Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 3
Sjómannadagurinri 1968 ■■ - # ■■. i -4 ’&t. . X : mm IsÉira Wmmm - npHM hhh WmBBBí *, ? rr rfmkx X ■ •■■■■•■■■'■■"«■ , *>:» c ■■•■:-vv^.1 ■■••- Fiskiskip framtíðarinnar JON ÁRMANN HÉÐINSSON alþingismaður hef- ur verið í fylkingarbrjósti þeirra manna hér á landi sem vilja fara inn á nýjar leiðir um gerð fiskiskipa, fiskveiðitækni og nýtingu sjávarafla yfirleitt. Þyk- ir honum sem full hægt sé farið hér á landi í þessum efnum og telur okkur vera að dragast afturúr til muna. í tilefni af þessu hefur Alþýðublaðið átt tal við hann um fiskiskip framtíðarinnar. — Hvað viltu segja mér um ____ ^ þessari þróun víðar en hér á landi og vildi í svari mínu greina frá breytingunni hér fyrst og svo víkja nokkuð að erlendum skipum. Hér á landi verða umtalsverð umskipti í gerð fiskiskipa við kaupsamninga, sem við stóð- um nokkrir að í september 1959. Á vegum Landssambands ísl. útvegsmanna var samið um 8 skip 150 brt. eftir sömu teikningu, sem gerð var í Noregi, en breytt nokkuð að ósk okkar kaupenda. Öll voru þessi skip úr stáli. Þetta voru fyrstu stálskipin, sem beint voru smíðuð með útbúnaði fyrir hina margumræddu kraft blökk og auðvitað með nýj- ustu gerð af síldarleitartækj- um. Þessi skip komu yfirleitt rétt fyrir eða um mitt árið 1960. Þótt reynsla af kraft- blökkinni væri skammt á veg komín, töldu samt margir, að ekki væri nema spurning um tíma hvenær hún sýndi yfir- burði sýna. Svo varð líka brátt Hlið'arskrúfa Jón Ármann Héðinsson. Viðtal V/ð Jón Ármann Héðinnsson undir forustu' Haraldar Ágústs sonar, skipstjóra. Mörg af þessum skipum hafa reynzt hin happadrýgstu í afla, svo sem VÍÐIR II. og HÉÐINN ( nú Geirfugl). Heildargerð þessara stál- skipa var ekki ýkja frábrugð- in hinum gamalkunnu línuveið urum. Þó var innrétlingu og fleira í fyrirkomulagi breytt til betri vegar, og til þess að full nægja betur breyttri veiðiað- ferð. Vegna mikils afla, sem kom á þessi skip og þau næstu, er smíðuð voru úr stáli, ruddi stálið sér braut inn í skipa- smíðina almennt og sárafáir létu smíða skip sín úr timbri. Á næstu 5—6 árum verða ekki miklar breytingar í sjálfri gerð skipanna. Þó er sú þró- un ákveðin, að skipin verða stærri og stærri og miðast fyrst og íremst við nótaveið- ar fyrir síld og þorsk. Útbún- aður allur er vandaður í tækj um og vel er fylgzt með í því efni. Eina umtalsverða tilraunin til breytinga var gerð á M/S Siglfirðingi SI 150 á þessum árum, en hann kom til tands- ins 1964. Iíann er raunveru- lega fyrsti og eini skuttogaiú okkar, þótt lílill sé, aðeins 274 tonn brúttó. Eins og oftast er við upphaf breytinga kom margt í ljós, sem betur mætti fara, en verst er, finnst mér, að staðna hér og halda ekki áfram til aukinnar tækni í þessari gerð skipa fyrir okkur. Nú álít ég, að þeir á Siglfirð- ingi hafi yfir dýrmætri reynslu að ráða, sem ber að notfæra sér í áframhaldandi þróun. Næsta breytingin í gerð og útbúnaði íslenzkra fiskiskipa tel ég vera það, sem við gerð- um, þegar seinna skip okkar var keypt árið 1965 eða M/S HÉÐINN, sem er 330 tonn (kom 6, júní 1966). Það er í fyrsta skipti, sem stórum hluta lestarinnar er breytt frá hefðbundnu formi yfir í 3 sérskilda tanka, sem hver fyr ir sig er fullkomlega vatns- þéltur. í miðtankinn var síð an settur útbúnaður fyrir kældan sjó, er kældist af frysti spírulum í tankinum. Þegar við vorum að undirbúa smíð ina 1965 vildum við freista þess að flytja síldina allt að 40 tíma siglingu, en þá gerðu menn bara grín að slíkri hugs un, svo ekki sé meira sagt. Kæliútbúnaður skipsins var við þessa tímalengd miðaður og hrekkur því hvergi nærri til í dag er allar vegalengdir hafa tvöfaldazt. í þriðja lagi mætti nefna, að við breylt- um verulega lagi á brúnni og fengum með því mjög aukið rými fyrir nótina, sem nauð- synlegt er því að nætur hafa stækkað mjög á sl. árum og mörg skipanna eru með full- lílið rými fyrir næturnar aft ur á. í fjórða lagi settum við tvær vökvadrifnar þverskrúf ur í fram og aftur stefni. Svo að nú er mögulegt að snúa skioinu á punktinum og eins að láta það færa sig beint út á hlið. Mörg skip hafa fengið sér þessar skrúfur síðan. — Viltu segja meira frá sjó kælingunni? — Ja, þetta var fyrsta til- raunin hér í Evrópu og einnig fyrsta tilraunin í heiminum, sem miðað var við að nota Kraítblökkin. Haraldur Agústsson skipstjóri oír Baldur Guðmunds- son. Hó^inn. e»tt nýtízkiilcgasta skipið, hefur m.a. hliðarskrúfur. Selvág Senior. öKuuogari, varpa uregin uin. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.