Alþýðublaðið - 25.05.1968, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 25.05.1968, Qupperneq 1
35% sjónvarpsefnis er nú orðið innlent DAGSKRÁ Sjónvarpsins mán- uðina janúar til apríl skiptist þannig, að 35,3% cfnisins var innlend/ en 64,7% erlent. Þeg- ar þess er gœtt, að allmikill hluti erlenda efnisins er með íslenzku tali, verður efni á' ís- lenzku um eða yfir 50%. Þetta verður að telja mjög gott hlutfall miðað við þá að- stöðu, sem íslenzka sjónvarpið býr við, takmarkaðan starfs- mannahóp, og einn sjónvarps- sai. Ekki eru líkur á, að unnt verði að bæta þessa aðstöðu að marki á næstunni, og veldur því mikill kostnaður. Verður því að gera ráð fyrir, að meginskipting dagskrárinnar iverði um sinn. eitthvað svipuð því, sem verið hcfur á þessu ári. Langmest af hinu erlenda efni kemur frá' Bretlandi, en þarnæst frá Bandaríkjunum. — Þessi tvö lönd ráða ríkjum á heimsmarkaði fyrir sjónvarps- efni, bjóða, langmest og með beztum kjörum. Næst koma Norðurlöndin, ef þau eru t'ek- in öll saman í „Nordvision,” með 13.44%. Þau eru sundur- greind í skýrslunni. Þarnæst er Frakkland, sem hefur lágt ,sig mjög fram um að bjóða sjón- varpsefni. Merkilegast við töfl- una er raunar, hve Þýzkaland er lágt með aðeins 0,89%. Pól- land, Tékkóslóvakía og Sovét- ríkin verða líklega með held- ur vaxandi tölu í framtíðinni. Sérstakt efni eins og ólymp- ísku vetrarleikirnir og brezka knattspy.rnan liafa að sjálf- sögðu veruleg áhrif á skýrslu sem þessa, þegar mikið magn af svipuðu efni er sfent út. DAGSKRÁ SJÓNVARPSINS SKIPTIST ÞANNIG : Mín. % Erlent efni .... 14.984 64.70 Innl. efni .... 8.175 35.30 Samtals : .... 28.159 100,00 hérlendis Lönd Mín. % England .... .. 5.749 38.37 U. S. A .. 4.382 29.24 Frakkland .... . . 1.796 11.99 Danmörk .... 685 4.57 Svíþjóð .... . . 651 4.34 Kanada 441 2.94 Noregur . .. . 388 2.59 Finnland .... 291 1.94 Rússland .... . . 159 1.06 Pólland .... 156 1.04 Þýzkaland .... 134 0.89 Tékkóslóvakía 79 0.54 Ítalía 49 0.33 Austurríki 24 0.16 Samtals . 14.984 100.00 Efni: Mín. % Erlent .... 12.656 54.65 Innlent .. .. 4.839 20.89 Fréttir . . . . 2.696 11.64 íþróttir 2.968 12.82 Samtals . . . 23.159 100.00

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.