Alþýðublaðið - 09.04.1968, Side 9

Alþýðublaðið - 09.04.1968, Side 9
ari ákvæði um starfsemi stofn- unarinnar, ef þurfa þykir, þ.á. m. um skipting hennar í deild- ir. 8. grein. Lög þessi öðlast þeg- ar gildi.” Handritastofnunin tók form- lega til starfa haustið 1962, hinn lsta nóvember þegar henni var sett stjórn og forstöðumað- ur. Auk þriggja embættis- manna sem getið er í lögunum skipuðu stjórnina prófessorarnir Ármann Snævarr, Halldór Hall- dórsson og Hreinn Benediktsson, en forstöðumaður stofnunarinn- ar, Einar Ól. Sveinsson, var jafnframt formaður stjórnar. Starfsmenn stofnunarinnar voru ráðnir þá um veturinn og á næsta ári, tveir sérfræðingar og þrír styr.kþegar. í upphafi var ætlun- in að Handritastofnun væri til húsa á Landsbókasafni, en brátt kom á daginn að húsakynni voru þar alltof lítil. Var því hafinn undirbúningur að húsbyggingu yfir stofnunina. Háskólinn hét henni lóð, og var byggingin síð- an ákveðin með samþykkt Al- þingis 1964 og veittar 10 millj- ónir króna til hennar á' fjárlög- um. Er húsið nú innan.tíðar fok- helt og á að verða tilbúið til notkunar á næsta ári. Handritastofnun tók sem fyrr segir við útgáfusíarfi handrita- nefndar háskólans sem gefið hafði út þrjú rit á árunum 1956 — 1960. Rit þau sem Handrita- stofnun gefur út skiptast í þrjá flokka: Rit Handritastofnunar íslands, vísindaleg textaútgáfa í málfræði, sögu, bókmenntum o. s. frv.; komin eru tvö bindi í flokknum. Riddarasögur, vís- indaleg textaútgáfa; tvö bindi komin í flokknum. íslenzk hand- rit, ljósprentun handrita af hverju tagi sem er; komin eru tvö bindi I tvíblöðungaflokki, eitt í fjórblöðungaflokki, tvö í áttblöðungaflokki. Á þessu ári og næsta eru væntanleg fjögur ný bindi af Ritum Handritastofn- unar íslands, en tvö í flokknum íslenzk handrit; á þessu ári hefst útgáfa rímnasafns, og fleiri rit eru í undirbúningi á veg- um stofnunarinnar. En þegar textaútgáfa er komin nokkuð á veg verður hafinn nýr flokk- ' ur, rannsóknir í hvers konar íslenzkum fræðum. s bókasafni var alltof þröngt um hana, og virtist glöggt að alltof langt væri að bíða fyrirhugaðr- ar sameiningar Landsbókasafns og Háskólabókasafns í nýju safn- húsi sem kæmist vart upp fyrr en að 10—15 árum liðnum. Því virtist! ekki annað til ráða en byggja sérstakt hús fyrir stofn- unina og vár það samþykkt í stjórninni sem kaus tvo menn, Halldór Halldórsson og Einar Ól. Sveinsson, til að undirbúa mál- ið af sinni hálfu, láta gera íeikn- ingar, kanna staðarval o.s.frv. Eftir að húsbyggingin var ráðin og ákveðið að húsið yrði til sam- eiginlegra nota háskólans og Handritastofnunar var skipuð byggingamefnd, í henni sátu tveir menn af hálfu Handrita- stofnunar, Valgarð Thoroddsen og Einar ÓI. Sveinsson, tveir af hálfu háskólans, Valgarður Björnsson og Svavar Pálsson, en formaður nefndarinnar er Jóhannes Nordal, tilnefndur af ríkisstjóminni; til ráðuneytis fulltrúum Handritastofnunarinn- ar í byggingarnefnd voru enn- fremur kosnir þeir prófessor- arnir Halldór Halldórsson og Magnús Már Lárusson. Þá virtist bæði mér og öðmm að þetta væri rétta leiðin til að ráða fram úr húsnæðismálinu. En vita- skuld er húsbyggingin bundin við upphæð fjárveitingarinnar, sem breytist ekki nema sem svarar verðlagshækkun, og ekki hægt að gera fyrir hana allt sem mann kann að langa til að gera. Um það hefur stundum verið rætt hvort þetta húsnæði ætti að vera til langframa, eða hvort það ætti aðeins að nægja t. d. þang- að til hið sameiginlegá safnhús kæmist upp. Þá hef ég jafnan svarað að þetta sé málefní fram- tíðarinnar. Það er ekki hægt að áætla nálcvæmlega langt fram í tímann þarfir stofnunarinnar, tíminn mun skera úr um þær, og seinni menn ráða fram úr sín- um þörfum. —Ég vil leggja á það áherzlu að um allt þetta hefur vérið hin bezta samvinna í stjórn Hand- ritastofnunar, með stofnuninni og háskólanum annars vegar, menntamálaráðuneyti hins veg- ar. Prófessor Hreinn Benedikts- son hefur verið velmetinn og áhrifamikill samstarfsmaður að öllum þessum málum og mikið tillit tekið til skoðana hans. En ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurntíma hreyft á- greiningi, hvorki í stjórn Hand- ritastofnunar né í heimspeki- deild, um nein meginatriði í skipulagi stofnunarinnar. ' tjórn Handritastofnunar starfaði mikið veturinn 1962— 63, sagði Einar Ól. Sveinsson, og henni smábættust starfs- menn. Starf stofnunarinnar var þó engan veginn .komið á rek- spöl fyrr en á miðju ári 1963, og fer því fjarri að í vetur hafi verið um nein sérstök tímamót að ræða í stofnuninni. Eitthvert fyrsta verkefnið sem stjórnin hlaut að fást við var húsnæðis- mál stofnunarinnar. í Lands- V erk Handritastofnunar eru ekkj einskorðuð við útgáfustarf hennar, sagði Einar Ól. Sveins- son ennfremur. — Við höfum fengið nokkurn styrk frá Unesco, menningar- mfálastofnun Sameinuðu þjóð- anna, til að láta skrá íslenzk handrit í öðrum löndum, utart Framhald á 14. síðu Sófasett - raðsett Svefnsófar, símabekkir. Góðir greiðsluskilmálar. Ennfremur viðgerðir og klæðningar á eldri hús- gögnum. TIL FERMINGARGJAFA RADIONETTE viðtæki, verð frá kr. 5970,— RADIONETTE útvarpsfónar. TELEFUNKEN segulbönd, viðtæki og plötuspilarar. AIWA segulbandstæki gerð fyrir rafhlöður og 220 v straum verð frá kr. 3.835.— Monarch plötuspilarar, verð kr. 2665.—• DENON plötuspilarar, verð frá kr, 1712.—• RADIONETTE plötuspilarar, verð frá kr. 1712,— RADIONETTE, TELEFUNKEN, STANDARD, AIWA, SONY, SHARP, RAÐIOMATIC, EDI og CAROLINE ferða- viðtæki, verð frá kr. 695.—• RONSON hárþurkur, verð frá kr. 1145.— ADAX og ISMET hárþurrkuhjálmar. Laugavegi 47. RATSJÁHF. Sími 11575. SÖLUSTARF í BÍLADEILD Viljum ráða sölumann í bíladeild sem fyrst. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af bílasölu, séu vanir enskum bréfaskriftum og hafi ánægju af sölu- mennsku. Glæsileg vinnuaðstaða og góð laun í boði. Nánari upplýsingar (ekki í síma) veitir starfsmannastjóri S.Í.S. Gunnar Grímsson, Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Starfsmannahald S.Í.S. Útvarpsloftnet - Sjónvarpsloftnet og allt sem til uppsetningar þarf. Útvarpsloftnet fyrir BÍLA í miklu úrvali. Magnarar á sjónvarpsloftnet fjölbýlishúsa. LOFTNETABÖÐIN Veltusundi 1. Sími: 18722. KAUPUM HREINAR LÉREFTSTUSKUR PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS 9. apríl 1968. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.