Alþýðublaðið - 25.04.1968, Page 2

Alþýðublaðið - 25.04.1968, Page 2
 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hí. UPPBYGGING EÐA EKKI? Alþingi er lokið að þessu sinni. Meirihluti þings og ríkisstjórn hans haf-a glímt við þyngri erfið leika í vetur en dæmi eru síðan á kreppuárum og hefur verið gripið till margvíslegra ráðstaf- ana, þótt enn sé ekki séð fyrir endann á vandanum. Stjórnarandstaðan ætlaði að nota erfiðleikana til að knýja ríkis stjórnina frá völdum og taka sjálf við. Þessum pólitíska aðal- tilgangi hefur ekki tekizt iað ná, og ríkisstjórnin heldur velli, en Framsókn og Alþýðubandalagið verða enn að sætta sig við hin tákmörkuðu áhrif stjórnarand- stæðinga. Tíminn virðist svo vonsvikinn tvegna þessarra málalok'a, að blað ið hefur sleppt fram af sér beizl inu og prentar dag eftir dag hin ar fáránlegustu fullyrðingar um ríkisstjórnina. í gær mátti til dæmis sjá í ritstjórnargrein þessa setningu: „í stað þess að unnið væri -að uppbyggingu atvinnuveg anna á góðæristímanum, voru þeir látnir níðast niður”. í nýútkomnum Fjármálatíð- indum er hlutlaus grein um fjár- munamyndun þjóðarinnar. Þar kemur í ljós, að fjárfesting þjóð arinnar hefur aldrei verið meiri en á undánförnum árum og ein- mitt verið mjög mikil í -atvinnu- vegunum. Ef heildarfjárfesting 1966 er bor in saman við 1961 og hvortveggja umreiknað á verðlag ársins 1960, kemur í ljós, að fjárfestingín hef Ur aukizt um helming. Þjóðin myndaði af tekjum sínum helm ingi meiri raunveruleg verðmæti 1966 en 1961 í upphafi viðreisnar. Þetta er sönnun þess, að tekjum beztu áranna var ekki kastað á glæ. Ef athuguð er fjárfesting í helztu atvinnugreinum þrjú beztu árin, 1964, ’65 og ’66, verð- ur hún þessi: Landbúnaður 1592 millj. Fiskveiðar 877 millj. Fiskiðnaður 909 millj. Iðnaður 1241 millj. Vélar og tæki 656 millj. Flutningatæki 2156 millj. Þessar tölur eru staðreyndir, sem ekki verður á móti mælt. Þær hafa aldrei verið hærri í sögu þjóðarinnar.. Þó segir Tím inn, að ókki hafi verið unnið að uppbyggingu atvinnuveganna á þessum árum! Sigvaldi Hjálmarssort: SVART SKINN EÐA U THANT framkvæmdastíóri Sameinuðu þjóðanna hefur lát ið svo ummælt að kynþátta- vandamálið sé að verða eitt eríiðasta vandamál heims. Um þetta þarf ekki að deila. Kyn- þáttamismunur og misskilning ur er í dag ein þeirra orsaka sem stærstan eiga þátt í að viðhalda ókyrrð í heiminum og auka líkur á vopnuðum á- tökum. Allir vi-ta að þetta varidamát grasserar í Bandaríkjunum og Afrxku. Nú er það líka farið að skjóta upp kollinum á Bret- landi. Og það á eftir að koma víðar við. Hér á íslandi horfa menn á allt slíkt úr fjarlægð, og sama máli gegnir um mörg önnur lönd. En að því kemur áreið- anlega að við og aðrar þjóðir sem enn hafa sloppið verðum að standa frammi fyrir því, ein hvern tíma 1 einhverri mynd- Það gerist ekki átakalaust að skapa eina þjóð úr öllu mannkyni, það tekur tíma, en það verður sýnilega niðurslað an hvað sem hver segir. Hvers vegna? Vegna þess að fjarlægðimar í heiminum eru á hraðri leið að verða að engu. En þótt allir viti þetta mæta -vel halda þeir áfram að hugsa eins og þeirra landskiki og þeirra fólk sé það eina sem máli skiptir. Það sem á skort- ir er að menn fari strax að hugsa út frá mannkyninu sem einni heild í stað þess að miða allt við bletti og hópá, og rieil- ur milli þjóða, jafrivel milli stórveldanna, eru fyrst og fremst afleiðing þessarar þröng sýni, en ekki orsök hennar, þegar vítt er li-tið. Varidamól- ið er íj hverjum manni, og það verður hver að taka tii í sínu húsi. Það gerir enginn annar en hann. Það er bezt að líta á þessi mál með ró. Sumir vilja nota þau í pólitískri valdastreitu, og er það illa farið. Og menn þekki ég sem hneykslast á kynþáttamismun í Afríku (og auðvitað með réttu), en eiga bagt með að þola Dani fyrir það eitt að þeir eru linir á errinu, og eru að því leyli ó- líkir Xslendingum. í>að er vandséð hvers vegna það er verra að vera svartur heldur en hvítur, og það er líka vandséð hvers vegna menn leggja svona mikið upp úr litnum á hörundinu, úr því bæði skinnið sjálft og allt sem þar er fyrir innan er að kalla eins hjá öllum, en það er ein- mitt það sem menn gera enda þótt það sé ekki hörundslit- urinn sem skilur. Það sem skilur er mismun- andi hugsunarháttur, annars konar merking lögð í orð, ann ars konar siðir, annað sem þykir fallegt og kurteislegt. Ég þekki ekki mjög víða til úti í heimi, en samt hef ég þekkt menn sem tala saman án þess að skilja hvor annars meiningar þótt þeir kynnu prýðilega tungumálið sem þeir töluðu. Orðin þýddu.hjá þeim sitt hvað af því þeir voru van ir mjög ólíkum lífsháttum og lífsskyni. Þessi skýring á kannski ekki að öllu leyti við í Bandaríkj- unum og Afríku, en á báðum þeim stöðum er kynþátta- vandamálið orðið að fordóm- um, glóandi tilfjnningavellu þar sem skynsemd kemst ekki að. En þegar þetta vandamál er að skapast þá verður það til vegna mismunandi hugsun * arháttar, og ólíkur hörundslit ur er aðeins til þess að minna á þann mismun, alisstaðar ná- lægt tákn um djúpstæðan mun, en ekki munurinn sjálfur, og getur haldið áfram að valda rnisrétti og aðgreiningu löngu eftir að hinn raunverulegi mismunur er úr sögunni. Ég veit ekki hversu margir íslendingar hafa kynnzt hör- undsdökku fólki persónulega og náið, en ég hygg að flest- um hljóti að fara eins og mér að uppgötva, að ef þeir gátu haft hemil á fyrirframskoðun- um og ekki skildi stórlega mis munandi menntun og ólíkur hugsunarháttur þá bókstaflega tóku þeir ekki eftir því hvort þeir áttu að vini hvítan mann eða svartan. Ljósi punkturinn í málinu er sá að sæmilegir meðal menn, eins og við erum von- andi flest, með sæmilega með- algóða nútíma menntun hugsa afar líkt hvar sem er í heim- inum. Menn fimmtugir og eldri eru mjög ólíkir eftir þjóðum og kynþáttum, en þeir sem eru 25 ára og yngri eru alls staðar eins þar sem eru Fratnhald á 14. síðu VIÐ MÓT— MÆLOM KAIVIBAN OG ÍSLENDBNGAR ÁNÆGJULEGT er til þess að víta að' Þjóðleikhúsið skuli hafa tekið til sýningar leikrit Guð'mundur Kambans, ,,Vér mcrðingjar", þar sem auðsætt virðist, að' honum hafi alls eigi ver’ið nægilegur sómi sýndur af oss íslendingum — mi'ðað við það hversu óumdeilanlegt skáld hann var. Þjóðleikhúsið mun áð ur hafa tekið tvö verk Kamb- ans til sýninga, „Þess vegna skiljum við „eða“ Hln ara- bísku tjöld“ eins og það hét víst upphaflega, og „í Skál- holti“. Gaman væri að’ sjá þau þar fleiri! ★ TÖLUVERT skiptar skoðan- ir munu liafa verið um skáld skap Kambans frá upphafi: ýms ’ir hafa talið hann séní en aðr ir að ýmsu leyti misheppnaðan. T. d. telur Kristinn Andrésson í bókmenntasögu sinni, að Kamb an hafi aldrei orðið það, sem af honum var vænzt og efni stóðu til. En hvað sem slíkum vangaveltnm líður, þarf ekki að lesa Kamban lengi til að sjá, að hann fer víð'a á kostum, er hugvitssamnr rifliöfundur og ó_ venju nýtízkulegur á sínum tíma — þó að auðyitað sé hann vel að sér í fortíðinni líka. * ÉG sagði í unphafi, að Kamb an hefði 151 þessa verið nokk- uð afrækt'<r höfundur —• af oss löndnm hans — og vil reyna að' renna nokkrúm stoð um undir bí fnllvrðingu. Víst liaia þó skáldsögur hans verið gefnar út á islenzku („Ragnar Finnsson“. ..SkálhoIt“. „Vítt sé ég land cg f;i;-„rv“ og „Meðan húsið sv?f“.). Þá hafa hin fögru og fáguðu ljóð hans sum hver b i r-t í snfnriti IlTelgafells „ís- lands bn,"i»><l ár“ — og loks nokknr Ieíkrít yerið færð unp i Jðnó í garnja dagn og Þjóðleik húsinu nú Leikritin hafa hins vegar verínv ófáanleg til lestr ar, sömnIr5Ais hinar mörgu greinar Kambans og ritgerðir og engg höfum við' eignazt hei.Idnrúfr-nfn verka hans — þó að i’i'V böfnm marga minni. kalla alla! Þá befnr lífíð sem ekk- ert verið um Kamban skrifað — og aiis eng«n fullnægjandi heildarkönnnn verið gerð á rit um hans. Þá væri ng milcill fengnr að ærisögn hans. ritaðri af hæfnrn manní. en Kamban var sem k'inniigt er e'nn af fáum íslenzkum æv'ntvramönn um í andans ríkí fnrandskáld óg fegurðardvri.-andi. sem end Framhald á bls. 14. 2 25. apríl 1968. - ALÞtÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.