Alþýðublaðið - 17.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.05.1968, Blaðsíða 5
TÆKNIN við að veita og geyma mikið magn yfirborðs- vatns í jörðu niðri og dæla því síðan upp um margra kíló metra leið, hefur þróazt í ísra el jafnhliða aðferðum við að bjarga fersku vatni, sem ella rynni til sjávar. Að þessum atriðum beind- ust tvær áætlanir, er ná til vatnsbirgðastöðvar neðanjarð- ar og ferskvatnsstöðvar við sjávarsíðuna, en þeim var ný- lega hrint í framkvæmd af ásraelskum vinnuflokkum í sam vinnu við leiðbeinendur frá 'Matvæla- og landbúnaðarstofn un Sameinuðu þjóðanna (FAO). Kostnaðurinn var af- greiddur í þróunaráætlun S.Þ. og af ísraelsstjórn. Síðustu þrettán ár hefur ræktað landssvæði í ísrael vaxið meira en fimm sinnum á meðan landbúnaðaríramleiðsl an hefur vaxið sjö sinnum. Vatnsneyzlan á þessum sama tíma hefur vaxið úr 300 milljón kubikmetrum (MCM) á ári í næstum því 1.300 MCM Árið 1970 mun hún vaxín í 1.355 MCM af alls 1.550 MCM sem er allt það magn, er fram- leiða má með nútíma aðferð- um. Neðanjarðarvatn er aðalupp spretta ferskvatns í ísrael og hin votu, gljúpu jarðlög, sem vatnið er unnið úr, er nýtt út í yztu æsar. Um 430 MCM og 400 MCM eru teknir árlega úr þeim tveimur aðal jarðlög- um, sem undir landinu liggja sandsteini strandarinnar og kalsíumlagi miðlandsins. Enn fremur eru 300 MCM teknir á ári hverju úr Tíberíasarvatni og leiddir í skurðum, göngum og þrýctileiðslum -ura 250 km. leið suður á bóginn til Negev hins ófrjóa suðurhala landsins. Frekari vatnsbirgðir fást úr brunnum af árstíðarbundnu flæðivatni og yfirlýstu úrgangs vatni. — ,,Við þurftum nauðsyn- lega á miklum vatnsforða að halda til að verða við þörf þjóð arinnar fvrir vatni”, sagði Rafa el Sternau, ísraelsmaðurinn, sem vann að gerð fram- kvæmdaáætlananna, er hann heimsótti aðalstöðvar FAO ekki alls fyrir löngu. ,.Yfir- bnrðsvatn var ónógt sökum bins þurra loftslags. UNDP beindist að því að reyna, hvað hægt væri að fá með því að nota jarðlögin til að auka á vat.nsbirgðir. þegar eftir vetrar regnið, þannig að nota mætti það aftur að sumri”. Áætlunin vár unnin af TAHAL, Vatnsvirkjunum ísra els Ltd., í samráði við dr. P.C. Lindenberg, fulltrúa FAO. Þetta tók þrjú og hálft ár og kostaði um tvær milljónir dala. Hlutur UNDP í kostnaðinum fór mestmegnis í það að kaupa útbúnað. Áætluninni var að fullu lokið síðla árs 1967 og lokaskýrsla um málið er í undir búningi. „Við komumst að raun um það, að aukabirgðum yfirborðs vatns mætti dæla niður í jarð lögin með þeim útbúnaði sem fyrir hendi var, og að á þann hátt mætti forða fé og tíma“, sagði hr. Sternau. -„Sérstök- um stöðvum var komið upp og þær starfræktar við bæði að aljarðlögin. Og nú dælum við niður um 70 MCM á ári. Við getum reiknað með því, að um 200 MCM af söltu vatni rréttabréf verði komið fyrir í birgðastöðv um neðanjarðar árlega í fram tíðinni”. „Við notum lika jarðlögin sem miðil við dælingu vatns í jörð að norðan og úr jörð að sunnan á leiðinni til Negev”, hélt hr. Sternau áfram”. Aðr ar tilraunir hníga að því, að geyma ferskt jarðvatn í lítið eitt söltum jarðlögum til að bæta gæði vatnsins yfirleitt og auka geymsluþol þess og hreinleik”. Tilgangur hinnar UNDP á- ætlunarinnar var fyrst og fremst sá, að auka vatnsforða landsins með endurbætingu fersks neðanjarðarvatns, sem ella fellur yfirleitt í sjó, Á- ætlunin, sem tók fjögur og hálft ór kostaði rúma eina milljón dala, var einnig fram kvæmd af TAHAL í samvinnu við dr. Lindenbergh. Loka- skvrslu er að vænta innan skamms. Venju.léga er um að ræða belti, þar sem blandast ferskt neðanjarðaryatn og salt vatn. Þetta blandaða belti færist til ef þrýstingur vatnsins verður fyrir utanaðkomandi rtruflun um á annan hvorn veginn. Þannig eykur t.d. of mikil dæl ing þrýsting ferskvatnsins og saltvatnið fer að teygja úr sér og óhreinka uppsprettulindir. Vinnuflokkurinn átti í mikl um erfiðleikum með að keppa til jafnvægis í þessum efnum. Lokaniðurstaðan varð sú, að lína þröngra geyma, 8 - 15 metra að dýpt, staðsettra í um 200 metra fjarðlægð, 200 - 600 metra frá strandlengj- unni, væri hagstæðust til að afla jarðvatns þess, er leitaði til sjávar. Þá varð það og ljóst, að um ein milljón kubikmetra af jarð vatni féll í sjó miðað við kíló metra á ári á hinni 100 km. strandlengju. Vinnuflokkurinn sýndi einnig fram á, að nægi legt vatn mætti dæla úr forða búrunum til að auka allt það vatnsmagn, sem fékkst úr jarð lagi strandarinnar, um 1/5. Alþjóðleg sérfræðinganefnd, sem heimsótti neðanjarðarstöðv arnar, varaði samt við því, að áframhaldandi notkun saltvatns í jarðlögum kynni ef til vill að Ieiða til aukinna vandamála í sambandi við salt í undir- og yfirborði jarðvegsins. En ísrael hefur, eins óg svo mörg önnúr þurr lönd, er átt hafa við að etja vaxandi fólks fjölgun og aukna þörf fyrir vatn til nota í landbúnaði og iðnaði, neyðzt til að láta skeika að sköpuðu bg nýtá vatnsmagn sitt til hins ítrasta, þrátt fyrir slikar viðvaranir. ísraelska ríkisstjórnin trúir því að draga megi úr þessum langvinnu vatns-vandræðum með tilstyrk eimaðs vatns. Á- ætlað er, að kjarnorkuknúin eimingarstöð taki til starfa ár ið 1971. Hún ætti að geta framleitt um 120 MCM af saltlausu vatni árlega, er síð an mætti nota til að bæta gæði þess nokkuð gvo salta vatns, sem nú er almennt í notkun. Minningarorð: Þóra F. 13.10.1879 ÞÓRA GÍSLADÓTTIR, átti mörg æviár að baki, er veg- ferð hennar hér á jörðu var lokið. — Ég hygg, að þau öll, hvert um sig, hafi varpað birtu og yl til þeirra, er urðu þeirr- ar gæfu aðnjótandi, að vera á einhvem hátt, samferðamenn 'hennar á ævibrautinni. Þegar ég fluttist til Hafnar- fjarðar, barn að aldri (10 ára), með móður minni, fyrir nær 45 árum, þá var það heimili hjónanna, Þóru Gísladóttur og Sigurjóns Jóhannssonar, að Kirkjuvegi 18, er ég kynntist fyrst og bezt. Þetta 'heimili var fagurt, bjart, hlýtt og hreint. Barnssálin er viðkvæm og næm. Ég var ekki búin að koma oft að Kirkjuvegi 18, er ég greindi sterkustu þræðina í uppi stöðu þessa fagra heimilis. Þeir voru óefað, ástríki og gagn- kvæm virðing þeirra hjóna, D. 3.5.1968 hvors til annars. Og hinn ó- eigingjarni kærleikur, er Þóra var svo auðug af, og miðlaði öll um ríkulega, er í nálægð henn- ar voru. Þóra, var þriðja kbna Sigur- jóns. Fyrstu konu sína, Marg- réti Þorleifsdóttur, er var al- systir móður minnar, missti hann eftir eins árs sambúð Hún hafði þá, nýlega alið honum son. Drengurinn var skírður við kistu hinnar látnu móður, nöfn um foreldra sinna Margeir Sigur jón. Aðra konu sína, Auðbjörgu Magnúsdóttur, missti hann, eft ir tæpra fimm ára sambúð og með henni, nýfædda dóttur þeirra. En eftir hana átti hann þá fjögra ára dreng, Hannes Húnfjörð. Inn á hina þyrnum stráðu ævibraut Sigurjóns, kemur Þóra sem Ijós og aflgjafi. Og þannig er hún með honum, þann langa. veg, er hann þá átti eftirþ að leiðarlokum. Hann lézt 1961. Þóra ól manni sínum ekki bam. En þess í stað, tóku þau að sér lítinn dreng, Þorberg að nafni. Að stuttum tíma liðnum, dró ský fyrir sólu í lífshamingju þeirra. Dauðinn tók drenginn frá þeim. En þá var aftur hug að að ungum gróðri ,er hægt væri að hlúa að, um leið og hann, bæri birtu og yl barns- sálarinnar til þeirra að nýju. Þau fengu litla stúlku, Bergþóru Sigríði Þorvaldsdóttur. Hún ólst upp hjá þeim, ásamt Hannesi, yngri syni Sigurjóns, umvafin ást kærleiksríkra foreldra. Þegar Þóra hafði misst mann sinn, og líkamskraftar honnar farnir mjög að þverra fór hún til dvalar í Elli og hjúkrunar- heimilið „Sólvang”. Þar dvaldi hún í rúm sjö ár, til dauðadags. Þegar ég 'hitti Þóru síðast, á „Sólvangi”, bar hún auðsjáan- lega, þunga sjúkdóms og tóm- leika sorgar á herðum sér. —> En, tjáning hennar var: Blessunaróskir og þakkir, til Guðs og manna. Og, að allir hefðu verið sér góðir og gert svo mikið fyrir sig, fyrr og síð- ar. Hún bókstaflega ljómaði, af sínum óeigingjarna kærleika, þegar hún sagði. ,,Ég óska og vona, að blessun Guðs, megi ávallt fylgja Sólvangi og öllum störfum, er hér eru unnin.” Nú þegar Þóra, hefur kvatt okkur, samferðamenn sína. Hafa börnin hennar, óskað eftir, að þeir sem vildu minnast hennar, létu Sólvang njóta þess, með því, að gefa í „Minningar sjóð Guðmundar Gissurarsonar, vegna Elli og hjúkrunarheimilis ins Sólvangs”. Ég veit, að þetta var einnig hennar ósk. Mínar beztu þakkir, flyt ég nú, Þóru og börnum hennar, fyrir þann hlýhug og þá virð- ingu, er þau hafa sýnt Sólvangi og minningu látins eiginmanns míns, Guðmundar Gissurarsonar. Þóru vil ég einnig þakka öll Þóra Gísladóttir kynni hennar við móður mína og mig um nær 45 ára skeið. Ég trúi, að þar srn góð;r menn fara, séu Guðs vegir. Guð blessi þig Þóra nr'n cg ástvinina þina, beggja megm grafar. 17- maí 1968 Ingveldur Gísladpttir. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.