Alþýðublaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 2
I
m
^GOJCtaOŒC^SÍM)
Ritstjórar: Kristján Becsi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr.
120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið - hf.
f FRAKKLAND
Frakkland er nú sýnilega á
barmi byltingar. Ríkisstjórnin
hefur reynt að ná samkomulagi
við; verkalýðshreyfinguna og
taka gætilega á stúdentum til
þess að ekki sjóði uppúr og verri
átök hefjist en verið hafa. Þessi
gæfni virði'st þó ekki ætla að
befa tilætlaðan árangur. Verka-
menn sinna ekki því samkomu-
lagi, er foringjar þeirra hafa gert
við ríkisstjórnina og halda áfram
'verkföllum.
Innanlandsfriður var mjög ó-
tryggur í Frakklandi allt frá lok
um heimsstyrjaldar til valdatöku
de Gaulles. Voru verkföll og upp
þot tíð og jaðraði við enn meiri
átök. Óttuðust margir, að komm
únistar myndu fyrr eða síðar not
færa sér þetta ástand og koma af
stað byltingu, enda voru þeir og
eru mjög sterkir. Svo fór þó
ekki.
Síðasta áratug hefur þetta á-
stand verið _ gerbreytt undir
stjórn de Gaulles. Ýmsir hafa
dregið í efa, að kalla mætti Frakk
land hreint lýðræðisríki, þar sem
stjórn de Gaulles hefur tryggt
sér mikið vald og beitt því ó-
spart. Sem dæml má nefna
franska útvarpið og sjónvarpið,
sem hefur verið tæki í höndum
stjórnarherranna. Myndir af stúd
entauppþotum í París voru sýnd
ar í íslenzka sjónvarpinu og um
'allan heim, en mjög lítið sást af
þeim í franska sjónvarpinu sjálfu.
Hafa starfsmenn sjónvarpsins í
París nú hafið gagnsókn og krefj
ast þess, að fréttaflutningur verði
gefinn frjáls.
Fyrr eða síðar hlaut iað fara
svo, að franska þjóðin risi gegn
hinum einræðiskenndari þætti í
stjórnarfari de Gaulles. Þetta hef
ur nú gerzt og ekki séð fyrir end-
ann á þeim atburðum. Stúdentar
við hinn fornfálega Svartaskóla
kveiktu eldinn, en verkalýðurinn
hefur borið kyndla um gervallt
landið.
Úrelt háskólaskipulag og þröng-
ur efnahagur verkaíólks hafa haft
áhrif á gang mál'a, en barátta
gegn stjórn de Gaulles er þó án
efa aðaiástæðan fyrir því upp-
reisnarástandi, sem ríkir. Þetta
skilur de Gaulle og þess vegna
efnir hann til kosninga. Hann
treystir á íhaldssemi sveitafólks-
ins og ótta margra Fralcka við
kommúnistíska byltingu, og ger-
ir sér þannig vonir um meiri-
hluta. Skal á þessu stigi engu um
það spáð, hvort þær vonir for-
setans rætast.
Frakklandsforseti getur tekið
sér ei'nræðisvald í l'andinu, og
hann hefur sennilega herinn að
baki sér. Hins vegar má de Gaulle
ekki beita hernum fyrr en í fulla
hnefana, það gæti aukið upplausn
ina í landinu og hleypt 'af stað
þeirri borgarastyrjöld, sem flest-
ir vildu forðast.
Stuðningsmenn
GUNNARS THORODDSENS
efna til almenns fundar í Stykkishólmsbíói,
STYKKISHÓLMI,
þriðjudaginn 4. júní kl, 20.30.
Gunnar Thoroddsen og kona lians koma á fundinn.
.
Stuðningsmenn
GUNNARS THORODDSENS
efna til almenns fundar í Röst,
HELLISSANDI,
miðvikudaginn 5. júní kl^ 20.30.
Gunnar Thoroddsen og kona hans koma á fundinn
2 1. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
mammmmmm
filRCð
BELTI og
BELTAH LUTIR
ABELTAVÉLAR
Keðjur Spyrnur Framhjói
Bofnrúílur Topprúllur
Drifhjól Bolfar og Rær
jafnan fyrirliggjandi
BERCO
ér úrvals gæðavara
ó hagsfæðu verði
EINKAUMBOÐ
ALMENNA
VERZLUNARFÉLAGIÐf
SKIPHOLT 15 — SÍMI 10199
Bréfa—•
KASSBNN
Hugleilngar
um hvítasunnu.
NÚ FER í hönd ein af þremur
stórhátíðum kristinna manna,
hvítasunnan, samnefnd hátíð
oss íslendingum í fleiri en ein-
um skilningi. — Hún boðar oss
hækkandi sól, livíta sól og
bjart sumar. Er oss sannarlega
ekki vanþörf ó' góðu sumri með
tilliti til hins myx-ka og snjóa-
þunga vetrar, er nii hefur kvatt.
Þá yrðu og ýmsir sorgaratburð-
ir á innlendum og erlendurri
vettvangi til að gei'a oss þennan
vetur enn myrkai'i og lengri en
ella, og er óþarft að rekja þá
hér.
Hvítasunnuhelgin er löng
helgi og góð. Gefst mönnum þá
vonandi tækifæri til að létta
heimdraganum, stíga upp í bif-
reiðar sínar og þeysa um í
h-umferð með konur, börn og
kunningja — eða þá slappa bara
af, láta sér líða í brjóst og
dreyma sig burt frá daganna
amstri. Verði gott veður, er
ekki að efa, að þjóðvegir verða
þéttsetnir bílum og skyldi þá
enginn gleyma að gá að sér í
samræmi við breytta ökuhætti.
Og þá er ekki annað eftir en
að óska mönnum ánægjulegrar
hátíðar og vænta að hver og
einn noti hana á sem hagkvæm-
astan hátt. Alltof margir góðir
dagar fara í súginn hjá oss á!
ári hverju af margvíslegum á-
stæðum — dýrmætur tími aí
skammri ævi. Vér lifum á tím-
um hraða og anna. Slíkt skapar
nauðsyn á næðisstundum, vín-
lausum flótta frá hversdagsleík-
anum. Eyðileggið nú ekki ykkar
hvítasunnuhelgi og annarra meS
fylliríisför í einhvern Þjórsár-
dalinn!
„Hvítasunnumaður.”
Apótekarinn
eftir Joseph Haydn. • ;
Einnig atriði úr j
Ráðskonuríki, Fidelio
og La traviata.
Stjórnandi Ragnar Björnsson.
Leikstj. EyVindur Erlendsson.
FRUMSÝNING í Tjarnarbæ
þiiðjudaginn 4. júní ki 20.30.
Aðgöngiímiðasala í Tjarnarbæ
laugardag og þriðjudag frá
kl. 5—7. Sími 15171.
Aðeins fjórar. sýningar.