Alþýðublaðið - 22.06.1968, Side 4
HRINGANÓRINN
Fyrir skömmu birtum við
mynd af fallegum 2ja mánaða
gömlum Hringanóra sem var
á leið til Vestmannaeyja frá
ísafirði. Kópurinn náðist með
þeim hætti að báturinn Gull
faxi frá ísafirði fann hann um
12 mílur út af Vestfjörðum og
buðu skipstjórinn Ægir Ólafs
son og vélstjórinn Sigurður
Helgason sjóminja- og nátt
úrugripasafninu í Vestmanna
eyjum kópinn. Flugfélag ís-
lands sýndi mikla hjálpsemi
í þessu máli og flutti kópinn
frá ísafirðj til Vestmannae'yja
og sá um að hann hlyti beztu
iTækin athuguð og rætt um fyrirkomulag keppninn >r. A myndinni eru auk keppenda nokknr ahuga-
samir félagsmenn i golfklúbbninn, sem notuðu góða veðrið þennan dag.
reyndar sést ekki á myndhmi. Frá vinstri: Hallur, Jón og Iljörtur.
Urslit urðu annars sem hér
segir: högg
i. Atli Steinarss., Mbl. .. 33
2. Hallur Símn., Tím. .. 38
3. Kristm. Eiðss.Alþbl. .. 42
4. Jón B. Pét., Vísi ., , . . 44
5. Hjörtur Gunn. Þjv. .. 54
6. Sig. Hreiðar, Vik. ., ...59
7. Alf., Tímanum ..., ...72
umönnun á leiðinni.
Blaðamenn í golfi
fslandsmynd
í Litlabíói
ÞAÐ er nú orðinn fastur
liður í starfsemi Golfklúbbs
Ness að standa fyrir meistara-
móti blaðamanna í golfi, ef nota
má stór orð um lítinn en
skemmtilegan viðburð. Síðast-
liðin þrjú ár hafa reykvískir
blaðamenn leitt saman hesta sína
og háð harða og tvísýna bar-
áttu í hinni göfugu íþrótt, golfi.
Víst er þetta göfug íþrótt, því
að hún fer ekki í manngreinar-
álit. Allir, sem á annað borð
geta vettlingi valdið og limi
hrært, eru golftækir, en það er
meira en hægt er að segja um
ýmsar greinir íþrótta.
Eins og fyrr getur, hafa blaða
menn þrívegis háð innbyrðis
keppni í golfi, og fór sú síðasta
fram á miðvikudaginn var á vclli
Golfklúbbs Ness í blíðskapar-
veðri.
Þátttakendur voru fleiri en
nokkru sinni fyrr, eða sjö frá sex
blöðum, og einnig voru leiknar
fleiri holur en áður eða sex. —
Frammistaða keppenda var einn-
ig mun betri en á fyrstu tveimur
mótunum, og til mar.ks um það
er sú staðreynd, að vindhögg
voru með fæsta móti, og þrir
keppenda komust reyndar svo
langt að leika eina til þrjár hol-
ur í aðeins einu höggi yfir pari,
en það vill segja, að þeir komu
kúlum sínum í höfn með aðeins
einu höggi meira en talið er
eðlilegt. Blaðamönnum til afböt-
unar skal þó tekið fram, að marg-
ir þjálfaðir kylfingar nota „ó-
eðlilega” mörg högg á stundum.
En snúum okkur aftur að
meistaramóti blaðamanna. Eftir
fyrstu holu leiddi Morgunblaðs-
maðurinn og hélt hann naumu
forskoti það sem eftir var
keppninnar.
í öðru sæti varð Tímamaður-
inn, en hann var sigurvegari á
síðasta ári. í þriðja sæti hafn-
aði svo fulltrúi þessa blaðs, en
síðan komu keppendur Vísis,
Þjóðviljans, Vikunnar og auka-
keppandi Tímans í nefndri
röð.
Að keppni lokinni afhenti
Pétur Björnsson, formaður Golf-
klúbbs Ness, sigurvegaranum,
Atla Steinarssyni, fagra styttu
til eignar og tilkynnti um leið,
að á næsta móti, sem fer fram
að ári liðnu, yrðu leiknar níu
holur.
Og hér er verið að „pútta” í
síðustu holuna. Það eru kepp
endur Alþ.bl. og Mbl. (að ofan)
sem eru að greiða síðustu högg
in.
Starfsemi kvikmyndaklúbbs-
ins í Litlabíó heldur áfram
við sívaxandi aðsókn og vin-
sældir. Þar e'ru tvær sýning
ar daglega og jafnaðarlega
tvær myndir, eða prógrömm
í gangi í einu. Hvern föstu
dag hefjast sýningar á nýrri
mynd eða myndaseríu.
í gær áttu aðhefjast sýningar
á franskri mynd: L’Atalante eft
ir Jean Vigo. Mynd þessi hef-
ur enn ekki borizt til lands
ins vegna tru.flana í samgöng
um við Frakkland, og því
verður að gera þær breyting
ar á dagskrá klúbbsins þessa
að ístað myndar V"igos kemur
safn stuttra mynda frá ýmsum
löndum, sem ráðgert hafði
verið síðar á sumrinu en hin
myndin flytzt aftur.
Myndir þær sem sýningar
hófust á í gær, föstudag
eru þrjár og ber þar hæst
danska íslandskvikmynd frá
árinu 1938 ,,Billeder fra Is-
land“ gerð af Kapt. Dam.
Mynd þessi er ekki einasta fróð
leg og skemmtileg heimild um
ísiand fyrirstríðsáranna held-
ur einnig furðanlega gott kvik
myndaverk og vissulega er
þónokkur leit að betur gerð
um heimildarmyndum um ís-
land, ef slík mynd hefur þá
verið gerð. Til marks um heim
ildargildi þessarar myndar
mætti t-d. benda á það að í
henni eru myndir frá sundlaug
unum gömlu, sem nú er ver
ið að loka, en textinn með
þeim myndum hljóðar svo: ,,í
Reykjavík hefur verið komið
upp nútíma sundlaug“.
Með íslandsmyndinni eru
eru sýndar tvær aðrar stutt-
ar myndir. Önnur er tékknesk
gamanmynd, gerð árið 1964
eftir smásögu Jaroslavs Has-
Fíamhald á 9. siðu.
HEYRT&’
SÉÐ
1,4 '!■ júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ