Alþýðublaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.05.1968, Blaðsíða 1
ÚÍVARPSVIKÁN 12. -18. maí \ 'Mfþ: SJÓNVARPIÐ1KVÖLD: ÞJÓNNINN Þjónninn og húsbóndinn. (Dirk Bogarde og James Fox). kvikmyndin fjallar um samb. þjónsins og húsbóndans, og hvernig þjónninn reynir að kynda undir veiklyndi og spillt siðferði húsbóndans í þeim til- gangi að ná yfirráðum í húsi hans. Myndin gerist mestanpart i ríkulegu húsi í einu af betri hverfum Lundúnaborgar. Tony heitir eigandi hússins, og hann ræður til sín þjóninn Barrett. Barrett er ekki allur þar sem hann er séður, og hann kemur fljótlega auga á veikleika Tonys og einfeldni. í fyrstu dekrar hann við húsbónda sinn og gerir hann sér háðan. M. a. rekur hann unnustu Tonys, Susan, á dyr, þegar hann sér, að hún muni verða erfið viðureignar. Þjónn- inn Barrett vill einnig ráða í ástamálum Tonys og hann gerir boð eftir vinkonu sinni, Veru, lauslátri og spilltri persónu, sem Tony fellur fyrir á’ svipstundii. En þegar Tony og Susan koma eitt sinn að þeim Barrett og Veru í svefnherbergi Tonys, rekur hann hann þau bæði á dyr. En þá fyrst koma áhrif þjónsins í ljós. Tony ráfar um, einmana og drykkjusjúkur maður. Hann hittir þjóninn af tilviljun og ræður hann á nýjan leik. Yfii'- burðir þjónsins koma nú greini- lega í Ijós, og undir lokin er það þjónninn, sem hefur tekiö hús- bóndavaldið í sínar hendur. Þ j ó n n i n n var sýndur í Kópavogsbíói 1965 og er hún ef- laust þeim, er sáu hana þá, enn Framh. á laugardegi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.