Alþýðublaðið - 01.06.1968, Síða 7

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Síða 7
BÐS§ON ÍÞR®TTIR ri knattspyma EINS og við höfum skýrt frá gefur Knattspyrnusamband ís- lands út fréttablað. Blaðið kom nýlega út og í því eru ýmsar fróðlegar greinar og gagniegar, m. a. sú, sem við birtum hér og er eftir Óla B. Jónsson og nefnist „Betri knattspyrna.” Á ÞEIM 22 árum, sem ég hefi fengizt við knattspyrnuþjálfun, hefi ég fengið töluverða reynslu af knattspyrnumálum okkar. Margt finnst mér geta farið bet- ur en nú fer. Fyrir nokkrum ár- um skrifaði ég í Morgunblaðið þrjár greinar að mig minnir og fjölluðu þær allar um hvað hægt væri að gera til að bæta ís- lenzka knattspyrnu. Engin af þessum tillögum mínum náði Fram og KR leika é þriöjudaginn Þriðji leikur 1. deildakeppni Islandsmótsins í knattspyrnu fer fram á þriðjudaginn, þá leika KR, og Fram á Laugardals vellinum. Búast má við mjög skemmtilegum le'ik, en síðast þegar þessi félög léku í Reykja víkurmótinu vann Fram. Þessi mynd, sem birtist með þessari frétt er af Bjarna Felixssyni og Þórólfi Beck og var tekin á innanhúsæfingu sl. vetur. Þórólfur Beck meiddist í leikn um við Middlesex Wandere'rs í fyrrakvöld og vafasamt er, að hann geti leikið með. fram að ganga, en ekki dugar að gefast upp. Allir vitum við að keppnis- tímabil okkar er síutt, eða frá byrjun maí til september, októ- ber. Þegar þessu lýkur liggur ekkert fyrir, fyrr en í maí næsta ár. Á þessum tíma hætta margir að æfa um lengri eða skemmri tíma. Aðrir snúa sér að þeim keppnisgreinum sem iðkaðar eru innanhúss, þ. e. handknattleik eða körfuknattleik. Þessir pilt- ar fást svo ekki yfir í knatt- spyrnu aftur fyrr en að komið er fram á vor, íþrótt okkar til mikils tjóns. Nú er það hugmynd mín, að þetta langa hvíldartímabil verði brúað með innanhúss-knatt- spynrumótum. Til dæmis Reykjavíkurmóti fyrir áramót, en landsmóti með tvöfaldri um- ferð efíir áramót. Með þessu stæði keppni yfir allan vetur- inn og við misstum ekki knatt- spymumenn yfir í aðrar íþrótta- greinar. Leikreglum og leiktíma' yrð- um við að breyta til þess að henti okkur sem bezt. Við leik- um ekki við aðrar þjóðir i inn- anhúsknattspyrnu og erum því óháðir þeirra reglum. Ég tel að hægt væri að leika 25—30 mín. á hvort mark og að notaður yrði markmaður, er hefði aðeins leyfi til að nota hendur, t. d. 2 mír. fram úr marki og að spyrna mætti á mark hvaðan sem væri af vell- inum. Síðan kæmu 4 leikmenn. aðrir í hvoru liði fyrir utan skiptimenn. Með þessu móti kæmum við að 9—10 mönnum í hvort lið, því að leikurinn yrði erfiður og hver maður stutt inn á í einu. Ég slæ þessu hér fram sem tillögu er KSÍ og KRR geta rætt og vonandi sjá þeir ljós í þessu eins og ég. Annað mál sem er mér ofar- lega í huga er þjálfun yngstu flokkanna. Hjá mörgum félög-' um er þetta mál í megnasta ó- lestri vegna þess að til þessa starfs veljast oft menn, er hafa áhuga en litla getu. Eg hefi fengið tugi af piltum, er hafa gengið í gegn um alla flokkana, þ. e. 5., 4., 3., en ekki kunnað undirstöðuatriði, sem æfa hefði þurft í öllum flokkunum. Til þess að þjálfun unglinga sé góð þarf í hverri kennslustund að fara yfir ákveðnar æfingar, er koma við í öllu því er að knattmeð- ferð lýtur. Með þessu ættu þeir piltar er byrjað hafa að æfa 10 — 11 ára gamlir að vera orðn- ir mjög leiknir með knöttinn t. d. 16 ára. Mín tillaga í þessu ér því sú, að hvert félag skipi yfirþjálfara, er fylgist með þjálfun hjá fé- lagi sínu, leggi á' ráð og hafi fundi með þjálfurum yngri flokkanna. Með þessu ættum við að ná upp töluvert betri knatt- spyrnu en við höfum nú. Þjálfarar verða að sækja námskeið eins oft og þeim er unnt bæði hér heima og erlend- is, annars dragast þeir aftur úr og verða síður hæfir til að ann- ast kennslu. Vegna þess hve blaðið er lít- ið og því rúm takmarkað, ræði ég þessar tillögur ekki frekar. Það sem er á bakvið þessi skrif hjá mér er mjög mikill áhugi fyrir betri knattspyrnu, sem ég er ekki í vafa um að við getum verulega bætt. ÍBK-Schwartz- Weiss á annan í hvítasunnu Fyrsti leikur vestur-þýzka atvinnuliðsins Schwartz-Weiss hér á landi verður á annan í hvítasunnu. Þjóðverjarnir leika við Keflvíkinga í Kefla- vík, en leikurinn hefst kl. 4. Sumarnámskeið Guömundur 18,45 ígær Guðmundur Hermannsson, KR setti enn eitt íslandsmet í kúluvarpi á EÓP-mótinu í gær kvöldi, varpaði 18.45 m., sem er 24 sm. lengra en gamla frá ÍR-mótinu. Flest köst Guðmund ar voru um 18 m., það næst- lengsta 18.02 m. fyrir þau 'oörn, sem s.l. vetur stunduðu nám í 4., 5. og 6. bekk barnaskólanna í Reykjavík, verða haldin á tímabil- inu frá 10. júní til 5. júli og annað frá 6. júlí til 2. ágúst, Námskeiðin fara fram í Laugarnesskóla, Melaskóla og e. t.v. á fleiri stöðum er þátttaka verður mikil. Þátttakendur fá tilsögn í íþróttum, föndri, hjálp í viðlög- um, bókmenntum o.fl. Kynningarferðir verða farnar um borginá og nágrenni. Hvert barn sækir námskeið 3 tíma á dag fyrir eða eftir hádegi. Innritun á námskeið þessi fer fram í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur dagana 4. og 5. júní frá kl. 10-12 og 2-4 báða dagana. Þátttökugjald er kr. 550,00 á nemanda fyrír hvort tímabil og greiðist við innritun. FræðsluskriSsfofa Reykjavíkur. Logtok Að kröfu gjaldhcimtustjórans f. h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrip- framgreiðslum opinberra gjalda, samkvæmt gjaldheimtu- seðli 1967, sem Féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. april, 1. maí, og 1. júní 1968. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattúí, eignarskattur, námsbókagjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, $ysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 40. gr. alm. tryggingalaga, lífeyristryggingagjald atvinmj- rekenda skv. 28. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjalá, alm. tryggingasjóðsgjald, tekjuútsvar, eignaútsvar, að- stöðugjaid, sjúkrasamlagsgjald, iðnlánasjóðsgjald, launa- skattur og iðnaðargjald. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framangreindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar’ auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma, Reykjavík 1. júní 1968. Borgarfógetaembættið. Lesið Aþýðuhlaðið Stuðnmgsmenn GUNNAnS THOTOODSENS í VESTMANNAEYJUM efna til almenns fundar í Samkomutrúsinu fimmtudaginn 6. júní kl 21.00. Gunnar Thoroddsen og kona hans' koma á fundinn. 1. júní 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ J,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.