Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 1
Leikrit eftir Kamban flutt \ fyrsta skipti á íslenzku í KVÖLD kl. 20,00 flytur Kjkisútvarpið, hljóðvarp, í fyrsta skipíi á íslenzku eitt af leikritum Guðmundár heitins Kambans, rithöfundar, „Öræía- stjörnur” ejns og það nefnist í nýlegri þýðingu Tómasar Guð- mundssonar sk.'lds. Annars hefur leikrit þetta hingað til gengið undir nafninu „Stjörn- ur eyðimerkurinnar.” Leikstjóri er Helgi Skúla- son, en helztu hlutverk í hönd- ,um íslenzkra úrvalsleikara: Helgu Backmann, Gísla Hall- dórssonar, Róberts Arnfinns- sonar, Vais Gíslasonar, Jóns Að- ils, Ævars R. Kvarans, Þor- steins Ö. Stephensen o. fl. Tek- ur flutningur leiksins tvær klukkustundir. Þó að leikritið „Öræfa- stjörnur” sé frá árinu 1925, er efni þess engu að síður sígiit og sammannlegt. Um það íar- ast Kristni E. Andréssyni, mag- ister, svo orð í bók sinni „ís- lenzkar bókmenntir 1918 — 1948” : „Höfuðpersónan í STJÖRN- UM EYÐIMERKURINNAR er vændiskona. Hún er stolt í niðurlægingu sinni, er hún þrá- ir að sigrast á, og ber höfuðið hátt. Málsvöm hennar er flutt Guðmundur Kamban. af djörfung, og þjóðfélagið eða stórborgin látin bera sök á ör- lögum hennar.” Það má tvímælalaust telja viðburð í íslenzku leiklistar- lífi, að verk eftir Guðmund Kamban skuli nú tekið hér til flutnings fyrsta sinni. Kamban er einhver fremsti leikritahöf- undur, sem íslendingar hafa átt, og líklega 'sá eini á' heims- mælikvarða. Um Kamban hef- ur verið óþai-flega hljótt hin síðari ár, en nú virðist sem þar sé að verða breyting á og var raunar ekki seinna vænna. Þjóðleikhúsið hefur að undan- § förnu sýnt leikrit hans, „Vér morðingjar” við ágæta aðsókn og dóma, — og Tómas skáld Guðmundsson undirbýr nú heildarútgáfu verka hans undir prentun, þ.á.m. öll leikritin. Guðmundur Jónsson Kamban fæddist árið 1888, sigldi til Kaupmannahafnar árið 1910 og dvaldist eftir það lengstum er- lendis, þar sem hann vann sér mikinn hróður, einkanlega sem leikritaskáld. Af leikritum hans má auk ofantalinna verka ncfna: „Hadda Padda” 1914; „Konungsglíman”, 1915; „Mar- mari” 1918; „Hin arabisku tjöld” 1921, og „Sendiherrann frá Júpíter” 1929. — Kamban var skotinn til bana vegna misskilnings af dönskum ætt- jarðarvinum í stríðslok 1945.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.