Alþýðublaðið - 25.04.1968, Page 4

Alþýðublaðið - 25.04.1968, Page 4
Nú er rn'ikið framleitt af náttfötum sem kalla má „sjónvarpsnátt. föt“ - þau eru þykk og „fataleg” að engin kona þarf að skammast sm fyrir að láta sjá sig i þeim. utan svefnherbergis. □ □ í gær hrelltum við biómasala með frásögn af pappírsblómum og í dag ætl- um við að lirella barþjóna með þe,m fréttum að á markað er kominn í Bandaríkjunum sjálí virkur kokkteilblandari er ~heilir Bar-O-Mat. Þetta undra tæki getur blanöað allt að 1000 ÍIIIGESTONE Hugsa konurnóg um undirfötin? mismunandi dryklii og er stjórnað af sérstökum heila, sem geymir í sér allar bessar formúlur. Vélin er mun fljót ari að afgreiða það sem beðið er um en hinn röskasti bar- þjónn. Líklega myndi vélin hingað komin kosta yfir hálfa milljón. Flestir útlendingar. sem hingaff koma hafa orö á því hve fallegar og vel klæddar íslenzkar konur séu. Þær fylgist jafnvel betur meS tízkunni en sjálfar Parísardömurn ar og séu hreinar og snyrtilegar. En - fylgjast þær eins vel meS undirfatatízkunni og eru þær eins hreinar í þeim efnum? Um það ætlum við ekki að kveða upp neinn dóm, þar sem engar upplýsingar eru fyri/hendi um hvernig „und ritamálum ” íslenzkra kvenna er háttað. Aftur á móti liggja fyrir upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað meðal norskra kvenna, en þær eru, eins og íslenzkar konur, róm- aðar fyrir smekklegan klæða- burð. ★ Forstjóri stórrar undir- fataverksmiðju í Osló Kjell Weiss Andersen, ræddi þessi mál á blaðamannafundi í Osló fyrir nokkru og eftir að hafa lýst því yfir að norskar konur væru smekklegar í klæðaburði sagði hann að því miður væri ekki sömu sögu að segja um undirföt íþeirra. Vitnaði hann til gallupkönnunar, sem gerð var meðal 600 kvenna um all- an Noreg. Konunum, sem spurðar voru -var skipt í þrjá aldursflokka og það sýndi sig að með aldr- inum verða þær hirðulausari með undirfatnaðinn. En þess má geta strax að álit Ander- sens og sérfræðinga hans var að ef vel ætti að vera þyrfti kona að skipta um undirkjól þriðja hvern dag, daglega um undirbuxur og tvisvar í viku um náttföt. Ef ekki væri hún hirðulaus. í aldursflokknum 15—25 ára reyndust 20% kvennanna þvo undirkióla sína nógu oft. í aldursflokknum 25 — 35 ára var hundraðstalan 25, en úr hópi kvenna á aldrinum 35— 49 ára voru aðeins 17 af hundr aði sem þvoðu undirkjólana nógu ofit. 83 af hundraði voru dæmdar hirðulausar. Að því er varðar undirbux- ur þá leiddi könnunin í Ijós að 59% af konum skipta dag- lega, 25% annan hvern dag en 13% skipta sjaldnar, sumar ekki nema 8. hvern dag. * Forstjórinn norski sagði það skoðun sína að það væri yfirleitt sök Evu ef svefnher- bergisrómantíkin færi að dofna- Það væri ekki hægt að vænta þess að ástartilfinning- arnar vöknuðu hjá eigin- manninum ef eiginkonan væri í eldgömlum og slitum nátt- kjól eða náttfötum. Henni bæri því skylda til að fylgjast með náttfatatízkunni eins og annarri fatatízku og hafa nátt fötin jafnan hrein og strokin. Þótt skoðun undirfatafram- leiðandans sé að sjálfsögðu lituð hans eigin hagsmunum, þá vekur hún líklega flesta til umhugsunar um þessi mál og konur , jafnt sem karlar spyrja sig hvort þau hugsi eins mikið um undirfötin og þau föt, sem aðrir s.já. Boðorðið er: Munið, að það veitir öryf'nistilfinninsu að vera í undirfötum, sem mað- ur skammast sín ekki fyrir að láta sjá sig í. Nýtízku blúnduundikjóll með áföstum brjóstahaldara. II Wf/f' '■ \ ■ ^ Undirfötin verða æ fjölbreytt ar5 og má fá þau í öllum lit- um, rósótt, röndótt og með öðru mynstri. Undirfötin á myndinni eru prýdd álftadún, en livaða tilgangi hann þjónar vitum við ekki meö vissu. LítiS inn í lelSircnl. ★— V eitingarskálinn GE9THÁLSB. rra Gítarar mmp ÚRVÁL-VERÐ FRÁ kr.63S. HLJÓÐFÆRAVERZLUN SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR, VESTURVERI. 4 25. apríl 1958. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.