipa
inn rannsóknir hérlendra fræða,
af hálfu þeirra, sem lærðastir
teljast hér í þeim efnum. Skal
þetta, að vísu ekki lastað.
Hinsvegar er torvelt venju-
legum mönnum að sjá, hvaða til
gangi þjónar að bera fram
meira og minna hugaróra, sem
breytzt hafa, að því er virðist,
í einskonar þráhyggju, í nafni
fræða og vísinda. Það skyldi þá
vera helzt gagnlegt til að vekja
athygli á persónunum, og má
vera furðu öfundlaust. Það, sem
vekur athygli við fyrstu sýn,
er furðu náinn skyldleiki um
málflutning. Er þá fyrst. að'
geta þess, sem efst liggur, að
sameiginlegt virðist vera, að
kaldhamra fram „rök”, sem
stutt gætu hugdetturnar en
sneiða, misjafnlega fimlega, hjá
gagnrökum. Eru þá ekki spöruð
spor til að ganga krókinn, og
er báðum ljóst, að hann er oft
betri en keldan. Annað er svo,
að leitast við að rífa til grunna
það, sem var og ganga ógrun-
samlega að verki. Er raunar
hressilega gert að láta saman
fara karl og kýl og rekja allt
fatið upp. En deila má vissu
lega um framlagða hæfni til að
prjóna fatið á nýjan leik. Ekki
hefi ég séð né heyrt um við
horf próf. Þórhalls til „vísinda“
Benedikts, en Benedikt hefur
nýlega kvatt sér hljóðs (í Tím-
anum) um kenningar Þórhalls og
er ekki sérlega myrkur í máli
um fánýti þeirra. Ekki er fjarri
lagi, að álíta, að hér gæti syip
aðra viðhorfa og alkunnugt var
um förumenn fyrri tíma, og er
mér enn í barnsminni orðbragð
sumra, hvors um annan, þegar
hinn heyrði ekki til. Nú er þess
að geta, að margir förumenn
tóku skreppu og staf, vegna
þess að þeir samþýddust ekki
sveitar- eða héraðsbrag í heima
byggð, án þess að þeir væru
þessvegna miður starfhæfir, ef
hugur þeirra liefði staðið til
þeirra kosta, sem þá var völ og ,
þar. Hitt varð þeim flestum sam1
eiginlegt grafskrift, að þar væru
furðufuglar á ferð í lifandi
lifi og er líklegt að pnn muni!
eima eftir af því viðhorfi +'l'
j
þeirra, sem binda baeya
öðrum hnútum en samferða-!
mennirnir.
Hér er engin löngun til að
staðhæfa, að viðleitni til gaum
Framhald á. 7. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ $
9. apríl 1968. —