Alþýðublaðið - 01.06.1968, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 01.06.1968, Qupperneq 11
Framhiiidssaga ©ftlr lÖRGU 3ÚMSB&TTMM TeHchiíigar efUr mmm lar. — Og svo hann Ófeigur, sagði telpan. — Iss, þig dreymdi það bara, sagði drengurinn og kyngdi síð- asta bitanum. — Er mamma komin heim? spurði hann og leit á mig. Ég tók sérstaklega eftir því, að hanrt spurði ekki um pabba sinn. 11. KAFLI. Hver er morðinginn. Um nóttina hélt ég áfram að hugsa. Gvendur vildi lítið sem ekkert tala við mig. Ég vissi vel, hver ástæðan var. Nefnilega það, að Bjössi var næstum sloppinn úr varðhald- — Nei, sagði ég. En amma ykkar er heima. — Iss, hún amma, sagði telp an. — Ég þarf að fylgja ykkur niður og láta hana taka við ykk ur, sagði ég. — Svo hringi ég í lögregluna og læt vita, að þið séuð komin fram. Eiginlega hefði ég átt að hringja löngu fyrr, en. — En þú vonaðir, að við hefð um séð eitthvað, lauk drengur inn við setninguna. Hvorugt þeirra er illa gefið. Þau skildu mig bæði og það fyrr, en Gvendur hefði gert. —• Við sáum ekkert nema hann Ófeig, sagði telpan. — Og það var bara draumur, sagði drengurinn. Svo fór ég með þau niður til ömmu sinnar ov beið eftir því að hann Gvendur kæmi heim. inu. Þeir höfðu álitið, að hann væri sekur og handtekið hann. Eng inn maður hafði látið blekkjast af þessu „í gæzluvarðhaldi með an verið er að sanna fjarvistar sönnun hans.“ Ég ekki heldur. Og nú var Bjössi að renna þeim úr greipum og þeir vissu ekkert um það, hver morðinginn. var. Þeir höfðu nefnilega verið sannfærðir um það frá upphafi, að Bjössi væri morðinginn og nú urðu þeir að borga fyrir heimsku sína. Þeir höfðu leitað að sönnunar miiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiB 20 imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiii1 gögnum, sem gætu sannað sekt hans en alveg gleymt að leita að því, sem sannað gæti sekt ann arra og árangurinn var sá', að þeir urðu að sleppa „morðingj anum" úr haldi og eiga engan eftir. Ég var sífellt að hugsa um í- búðina og hvað það hefði verið, sem hafði stungið mig svo og fengið mig til að halda, að ég gæti ef til vill fundið eitthvað spor til að fara eftir. En ég mundi það bara ekki. Gat það verið, að Ófeigur væri morðinginn? Og hvernig átti ég svo sem að fara að því, að vita, hvort hann væri það eða ekki? Húsmœður t Óhreinindi og blettir, svo sem filubleltir, eggja- bleltir og blóðblettir, hverla á augabragði, ef notað er HENK-O-MAT í forþvottinn eða til að leggja i bleyti. Síðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ _ Kaxao-, JZ'- »i,ch-’ ^gelb- Blutfie^en • usw. llte?hSCJ,mitteí - aktiv g^erJSrPSlSch^j Það var til einskis fyrir mig, að segja við hann Gvend, að Magga litla hefði séð Ófeig í í- búð Magdalenu, en að Siggi hefði sagt, að það væri bara draumur einn. Ekki gat ég beðið Ófeig' um að tala við mig. Það hefði að eins vérið heimskulegt. Gvendur hringdi rétt fyrir hálf fimm og sagðist eklci búast við að koma fyrr en um sexleytið. Kannski ekki fyrr en klukkan átta. Það getur hvorki komið eitt né neitt fyrir á svona stuttum tíma, hugsaði ég og tók upp símann. Það var rétt að komast að því strax, hvort Magga litla hefði haft rétt fyrir sér eða ekki. Ég hringdi beint á skrifstof- una til hans Ófeigs, — Sæll, sagði ég og vissi þó raunar ekki, hvort ég átti að þúa hann eða þéra. Mér kom heldur ekki neitt annað til hugar. Það var engin spurning, sem ég gat spurt Gvend sem einhver annar hafði ekki spurt á undan mér, annað hvort fulltrúar eða rannsóknar- lögreglumenn. Ekkert. Og þetta var í fyrsta skipti, sem mér tókst að gera eitthvað upp á eigin spýtur í þessu máli. Það hafði verið allt öðru vísi heima. Þar þekkti ég alla. En hérna, þekkti ég engan. Og þó. Var ekki fólk alltaf fólk og og hafði frk. Maple í Agathe Christie reyfurunum ekki, ein mitt leyst öll sín vandamál út frá fólki, sem hún hafði kynnzt í litlu þorpi? Og þá, loksins þ, vissi ég, hver lausnin var. Þegar Ófeigur sagði — Hver er það?, svaraði ég. — Ég. heiti Jóhanna, sagði ég og hjartað barðist um í brjósti mér. Ég er konan hans Guðmund ar rannsóknarlögreglumanns. Mig langar til að tala við þig. — Ég veit ekki til þess, að við höfum um neitt sérstakt að tala, sagði Ófeigur og hann reyndi að hlæja. — Hvað heldurðu að mað urinn þinn segði, ef hann vissi, að þu hringir í karlmenn og seg ist verða að tala við þá? —• Ég veit það ekki, sagði ég. Eg held hins vegar, að þú vitir vel hvað ég á við, þegar ég segi þér, að ég verð að fá að tala við þig á stundinni út af Bjössa. Hann þagði augnablik og spurði svo: „Ertu ein?“ — Ég verð ein til klu.kkan tíu í kvöld, svaraði ég, vel vitandi þess, að þetta var lýgi. — Þá kem ég rétt fyrir sjö, sagði Ófeigur. — Ég kemst ekki fyrr. Við Dísa erum að fara er- lendis á morgun. Og það var nú það. Að vísu gat vel verið, að Ó- feigur hefði aðeins samþykkt að var velviljaður Friðrikku og tala við mig, vegna þess að hann Bjössa. Mér fannst samt einhvern veginn að svo væri ekki. Ég var dálítið hrædd og þó vissi ég með sjálfri mér, að ekk 1. jú ert gæti komið fyrir. Yrði Gvendur kominn heim myndi ég fá hann til að þegja meðan ég talaði við 'Ófeig. Ef hann yrði ekki kominn, myndi ég treysta á' að hann kæmi í tíma, ef. Já, ef hvað? Ég veit ekki enn, hvað ég hélt hélt, að kæmi fyrir. En ég mundi mmm mí im E&m TEGMMM láá , sm? m m L_=_J JM Það er smekks- atriði hitt er staðreynd að allt er þetta úrvalskaffi. Þess vegna eru allar tegundirnar svona hressandi. O.JDHNSON & KAABER VEIJUM ÍSIENZKT <H) iSLENZKAN IDNÁD ií 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ lí

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.