Alþýðublaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 3
7/2 skammbyssur
hjá lögreglunni
Árangur herferðarinnar mjög góður
Sýni.-horn af' byssum, sem lögreglunni hafa borizt.
Ákveðið hefur verið að
le'ngja þann frest, sem hand-
höfum ólöglegra skotvopna
var gefinn fyrir skömmu til
að skila þeim til lögreglu eða
fá þáu skráð, til 15. júní næst-
' komandi.
Bjarki Elíasson tjáði frétta-
mönnum á fundi í gær, að alls
hafi lögreglunni borizt 112
skammbyssur, síðan tilkynn-
ing Dómsmálaráðuneytisins
' um tafarlausa afhendingu ólög
1 legra skotvopna til viðkom-
andi lögregluyfirvalda vai'
bort. Þá hafa einnig borizt fjór
ar vélbyssur, sém gerðar hafa
verið upptækar. Tvær þeirra
höfðu borizt lögreglunn nokkr
I um dögum áður en tilkynning
Dómsmálaráðuneytisins kom
til sögunnar.
|V, ' •
Bjarki kvað alls hafa verið
gefin út 385 leyfi fyrir rifflum
og haglabyssum, síðan frestur-
inn var gefinn.
Eins og skýrt var frá í blaðinu
fyrir nokkru síðan, þá gaf dóms-
málaráðuneytið út tilkynningu
þess efnis, að handhöfum skot-
vopna, sem ekki eru á skrá lög-
regluyfirvalda, eða ef viðkom-
andi hefur ekki byssuleyfi, beri
skilyrðislaust að skila vopnun-
um til lögregluyfirvalda, sem
annað hvort gerir þau upptæk
eða gefur leyfi fyrir þeim.
Bjarki Elíasson yfirlögreglu-
þjónn, sem hefur með að gera
veitingu byssuleyfa og skrán-
ingu skotvopna fyrir hönd lög-
reglunnar í Reykjavik, kvað ó-
löglegum byssum hafa rignt til
lögreglunnar allan tímann, síðan
þessi tilkynning dómsmálaráðu-
neytisins var birt. Síðustu daga
hafi allmargir handhafar ólög-
legra skotvopna farið þess á
leit, að þeir mættu koma með
vöpnin eft.ir helgi, þar sem þeir
gætu ekki komið því við fyrr.
Því hafi orðið að ráði, að dóms-
málaráðuneytið framlengdi
frestinn, sem mönnum var gef-
inn til að skila vopnunum án
þess að viðkomandi verði sóttur
til saka fyrir að hafa í fórum
sínum óskráð vopn.
Ásgeir Thoroddsen fulltrúi í
dómsmálaráðuneytinu _ skýrði
fréttamönnum frá því, að víða
úti um land haff lögregluyfir-
völdum borizt talsvert af ólög-
legum skotvopnum og tók sem
dæmi nokkra staði. Þannig hafi
lögreglunni í Hafnarfirði bor-
izt fimm skammbyssur og sjö
rifflar. Þá hafi verið tilkynnt um
tvö vopnasöfn í Hafnarfirði, en
enn væri ekki búið að ákveða,
hvað yrði gert við þau. í Kópa-
vogi hafi safnast þrjár skamm-
byssur og tvær vélbyssur, í Kefla
vík hafi lögreglunni borizt ein
skammbyssa og á Akureyri
átta skammbyssur.
Ásgeir kvað heimildina fyrir
framlengingu -á frestinum til
afhendingar ólöglegra skot-
vopna hafa verið ákveðna í sam-
ráði við saksóknara ríkisins.
Þá upplýsti Ásgeir Thorodd-
sen fulltrúi í dómsmálaráðu-
neytinu, að í undirbúningi væri
breyting og samræming á reglu
gerðinni um innflutning, sölu
og meðferð á skotvopnum enda
væri reglugerðin, sem nú væri
í gildi um þessi efni, orðin göm-
ul og úr sér gengin. Þá væri
sums staðar á landinu ósam-
ræmi í framkvæmd reglugerðar
innar, þannig, að lágmarksaldur
þeirra sem leyfi fengju til að
meðhöndla skotvopn væri 16 ár
í staðinn fyrir 21 ár.
Bjarki Elíasson kvað allmarga
þeirra, sem skilað hafi rifflum
og haglabyssum til lögreglunnar
undanfarnar vikur, ekki hafa
fengið byssuleyfi og vopnin því
Framhald n 10. síðu.
Hafsteinn Baldvinsson, starfs-
maður Framkvæmdanefndar
hægri umferðar skýrði frá því
á fundi með fréttamönnum í
gær, að gerðar hafi verið athug-
anir á því, hvernig hinum ýmsu
sérleyfishöfum hafi gengið að
halda áætlun síðan hægri um-
ferð tók gildi og hraðatakmark-
anir voru settar á.
Samkvæmt upplýsingum frá
Bifreiðastöð íslands hefur sér-
leyfishöfum gengið vel að halda
áætlun. Tímamismunur á leið-
inni Stykkishólmur — Reykja-
vík hefur verið um það bil 45
mínútur og á leiðinni Reykja-
vík — Hvolsvöllur um það bil
ein klukkustund.
Landleiðir, sem reka strætis-
vagna Hafnarfjarðar, hafa not-
að aukavagn á mestu annatím-
unum. Að öðru leyti mun áæíl-
r
un Hafnarfjarðarvagnanna liafa
gengið vel.
Mjólkurflutningar virðast
hafa gengið alveg eðlilega, þrátt
fyrir hraðatakmarkanirnar, en
vegir hafa verið slæmir á félags-
íþróttanámsskeið fyrir börn
og unglinga verða haldin eins
og undanfarin ár víðs vegar um
Reykjavík í júnímánuði. Verða
þau á 8 stöðum, Ármannsvelli,
KR-velli, við Austurbæjarskól-
ann, á Víkingsvelli, gamla Golf-
vellinum við Hvassaleiti, Rofa-
bæ, og við Álfheimana.
svæði Mjólkursamlags KEA á
Akureyri.
Áætlanir Strætisvagna Kópa-
vogs hafa staðist áætlanir í að-
alatriðum. Aka þeir færri ferðir
Framhald 10. síðu.
Námsskeiðin hefjast fimmtu-
daginn 6. júní næstk. Á hverjum
stað verða 2—3 íþróttakennarar,
sem leiðbeina börnum á aldrinum
5 — 9 ára fy.rir hádegi kl. 9,30—
11,30 og börnum 9 — 12 ára eftir
hádegi kl. 14—16.
Skráning fer fram á hverjum
stað og þátttökugjald er kr 25,
Iþróttanámskeið
fyrir unglinga
Leioln liggur
r
a
Snæfellsnes
Búizt er við mikilli um-
ferð á þjóðvegunum um
hvítasunnuhelgina. Gert er
ráð fyrir að fólk ferðizt mik-
ið á eigin spýtur, en vitað er
um 4 ferðahópa sem leggja
land undir fót. Er þátttaka
góð í öllum ferðunum. Verða
þær allar á -Snæfellsnes, á
vegum Ferðafélags íslands,
Farfugla, Guðmundar Jónas-
sonar og Litla ferðaklúbbs-
ins.
Nokkrir hópar ætluðu í
Þórsmörk, en leiðir þangað
er nú ófær.
NYTT A
ÍSLANDI
Framleitt af Guðmundi Bjarnasyni
með einkaleyfi A M B Oil Corp. II. S. A.
Innihald flöskunnar er hæfilegt á móti
3 1. af smurolíu og eykur það smur-
hæfni og endingu olíunnar um ea. 10%.
• *
AMB er ekki nýtt efni, en eftir margra
I
ára tilraunir og endurbætur má segja
að fullkominn árangur hafi náðst. —
A M B gerir ekki kraftaverk á ónýtri j
vél, en regluleg notkun eykur mjög
endingu vélarinnar og lækkar þar af
leiðandi stórlega reksturskostnað bif- j
reiðarinnar.
1. júní 1968 - ALÞÝÐUBLADIÐ J
í i '