Alþýðublaðið - 25.04.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 25.04.1968, Qupperneq 5
Þá kom upp úr hðfinu há há það er mesta furða hvað þetta svokallaða líf endist sífellt til að að sjá manni fyr- ir miklu af lokkandi tildrag- elsi í amstri og bardúsi hvers dagsins. Alltaf hefur maður eitlhvað sem hægt er að hlakka til. Ekki var Þorrablótunum fyrr lokið í vetur en hilla tók undir aðra stórviðburði, H- daginn í maí og forsetakosn- arnar í júní. Holdið kitlar og andinn baðast í draumkenndri upphafningu. Þetta eru ilm- andi dagar þrátt fyrir öll harð indin. Um forsetakosningarnar ætla ég ekki að ræða á þéss- um vettvangi, þær eiga að vera ópólitískar eins og allir vita. Hitt er svo annað mál að ákaflega lítið mun þurfa til, svo að þær verði hið gagn- stæða, enda eru íslendingar allra þjóða snjallastir í að gera hin ótrúlegustu mál að flokks málum. Þar af leiðandi þori ég naumast að nefna forsetakosn ingarnar á nafn í flokkspóli- tísku blaði sem þar að auki er forstokkað stuðningsblað viðreisnarinnar sálugu, svo hjálpi mér sá sem vanur er. I' JJm hægri umferðina gegnir öðru máli. Hvernig sem á því stendur virðist ekki nokk ur leið að gera það mál póli- lískt þrátt fyrir virðingarverð ar itilraunir ýmissa ágætis- manna í þá átt. Þarna sézt þáð bezt hversu stórskrýtið þetta mál er að allri gerð. Ég fæ ekki betur séð en að bara þetta eina atriði gæti orðið „merki legt rannsóknarefni“ fyrir lærða menn í sálar- og félags- fræði. Annar þáttur þessa máls er ekki síður merkileg- ur; það Veit eiginlega enginn hvernig þetta byrjaði. Satt að segja vita menn ekki hvernig á öllum þessum gauragangi stendur. Þar að auki virðist svo til hver einasti maður vera á móti umíerðabreyting unni. Samt á hún aö skelia á í vor. Að ýmsu leyti svipar þessari ákvörðun til almættis verka sem koma eins og þjóf ur úr heiðskíru lofti og ekki tjáir í móli að mæla, svo sem eldgosa, haiísa eöa annarrar ó- tíðar. Og þegar einhver er svo barnalegur að fara að mót- mæla þessu rekur hann sig iljótlega á að miklu vænlegra til árangurs er að berja höfð- inu við steininn, þótt það sé sárt, en standa í þvílíkum að- gerðum. Hann finnur engan sem hægt er að bera mótmæl- in fram við- Þetta er einsog að fara að rífast við skapar- ann um snúingshraða jarðar- innar; hann anzar ekki þvílíku kvabbi og fer sínu fram hvað sem hver ségir. Það er að vísu satt að þingmennirnir okkar samþykktu þelta, en hitt er áreiðanlega jafn satt, að það gerðu þeir ekki af eigin hvöt um. |íg held að það sé alveg á- reiðanlegt að engum þing- manni hafi dottið þetta í hug að fyrribragði. Spurningin er hinsvegar þessi: Hver kom þessu inn í höfuðið á aumingja körlunum? Það er einmitt þessi aðili sem þjóðin lagnar að sjá og kynnast. Hver er hinn óþekkti gregory í þessu máli. Það eina sem maður veit um hann er að honum svipar mjög til drauganna sem afar okkar og langafar voru stund um að fást við og smugu út um greipar þeirra og urðu að eldglæringum þegar karlarnir þóttust hafa náð á þeim taki- Munurinn er þó sá að af þe'ss um aðilja hefur maður ekki einusinni séö eldglæringar. Eg fæ ekki betur séð en hér sé á ferðinni annað rannsókn arefni sízt ómerkara hinu fyrra. Hvernig má það vera í lýðræðisríki á okkar dögum að framkvæmaar séu aðgerðir sem fólkið í landinu er á móti upp til hópa? Hvað hefur bjl- að? „Hann skal í þig, helvit- ið þitt, hann skal í þig“ sagði Þorbergur gamli úr Mávavog- um og hafði sitt fram eirís og allir muna, eða erum vjð á einhvern duiarfullan hátt gengin inn á tilverusvið góða dátans Svejks? Hver er sú undraskepna sem gert hefur okkur að leikbrúðum-í draumi sínum? Hinu skal ég ekki neita að ýmislegt gott getur leitt af öllu þessu brölti.' Það er allt í einu farið að kenna fólki umferðarreglur með því líku írafári að annað eins hef ur ekki þekkzt í manna minn- um. Það er eins og aldrei hafi þurft að kenna mönnum al- mennar umferðarreglur fyrr en hilla tók undir H-daginn. Nú þyrlast áð manni þvilík ó- kjör af fræðsluefni um umferð armál að helzt mynnir á kaf- aldsbyl á Þorradegi. Er hægri umferðin svona hættuleg eða hvað? Samt sem áður held ég að betra hefði verið að við hefðum látið okkur minna og jafnara. Jfinn er þó höfuðgalli á öllu því fræðsluefni sem snjóað hefur yfir skóla og almenning síðustu mánuðina- Það er allt tmiðað við aðstæður í umferð inni eins og þær gerast skárst ar hér á landi m.ö.o. við Reykja vík og urhhverfi hennar og e.t.v. við nokkra af stærstu kaupstöðum landsins. Á þá erf hðkðii iðleika, sem við er að etja út um byggðir landsins hefur ekki verið minnzt einu orði ennþá. gkki alls fyrir löngu var ég að láta 8 og 9 ára börnin í skólanum hjá mér vinna eitt af verkefnum þeim í umferð- arfræðslu sem drifið hafa að upp á síðkastið. Eitt atríði í verkefninu var þannig að börn in áttu að teikna þau umferð armerki sem þau færu framhjá á leið sinn í skólann. ,,Hvað eigum við að gera?“ spurðu kraklíárnir. Það er ekki um- ferðarmerki á leið nokkurs þeirra- Ég var að hugsa um að segja hér frá hversu langt ég hefði þu'rft að fara með krakk ana lil þess að sýna þeim það umferðarmerkið, sem næst er skólanum þeirra en ég hætti við það. Ég veit ekki hvort vinir mínir á Alþýðublaðinu kæra sig um að birta upplýs ingar sem hljóta að verka á menn vana merktum vegum eins og sögur Veliygna-Bjarna. Það væri gaman að fá hjá vega gerð ríkisins upplýsingar um hversu mörg umferðarmerki eru á vegum í Múlasýslum. Ég fullyrði það eilt að þau eru fljóttalin. |Jt um allt land eru umbæt- ur þær sem gera verður á vegunum næsta óteljandi. Af handahófi ætla ég áð nefna lítinn vegarkafla sem dæmi um þetta- Á ca 6 km. löngum vegi eru nær 20 rennur, allar mjórri en vegurinn, allar ó- merktar. Það mætti halda að þetta væri breiður vegur en svo er ekki. Þetta er aldgam- all kerruvegur síðan i fornöld íslenzkrar vegagerðar, svo mjór að mætist á honum tveir vörubílar verður annar að fara út í móa. Á þessum sama 6 km vegarkafla eru 6 blind staðir — hæðir og beigjur, eng inn merktur, enginn með skiptri akbraut. Þetta er ekki einsdæmi, svona ástand blasir við augum okkar hvarvetna út um land. Vegarruðningarn- ir okkar út um land breikkuðu nefnilega ekkert við lagningu Reykjanesbrautarinnar einsog ýmsir virðast halda. Á þessi ósköp á svo að hleypa hægri umferð, sem færir bílstjórana nær vegarmiðju og sviptir þá útsýni á brúnir þessara öríg- troðninga sem við í daglegu tali köllum þjóðvegi fyrir for dildarsakir. Það er margsann- að mál og hefur aldrei verið mótmælt að þessir okkar svo- kölluðu þjóðvegir þola ekki hægri umferð. Okkur er sagt að það verði að hespa hægri- breylinguna af í hvelli vegna þess að kostnaðurinn við hana vaxi með hverju árinu sem hún dragist á langinn- Þetta er sjálfsagt rétt, en ég veit ekki um nokkra framkvæmd, sem ekki verður dýrari að árí en hún hefði orðið í fyrra. það er líka viðurkennt að aukin slysahætta eftir H-dag verður mest út um land þar sem vegirnir eru verstir og eftirlit ekkert. Þess vegna er- um við með þessa breyhngu á röngum tíma. Því miður mun um við eiga eftir að sanna a<5 betra hefði verið að koma þjóðvegunum í aksturshæft Framhald á bls. 14. GAMUA SÝSLUMANNS. HÚSIÐ á Akureyri var nýlega tekið í notkun sem skátaheim ili bæjarins og hlaut við það tækifæri nýtt nafn, Hvamm- ur. Húsið er 1000 rúmmetrar og er lokið við að innrétta hæð og ris, en kjallara ólokið. Éru þarna vistleg húsakyni - og ágæt húsvarðaríbúð. Að. alstarfsemin jcrður á vegum skáta, en önnur æskulýðsfélög staðarins munu eiga þarna greiðan aðgang. SAMÞYKKT hefur verið fjarhagsáætlun Ólafsfjarðar fyrir árið ’68. Niöurstöðutölur eru 11 milljónir 566 þúsund krónur; í fyrra voru þær 9 milljónir 684 þúsundir. Það ^kemur m.a. fram í fjárhags- áætluninni, að á árinu er gert ráð‘ fýrir, að sjúkraskýli, elli heimili og gagnfræðaskóli komist undir þak á Ólafsfirði. Þá er þar hafinn undirbúning ur að varanlegri gatnagerð, og nýrri hafnarkví, sem kosta mun allt að 20 milljónum kr. FYRIRTÆKIÐ HARI HF. á Akureyri hefur hafið fram- leið.slu og sölu á stöðluðum eldhúsinnréttingum. Aðall þessara innróttinga er sá, að þær er jafnan hægt að hafa á lager og einnrg lækkar verð ið talsvert. Þykir Akureyring- um þetta hin ágætasta búbót. FYRIR skömmu samþykkti bæjarstjórn Húsaýíkur fjár_ hagsáætlun kaupstaðarins fyrir þetta ár. Eru niðurstöðutölur áætlunarinnar 19 milljónir kr. en það er rúmlega einnar milljón króna lækkun frá fyrra ári. í áætlunni kemur það m. a. fram, að hitaveita verður að líkindum löfíð í útbæinn svonefnda á árinu. Þá starida nú yfir viðræðm' um samein- ingu Flateyjarhreppi og Hús- víkurkaupstaðar. SAMKVÆMT lauslegu yfir liti, sem birt hefur verið um byggingarframkvæmdir á Akur eyri árið 1967, voru í bygg- Framhald á 14. síðu- Sigurjón Ari Sigurjónsson: Nú mun vera um það bil einn mánuður þar til sú mesta og afdrifaríkasta ákvörðun á sviði umferðarmála, sem um getur á íslandi verður að veruleika, en það er breytingin frá vinstri til hægri umferðar. Það má að vísu margt segja um sjálfa ákvörðunina, en það mun ég ekki taka- til umræðu í þess- uni vangaveltum mínum- Þess heldur vil ég gera íulla grein fyrir þeirri skoðun minni, sem virðist eiga nokk- urt fylgi fleiri manna og kvenna en nokkur önnur skoð un í þessú máli, ep það er á- stand gatna og þó kannski frekar gangstétta í okkar á- gætu höfuðborg. Veturinn í vetur hefur verið einn sá harðasti, sem um get- ur í langan tíma, og hefur það ekki hvað sízt komið niður á götunum og gangstéttunum, þó alveg sérstaklega i úthverf um borgarinnar. Má með sanni segja að ill- fært sé enn um fleslar malar- götur allstaðar í borginni. Þegar ‘skipt er um aksturs- stefnu veldur það vissulega nokkrum ruglingi fyrst í stað hjá allflestum, en þó alveg ö'- ugglega fyrsl og fremst h; á börnum og .gamalmennum. Hætta sú sem þessu fylgir er augljós flestum. Ef gangstéttar væru í full- Framhald á bls. 14. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 25. apríl 1968.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.