Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 13
Sjómannadagurinn 1968
GULA SKEKTAN
Framhald af bls. 9.
Voru það flest ungir menn og
var oft glatt á hjalla á kvöld
in og í landlegum, sem voru
sjaldan.
Minnir mig, að Jón heitinn
Benediktsson fiskimatsmaður
á Bíldudal ætti þarna tvo báta.
Var hann þarna framan af út
frá og gaf hann okkur margar
leiðbeiningar og tilsagnar um
tilhögun við róðra þarna o. fl.
Var hann eins og faðir okkar,
sem allt vildi fyrir okkur gera,
svo að við hefðum sem mest
upp úr veru okkar.
Afli okkar varð sæmilegur
og mig minnir, að við værum
methæstir með afla af þeim
átta bátum, sem þarna voru.
Oft var veður fagurt. Man ég
eftir einum heiðríkum morgni,
þegar við fórum á sjó um fjög
urleytið. Sigldum við fram
á miðin og tjölduðum þeim
seglum sem til voru. Kvað þá'
Gísli Jónasson þessa stöku:
„Trúlega í topp má sjá,
tyllt upp hverri dulu,
skal nú verða skriður á,
skektunni þeirri gulu.“
Einu sinni man ég eftir því,
er við vöknuðum til sjóferðar
að ég leit eftir veðri. Var þung
búið loft og lognhægur, en
þung alda inn fjörðinn og Ioft
vog slæm. Sagðist einn háset-
inn vera veikur, enda ekkert
happ að sækja á sjóinn í dag.
Þóttj mér leitt að sitja í landi,
þar sem ekki mátti færri vera
en fjórir ó' bátnum. Reyndi ég
að tala um fyrir honum, að
hann skyldi hressa sig upp á
góðu kaffi. Fóru svo leikar, að
hann fór með okkur, en tregur
mjög og með falsverðri ólund.
Rérum við nú til lóðanna og
byrjuðum við að draga. Veður
var hið sama, nema bakkinn
þykknaði til hafsins og þokan
mjakaðist niður eftir hlíðun-
um. M. o. ö. veðurútlitið í-
skyggilegt, enda líka stutt í
land að fara.
Afli var ágætur og vorum við
Iangt komnir að draga línu þá,
er við áttum innar í firðinum.
Segir þá dráttarmaðurinn, sá
hinn sami, sem veikur var um
morguninn, að nú þyngist lóð
in nokkuð. Var það einstætt,
þar sem þarna er sand- eða
leirbotn, og ekki til festa. En
vanir dráttarinenn finna alltaf
þegar þeir draga annað en lif
andi fiskinn. Þarna er nokkuð
djúpt vatn og fók nokkurn
tíma þar til óhugnalegur feng
ur kom í sjólokin. Hékk þar á
einum lóðaröngli að því er virt
ist eins og leirköggull, og var
öngullinn kræktur í axlabönd
á olíubuxum, eins og sjómenn
voru vanir að nota á skútum á
Vestfjörðum. Um leið og þetta
kom upp úr sjónum skolaðist
leirinn nokkuð af, og sá'st þá í
ber mannsbein. Var hér um að
ræða höfuðlausf lík eða hluta
af líki. En nú slitnaði öngul-
taumurinn og sökk þessi ó-
hugnanlegi dráttur í djúpið, án
þess að við fengjum að gert.
í sama mund sleppti dráttar-
maðurinn lóðinni frá sér, en á
svo að segja sama augnabliki
brast á rokveður af útnorðri, og
var nú snúið til lands með á-
gætan afla á tasplega hálfa línu.
Enda þótt leiðin væri stutt og
innfjarðar, mátti ekki tæpara
standa að við kæmumst lifandi
til lands. Ekki kenndi liásetinn
sér neins meins, þegar í land
var komið, og trúðum við því, að
hann hefði vitað fyrirfram bæði
um það, sem upp kom á lóð-
inni„ og svo áhlaupaveðrið
þennan umrædda dag.
Ég sagði fyrmefndutn Jóni
Benediktssyni fiskimatsmanni
frá þessu atviki um kvöldið, og
þótti honum svo mjög miður,
að við hefðum ekki getað inn-
byrt það, sem upp kam á lóð
inni. Sagði hann mér, að fyrir
nokkrum árum hefði seglskúta
verið að „krusa“ inn Arnar-
fjörð og hefði hún farist utar-
lega í firðinum og taldi hann
að líkið hefði verið af ein-
hverjum er þar fórst.
Alltaf þurfti að afla kúfiskj
ar til beitu. Fórum við ýmist til
Hrafnseyrar eða öfluðum hans
undir hlíðinni fyrir utan Bíldu-
dal. Var það mjög erfitt verk
að afla beitunnar. Varð fyrst
að róa tveggja til þriggja tíma
róður á beitustað, og voru tveir
menn settir í land, en tveir
voru eftir í bátnum. Var gang-
spili komið fyrir i landi, en
langur vír var fluttur út frá
landi með plóg í endanum. Var
plógnum sökkt og tennurnar
látnar snúa niður. Aftur úr
plógkjaftinum var þéttriðið
net, poki. Tóku svo mennirnir
í landi að snúa gangspilinu.
Var ás upp og niður festur í
sterka grind, með hæfilegri
vindu gegnum áshausinn.
Gengu þeir svo í sífellu í kring
um spilið og hífðu þannig plóg
inn nær landi, sem stritaði fast
á móti í kafi í sandi. Þegar bú
ið var að draga plóginn hæfi-
lega langt, hífðu þeir, sem í
bátnum voru hann upp, inn-
byrtu hann og helltu úr pokan
um. Var afli stundum ærið mis
jafn, frá 5 kg. upp í 10-15 kg.
í drætti. Þegar komið var nóg
í bátinn af beitu, var haldið
út í Hlaðsbót. Pokunum var
hent í sjóinn um fjöruborð og
geymdir eins og fyrr segir.
Áður en hægt væri að beita
kúfiski, varð að taka fiskinn
úr skelinni og voru sumir Vest
firðingar sérlega leiknir í því
verki, því kúfiskur hefur til
skamms tíma verið vor og sum
arbeita þeirra, er áður stund-
uðu sjó á árábátum, en nú
trillubátum, á Vestfjörðum.
Eru víða á Vestfjörðum mikil
uppgrip af kúfiski.
Við fórum stundum til
Hrafnseyrar að afla beitu. Þá
bjó þar Böðvar Bjarnason prest
ur og kona hans, Margrét Jóns
dóttir. Fengum við alltaf rausn
arlegar veitingar hjá þeim
hjónum. Sendu hjónin okkur
stundum gott kaffi og kökur
niður í fjöruna, þar sem við
vorum hálfuppgefnir við kú-
fisktekjuna. Aldrei mátti bjóða
borgun fyrir góðgerðir. Enda
samrýmist það ekki ósvikinni
íslenzkri gestrisni eins og
höfð var í heiðri hjá prest-
hjónunum.
Svipaða sögu er að segja,
þegar við heimsóttum bóndann
á Álftamýri, sem er næsti bær
fyrir utan Hlaðsbótina. Þar bjó
þá Gísli Ásgeirsson, velþekkt-
ur dugnaðarbóndi og skip-
stjóri. Stóð ekki á góðum beina
þegar við strákarnir vorum að
skjótast út eftir í landlegum.
Þá var enn á lífi faðir Gísla, Ás
geir Jónsson, en hann var þá
fjörgamall maður. Eitt sinn,
þegar ég kom að Álftamýri
seinnihluta dags í glaða sól-
skini sat Ásgeir utanvert við
húsið og horfði fram á sjóinn.
Hafði hann ,,kíkir“ hjá' sér og
var að „kíkja“ eftir bát, sem
var að lenda í Álftamýrarfjör-
unni. En þegar hann var að
horfa eftir bát á firðinum.lagði
hann „kíkinn" frá sér og sá þá
betur fjær með berum augum.
Sagði Gísli sonur hans mér, að
fyrir nokkru hefði hann séð,
þegar þorskurinn var innbyrt
ur af línunnni fram á firðinum.
Hafði Gísli frábæra sjón. For
faðir hans, séra Jón Ásgeirs-
son á Söndum í Dýrafirði, var
frægur fyrir fjarsýni, og
heyrði ég vestra hinar ótrúleg-
ustu sögur og efast ég ekki um
sannleiksgildi þeirra.
Eitt sinn e r við vorum orðn
ir beitulausir, lögðum við af
stað inn til Hrafnseyrar til
beituöflunar. Þegar við vorum
á leið inneftir, hvessti af norðri
og þegar við komum innundir
Auðkúlu, sem er rétt fyrir utan
Hrafnseyri, var séð, að ekkert
veður var til athafna. Lentum
við því undir Auðkúlubökkum,
settum bátinn upp á þurrt land
hvolfdum honum og tjölduðum
seglum í kring til að fá skjól
því bæði var kominn stormur
og regn. Reynt var að sofna en
bæði var kalt og mikil ærsl í
okkur. Hófum við þegar söng
og fylgdi með talsverður háv-
aði.. Sofnuðum við svo loks út
frá' söngnum. KI. 6 næsta morg
un var veður betra, settum við
bátinn á sjó og fórum til beitu
öflunar. Um daginn færði
prestur okkur góðgerðir að
vanda. Sagði hann okkur, að
komið hefði einhver frá þurra
búðarkotunum, sem eru milli
Auðkúlu og Hrafnseyrar, og
sagt presti, að óskiljanlegur
draugagangur hefði verið þar
ytra um nóttina, bæði gól og há
vaðj. Hygg ég, að sú gáta sé
þeim óráðin ennþá, hver hafi
valdið draugaganginum, en
presti sögðum við sannleikann,
hverjum hann brosti að.
Við hættum róðrum í Hlaðs
bót snemma í september og
höfðum sæmilegar tekjur á
þeirra tíðar vísu. En það, sem
ég taldi þó meira um vert, var,
að þetta sumar var okkur sælu
draumur, og eru það þeir mán
uðir ævi minnar, sem ég á
beztar endurminningar frá. En
því miður fór afli þarna mírink
andi næstu árin vegna mikillar
útgerðar við fjörðinn, og nú er
Hlaðsbót úr sögunni sem úteprfi
arstaður. Ég man ennbá' slétta
landið fyrir utan „Bótina", þar
sem margir ungir sjómenn
stunduðu alls konar saklausa
leiki á kvöldin í góðu veðri,
þegar búið var að gera að afla
og búast undir næsta dag. Það
voru sannar ánægjustundir.
■
Næstu sumur, 1918 og 1919,
réri ég gulu skektunni frá
Fjallaskaga og var afli sérleea
góður 1919. Veturinn eflir
seldi ég fleytuna. Réri eigandi
hennar eitt eða fleiri sumur,
én í ofviðrí fauk hún úr skorð-
um á sjó út og sást ekki urm'di
af henni framar. Þetta var hin
mesta happafleyta meðnn
var í okkar eigu og raunar hins
nýja eiganda líka, þar til
Kári kom henni fyrir kattar-
nef.
HAB Happdrætfi Alþýðublaðsins HAB
NÝTT K.A.B. A ÁRINU 1968. FYRIRKOMULAG SAMA OG A SÍÐASTA ÁR. DREGIÐ TVISVAR A
ÁRINU. 24. JÚNÍ og 23. DESEMBR.
VINNINGAR 24. JÚNÍ:
1. Flugferð fyrir tvo Reykjavík -
Mallorca - Reykjavík. DvaliS á
Mallorca í 2 vikur kr- 19.600,00
2. Ferð fyrir tvo með skipi til
meginlands Evrópu. Kr. 17.000,00
VINNINGAR 23. desember:
1. Bifreið Ford Cortina
Kr. 195.800,00
2. Bifreið Hillmann imp
Kr. 155.000,00
3. Bifreið Volkswagen
Kr. 160.500,00
13