Alþýðublaðið - 09.04.1968, Side 15

Alþýðublaðið - 09.04.1968, Side 15
— En frænka þín? — Það verður erfitt að biðja hana um að flytja, því að hún býr til matinn og sér um hús- ið. Hún kom til að hjálpa okkur, þegar mamma veiktist og síðan hefur hún verið. Hún hefur held- ur ekki neinn stað að fara á. — Það er víst rétt, Nelly, andvarpaði Jim. — í>etta verður erfiðara en ég bjóst við. En þú getur, þó ekki talið mér trú um að einkaritari föður þíns neiti að fara? Melita hristi höfuðið. — Adela er ekkj venjulegur einkaritari. Pabbi réði hana meðan hinn einkaritarinn hans var í sumar- fríi og Adela hefur verið hjá okkur síðan. Hún er mjög dug- leg. — Ég veit það, cagði Jim. — Er Peter Bull kannski einn sem ekki vill fara? Melita hló. Þar hafði Jim hitt naglann á höfuðið. — Ég get ekki hent honum út, Jim. Ég sagði honum í dag að hann yrði að fara eins og allir hinir og hann leit út eins og ég hefði slegið hann utan undir. — Eftir því sem ég man bezt kom liann vegna þess að pabbi þinn ók ógætilega, sagði Jim Thurlow mjög hugsandi á svip- inn. — Já. Hann olli því að vöru- bíli Peters valt og hann fót- brotnaði. Við fórum með hann heim, Því að það var vont veður og erfitt að fá sjúkrabíl og hann hefur verið hérna síðan. — Ef þú vilt ekki missa þetta tækifæri, Melly, verður þú ann- að hvort að tala við þau eða láta mig sjá um það. — Ég veit það, sagði hún þreytulega. — Hvers vegna viltu ekki selja, Melly? Er það kannski þín leið til að segja mér, að þú viljir ekki giftast mér? — Nei, flýtti hún sér að segja, — en ég held að ég vilji gera hvað sem er til að losna við að selja Mill húsið. Hann brosti blíðlega. — En þú getur ekkert annað gert. Hvar heldurðu að þú fyndir annan ríkan kaupanda? Láttu hann fá húsið, vina mín. Það er það eina rétta. — Ef þú heldur að svo sé, Jim, hvíslaði hún, — en hvers vegna ertu viss um að hann komi aftur? — Ég hef verið fasteignasali nægilega lengi til að vita mun- inn á' þeim sem koma og vilja kaupa hús og þeim sem eru bara að skoða, sagði Jim öruggur. — Hann kemur aftur. Því er þér óhætt að treysta. ANNAR KAFLI. Melita hjólaði heim. Hún óskaði þess að hún hefði ekki farið til Jims. Efíir bónorð hans gátu þau ekki verið vinir leng- ur. En hún hafði verið svo óró- leg og þráð að tala við hann. Þetta var allt henni að kenna, hann hafði bara beðið hennar vegna þess, að hún var svo æst og hann langaði til að hjálpa henni og hefði ekki komið neitt annað til hugar. Hann vissi að það var kauþandi að Mill-hús- inu og nú yrði hún að flyija. Hún hugsaði um Laureen tvíburasystur sína og hvernig hún hafði brugðizt við þessu. Hún hefði sennilega brosað sínu leiftrándi brosi, selt Mill húsið á stundinni og faðmað Jim að sér. Hún vissi ekki hvað á- byrgðartilfinning var. Hvers vegna hefði hún líka átt að vita það? hugsaði Melita. Hún hafði alltaf fengið allt. Það var ekki annað hægt en að gefa henni það bezta, sem fannst. — Henni fannst lífið erfitt, en það var bara vegna þess að það var hcnnar eðli að berjast og þrjózk- ast á móti. Hún vildi engar treytingar, henni þótti vænt um gamla húsið og það fólk, sem hún þekkti .... Nú sá hún rauða þakið á Mill- liúsinu milli trjánna þegar hún hjólaði eftir stígnum sem lá að húsinu. Þegar hún minntist söl- unnar steig hún af hjólinu og virti húsið fyrir sér. Það var mjög fallegt. — Þú sést ekki oft horfa á heimili þitt, sagði Felix frændi við hlið hennar. — Mér finnst ég mega til með að gera það í dag, svaraði hún. Það er viss á'stæða fyrir því, en komdu með mér inn, við skulum tala við Klöru frænku. — Ég má ekki vera að því, sagði hann hræddur. — Petsr er að reyna að gera við sláttuvél- ina. — Biddu hann að koma inn, Felix frændi, meðan ég leita að Adelu. Felix Milward varð enn skelfd- ari en hann fór orðalaust að leita að Peter Bull. Frænka Melitu, frú Bayfield, sat í dagstofunni en þar var hún vön að hvíla sig eftir vinn- una. — Hvað er að vina mín? spurði frú Bayfield, þegar Melita kom inn í dagstofuna, — Ekkert, Klara frænka, það er bara .... — Ætlarðu nú að henda okk- ur út? épurði Adela um leið og hún kom inn í stofuna. — Nei, nei, ekki beint, sagði Melita, — hins vegar getur þetta ekki gengið svona lengur. Það vitið þið líka, það er maður, sem vill kaupa Miíl-húsið, hann hef- ur séð það' og honum leizt vel á það og mér finnst að við eigum að selja. Það sagði enginn neitt um stund, svo tók Peter Bull til máls: — Við eigum ekki húsið. Þú verður að gera það sem þú vilt, þú og systir þín. Hvað ætli hún segi við þessu? — Hún getur ekkert sagt og ég veit ekki hvar hún er, sagði Melita. — En við vitum öll að hún hefur ekkert á móti því að selja húsið. — Hvað finnst Thurlow? spurði Felix. — Hann vill að ég selji, — frændi, — sagði hún, yppti öxl- um og bætti við: — Ég vil gjarn- an eiga húsið og breytg því í pensjónat. Ég hélt að það væri góð hugmynd. Þið hefðuð getað lá'tizt vera starfsfólkið..... Hún þagnaði þegar hún skildi að þessi uppástunga myndi al- drei henta þeim, en sér til mik- illar undrunar sá hún að þau Ijómuðu öll. — Þetta er stórkostleg hug- mynd! sagði Adela Paxton. — Já, sagði frú Bayfield. — Ég gæti verið eldabuska, Felix garðyrkjumaðurinn og Peter þúsund þjala smiðurinn. — En það væri ekki til neins, sagði Melita. — Jim segir að við getum ekki lagt í svo óvisst fyr- irtæki. Við verðum að selja fyrst við höfum fengið kaupanda. — En vandinn er kannski leystur samt, sagði Adela Pax- ton. — Við gætum kannski verið hér sem starfsfólk þegar nýi eigandinn tekur við. Það gæti meira að segja auðveldað söl- una, Melly. En hvað verður um þig? — Það er ekki erfitt að geta sér þess til, sagðj frænka henn- ar og brosti glaðlega. — Ef mér skjátlast ekki þeim mun meira, ætlar Jim Thurlow að sjá um Melly. Um leið hringdi síminn, Það var Jim Thurlow, sem sagði henni, að Simon Alridge ætlaði að koma og líta á Mill-húsið. Handritastofnun Framhald af 1- síðu ið meiri undrun og vakið meiri sárindi í sparnaðarráðstöfun- um en nðurfeliing prestsemb- ættisins í Kaupmannahöfn og væri ljóst eftir þá reynslu sem af starfinu hefði fengizt að þessi ráðstöfun kæmi mjög illa við fjölmarga einst.ak- linga- Þarna væri um að ræða nýjan þátt í starfsemi kirkj- unnar, sem hefði þurft að vera tekinn upp fyrir löngu- í Dan ALLTAF FJÖLCAR VOIKSWAGEH Volkswagen varahlutir tryggia Volkswagen gæði: Slmi 21240 HEKLA hf .augavegi 110-172 mörku dveldust að staðaldri mjög margir Islendingar, og auk þess væri mikið um að íslenzkir sjúklingar færu þangað til sjúkrahúsdvalar og hefði starf íslenzka prestsins í Kaupmannahöfn að verulegu leyti orðið margháttuð aðstoð við þessa sjúklinga og aðstand endur þeirra. Væri sérstaklega tilfinnanlegt ef þessi þáttur starfsins félli niður. Á fjárlögum fyrir yfirstand- andi ár voru veittar 360 þús- und krónur til prestsembætt isins í Kaupmannahöfn, en þessi fjárveiting var tekin aft ur með sparnaðarlögunum, Kvað biskup nú vera ráðgert að reyna að safna þessu fé með almennum samskotum til þess að halda starfseminni gangandi yfirstandandi ár í þeirri von að fjárveiting feng ist síðan aftur til þessara hluta. 9. apríl 1968. — ALÞÝ’ÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.