Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 7
Sjómannadagurinri 1968
SKIPIO
Rabbað við Guðjón Hjörleifsson
skipstjóra
— Ég heyri sagt að þú vitir
deili á fyrsta" vélbátnúm sem
hingað kom til landsins og sé
þar um að ræða bát sem litlar.
eða engar heimildir eru til um.
Ertu til í að segja mér eiit
hvað frá þessum báti?
— Það er alltaf talið að vél
hafi fyrst verið sett í bát til
róðra vestur á ísafirði 1902, og
þar með hófst mótorbátaöldin,
en ég segi að fyrsti vélknúni
báturinn á íslandi sem stund-
aði daglega róðra hafi verið lít
ill gufubátur sem hét Norð-
fjörður. Gísli Hjálmarsson út-
gerðarmaður á Norðfirði keypti
hann frá Noregi og hann kom
til landsins um vorið 1899.
Meiníngin var að hann stund
aði róðra með þremur doríum
og það gerði hann fyrsta sum-
arið, en það gafst illa. -
— Hvernig bátur var þetta?
— Hann var smíðaður í Nor
egi, úr eik og furu, með slétta
súð og beinn niður að framan,
hekk að aftan og ódekkaður
Svo var hann með • rúmum al
GuSjón Hjörleifsson fyrrum skip
stjóri á vitaskipinu Hermóði hef
ur frá rnörgu að segja á langri
sjómannsævi. Hann fór ungur að
stunda s.jó og varð snemma skip
stjóri á mótorbátum viö Austur-
land, en síðar á stærri skipum.
Nú er hann seztur í hegan stein
eins og komizt er að orði, og horf
ir yfir farinn veg, og hann hefur
lofað Alþýðublaðinu að birta ann
að slagið eftir sér viðtalsþætti
um sjósókn og sjómennsku fram
an af þessari öld. Þótti vel við
eiga að fyrstu þættirnir birtust
i dag, á sjómannadaginn-
veg eins og trillurnar eru. Timb
urhús var byggt yfir vélina fyr
ir aftan miðjan bát, það var
byggt út í síðuna bakborðsmeg
in, en stjórnborðsmegin var
gangvegur. Kolunum var mok-
að úr boxunum inn á fýrana
með venjulegri kolaskólfu. eins
og gömlu konurnar höfðu til að
moka í eldavélarnar sínar.
— Hve stór var hann?
— Hann var 10-11 tonn.
Þetta þótti geysilega stór og
myndarlegur bá'tur eftir því
sem þá var, ljómandi fallegur,
eins og gufuskip í laginu. Það
var gaman að sjá hann koma
inn fjörðinn, alveg hljóðlaust,
ongir nvótordynkilj-, reykhá£úr|
inn ekki nema eins og ofnrör,
og það sást aðeins eima upp
úr því. En hann gekk lieldur
lítið, ekki nema svo sem fimm
mílur. Mér var sagt að vélin
væri eitthvað átta hestöfl.
— Og gat ekkj doríufiskíríið
gengið?
— Nei, doríur eru óttalega
leiðinlegir og óstöðugir bátar,
flatbotnaðir, og óheppilegir í
sjólagi eins og er við ísland.
Þeir hafa víst komið hingað
með Englendingum þegar þeir
voru á lúðufiskiríinu. Meining-
in var að Njorðfjörður dræ-'i
doríurnar út á miðin, þar tækju
þær línuna lir honum, og
legðu hana hvar sem vera
vildi, settu svo línuna og afl-
ann í hann aftur. En Norðfjörð
ur var of lítill og kraftlaus.
Hann dró ekki að doríunum ef
vindur var, jafnvel þótt straum
Ur væri. Þess vegna stóð doríu
fiskiríið ekki nema eitt sumar.
Næsta sumar var bara róið úr
landi á Norðfirði með sama fyr
irkomulagi og hjá árabátum,
línan var lögð af honum sjálf-
um á línurúllu og svo dregið
á höndum. Og það gekk sæmi
lega. Þeir réru með átta bjóð
og eitthvað um þrjú hundruð
króka í hverju bjóði.
— Hvert var sótt á þessum
bát?
— Bara út á árábátamiðin.
Maður fór ekki að sækja dýpra
fyrr en með mótorbátunum.
— Var bara róið að sumrinu?
— Já, og eitt var það sögu-
legt við Norfjörð að það var
byggð grjótdokka fyrir hann í
fjörunni þar sem Gísli Hjálmars
son hafði sínar bækistöðvar. Þar
var lítið bryggjustubbur og líka
var búinn til pallur við pakkhús
ið.
Það var meiningin að geyma
bátinn í dokkunni yfir veturinn,
en hún vildi alltaf fyllast af
sandi. Þá var hætt við að hafa
hann þar og farið með hann inn
í fjarðarbotn, inn á Leiru, eins
og kallað var. Þar gengur dálítið
lón upp með sandinum, en hin-
um megin er eyri sem kölluð er
Josefseyri, eftir fyrsta seglskip
inu sem þeir áttu og líka var
geymt þarna. Og þarna í lóninu'
var Norðfjörður látinn vera yfir
veturinn, ég man ekki hvort það
var einn eða tveir vetur. Svo
vildi til að það kviknaði í hon-
um, og faðir minn, Hjörleifur
Marteinsson, og Sveinn heitinn
Bjarnason frá Viðfirði voru fegn
ir til að gera við hann og setja
nokkra planka í byrðinginn. Ég
áttí þá heima á Orrastöðum, bæ
sem þarna er skammt frá og fór
T*»on»3r ferðir niður í sandinn,
svo mér er þetta vel kunnugt.
— Hver var skipstjórinn?
— Júlíus Rafn, faðir Jóns
þeir voru báðir skipstjórar, og
Rafnssonar, og Lárus Valdorf,
hálfbróðir Lárusar, piltur sem
fór til Ameríku og ég man ekki
hvað hét, var meistari.
— Hve margir voru á’
— Tveir á hverri doríu, býzt
ég við, og tveir á bátnum sjálf
um. En eftir að þeir hættu við
doríurnar voru þeir bara 5 á
bátnum.
— Hvað stóð þessi útgerð
lengi?
— Bara þrjú ár. Gísli seldi
fcátinn aftur til Nor’egs 1902. Ef
þetta hefði heppnazt hetðu lík-
lega verið notaðar gufuvélar í
fiskibáta eitthvað framan af.
BJARNI HRELLIR BREZKA FLOTANN
—Það var 1916 að ég var með
mótorbátinn Snorra frá Norð-
firði, hann var 10 tonn. Við vor
um í róðri frá Norðfirði, eins
konar tilraunaróðri út og suður
fyrir Hvalbak, ætluðum út í kant
inn suðaustur af Hvalbak og vita
hvort við fengjum þar eitthvað.
Við lentum í suðaustan stormi og
þoku, þannig að það var eins og
maður væri myglaður að utan
þegar maður var við stýrið. Það
var ekkert stýrishús á bátunum
þá. En við komumst þangað
. samt.
Svo lögðum við dræsuna, og
allt gekk sinn gang eins og
venjulega. Að því búnu byrjuð
um við að draga línuna og feng
um töluvert af fiski. Um það
bil sem við vorum að enda við að
draga gekk hann í suðvestrið og
geröi bezta veður, sólskin með
logni. Þá sjáum við að það eru
að koma tveir brezkir togarar
upp úr hafinu. Þeir voru þá í
flokkum á þessum slóðum og
með þeim fylgdust venjulega
vopnaðir togarar. Annars var
fullt af frönskum og brezkum
herskipum um þetta leyti austur
af landinu. Þeir lágu eins og
klettar út um allt, auðvitað með
öll ljós byrgð ef dimmt var eða
þoka, og komu, svo bara með
litla lukt ef við nálguðumst þá
mikið og gengu með hana fram
með lunningunni eftir því sem
við færðumst til.
Við höfðum orð á því okkar á
milli að þessir togarar væru að
fara inn að Hvalbak, lukum svo
víð að draga og fórum að síga
heim. Ég átti landvaktina og fór
náttúrlega niður að sofa, en
veðrið var svo hlýtt að þeir
tóku lúguna ofan af kappanum.
Nokkru seinna vakna ég við það
að ég heyri einhver þyt. Ég
hleyp upp og sé um leið að eitt
hvað dettur i sjóinn bakborðs
megin svona 20 faðma frá okk-
ur. í því kemur maður sem var
á vaktinni hlaupandi og segir
að tveir togarar hafi verið að
elta okkur og nú séu þeir farnir
að skjóta. Ég svara að það sé
ekki um annað að ræða en að
snúa við og fara til þeirra.
Við gerum það, og þegar við
förum að nálgast þá beina þeir
að okkur byssunum báðum meg-
in-frá. Við lögðum svo upp að
öðrum þeirra og dallurinn var
bundinn eins og vant var.
Svo kemur sjéffinn, ungur og
laglegur maður. Hann kemur nið
ur í bátinn. Við vörum allir
heldur slakir í enskunni og gát
um ekki skilið hvað hann var að
fara. Hann' var að spýr.ia eftir
einhverju sem ég veit ekki enn
í dag hvað var. Það var þó að
mér skilclist einhver lögur. Þa
hafði kvisazt fyrir austan að
Mjóafirði hefði orðið vart vi
þyzkan kaibát, og mér er næ
að halda að enski sjéffinn liaf
haldið að við værum í einhverji
sambandi við þennan kafbát, ei
hvers vegna er mér hulin gáta.
Af því að okkur skildist ai
hann væri eitthvað að spyrja un
Framhald á bls. 15.
Mótorbáturinn Snorri frá NorðfirSi. — myndin er frá. NorSfirSi
Grjótdokkan sem ger3 var fyrir gufubátinn Norðfirðing er ekki þar
langt frá sem bryggjur sjást ganga fram í sjóinn.
ií