Alþýðublaðið - 22.06.1968, Qupperneq 6
Minning:
STURLAUGUR JÓNSSON
JARÐSUNGINN verður í dag
frá Fossvogskirkju Sturlaugur
Jónsson stórkaupmaður, en hann
andaðist í sjúkrahúsi Hvíta-
bandsins 13. júní eftir stutta
legu.
Sturlaugur var af merkum
sunnlenzkum ættum, fæddist að
Skipum í Stokkseyrarhreppi 10.
desember 1895, sonur Jóns hafn-
sögumanns í Vinaminni á
/iðalfundur
líaupféfags
fsfirðlnga.
A.ÐALFUNDUR Kaupfélags
ísfirðinga var haldinn í fund-
arsal K.í. sunnudaginn 9. þ.
m. Var hann að venju fjöl-
sót'ur og rædd ýmis mál fé-
lagsmanna. Reksturshalli varð
á árinu, þrátt fyrir sölu á hús-
eign félagsins við Silfurgötu.
Kaupfélagsstjóri er Jóhann T.
Bjarnason, en formaður félags-
ins er Marías Þ. Guðmunds-
son, forstjóri.
Stokksejrri Sturlaugssonar í
Starkaðarhúsum Jónssonar á
Syðsta-Kekki Sturlaugssonar í
Eystri-Rauðarhól Jónssonar á
Grjótlæk Bergssonar og konu
hans, Vilborgar Hannesdóttur
frá Skipum Runólfssonar í Rana-
koti efra. Föðurætt Sturlaugs
Jónssonar er víðkunn fyrir dugn-
að og gáfur. Bróðir afa hans og
naína, Sturlaugs I Starkaðar-
húsum, var Páll á Syðra-Seli,
faðir Bjarna organista í Götu,
Jóns bankagjaldkera og rithöf-
undar og ísólfs tónskálds. Móð-
urkynið er' einnig þekkt að tápi
og farsæld, og Sturlaugur sór
sig í báðar ættimar.
Jón Sturlaugsson í Vinaminni
var frægur sægarpur og Vilborg
Hannesdóttir í hópi prúðustu
og vinsælustu kvenna á Stokks-
eyri. Börn þeirra voru mörg og
efnileg. Sturlaugur fetaði brátt
í spor feðra sinna og stundaði
ungur vélstjórn og formennsku
á Stokkseyri og í Vestmanna-
eyjum, en hugði senn á nýjan
frama. Hann nam við Verzlun-
arskóla íslands tvo vetur og lauk
þaðan glæsilegu prófi. Vann
hann eftir það skamma hríð hjá
leðurvöruverzlun Jóns Brynj-
ólfssonar í Reykjavík, en stofn-
aði 1925 heildsölu og umboðs-
verzlun, er hann rak fyrst i
byggingu Nathan & Olsen, þá í
Ellingssenshúsinu og loks að
Vesturgötu 16. Framan af átti
hann fyrirtækj sitt í félagi við
aðra, en Iengst af einn. Verzl-
aði hann sér í lagi með vélar
og tæki í skip og báta og átti
ríkan þátt í umsvifum og þróun
sjóvarútvegsins. Kona Sturlaugs
var Guðborg Þórðardóttir í
Laugabóli vestur Jónssonar og
Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu,
en hún lézt í fyrravor. Synir
þeirra tveir, Jón og Þórður, starfa
báðir við fyrirtæki föður síns.
Sturlaugur rækti dyggilega
skyldur við átthaga og uppruna.
Hann stofnaði Stokkseyringafé-
Iagið í Reykjavík á sínum tíma
og var fyrsti formaður þess
lengi. Man ég hann frá bernsku-
dögunum austur á Stokkseyri
og kynntist honum fljótt í
Reykjavík. Var Sturlaugur um
margt einstakur maður, prýði-
lega gáfaður og menntaður,
Sturlaugur Jónsson,
sjálfstæður í skoðunum, en sér-
lundaður, fróður af lestri og
lífsreynslu, glettinn í samtali
og gæddur næmu skopskyni, dár
lítið háðskur og beinskeyttur í
ályktunum og tilsvörum, en
raungóður og tryggur vinum og
kunningjum, hamhleypa til
vinnu, ef hann vildi eða þurfti,
en samt varfærinn og gætinn.
Gaman var að deila við hann
geði, en þó grunar mig, að hann
léti ekki uppi nema hug sinn
hálfan. Sturlaugur mun hafa
verið dulur í skapi, en hann
harkaði gjarnan af sér alvöru
og mótlæti á góðri stund og
glöðum fundi. Hann verður sam-
tíðarmönnum harla minnisstæð-
ur.
Með okkur Sturlaugi var ágæt-
ur kimningsskapur, þó að við
værum ólíkir. H)mn reyndist
mér sannur drengur, er miklu
skipti, og fæ ég það aldrei
þakkað. Ógleymanlegt var að
rifjá upp með honum minning-
ar um fólk og atburði austur á
Stokkseyri. Þá fannst mér
stundum, að Jón faðir hans
sæti hjá okkur og reykti pípu
' sína, en í henni kveikti hann
. Úti á víðavarigi í öllum veðrum,
og var shkt ein af íþröttum
hans. Mat Sturlaugur mikils
siði og hætti fortíðarinnar og
gein aldrei við nýjungum, þó
að hann hagnýtti sér tækifæri
nýrrar aldar og reyndist henni
vænn þegn. Líktist hann í því
efni forfeðrum sínum, er sóttu
sjó af kappi og fyrirhyggju og
létu fátt koma sér á óvart, hvort
sem móti blés eða í lyndi lék.
Þeir höfðu áhættuna á valdi
sínu.
Ekki veit ég skoðanir Stur-
laugs á lifi og dauða, en hann
átti til hjátrú. Fannst honum
til dæmis talan þrettán óheilla-
vænleg, og er því skrýtin hend-
ing, að hann skyldi deyja einmitt
13. júní. Hann hverfur af sjón-
arsviðinu um aldur fram, en
enginn má sköpum renna. Mað-
ur hittir hann ekki í pósthúsinu
eða á götunni framar, en Stur-
laugur Jónsson er þó ekki all-
ur, því að minningin blífur, og
starfa hans mun enn lengi gæta.
Helgi Sæmundsson.
LKYNNING um hverfis- og
ýsingaskrifstofur
ristjáns Eldjárns
Ausfurbæjarskó!
Sjómannaskól
Laugarnesskó!
Langholtsskól
Breiðagerðisskól
Árbæjarskól
Álftamýrarskól
Melaskól
Miðbæjarskól
Mýrarhúsaskól
Veghúsastíg 7, símar 42627, 42628.
Brautarholt 18, símar 42630, 42631.
Laugarnesvegur 62, símar 83914, 83915.
Langholtsvegur 86, símar 84730, 84731.
Grensásveg 50, símar 83906, 83907.
Hraunbæ 20. 3.h. símar 84734, 84735.
Síðumúla 17, símar 83990, 83991.
Hjarðarhaga 47, símar auglýstir síðar.
Bankastræti 6, símar 83802, 83803.
Vallarbraut 16, símar 13206, 10655.
Ofantaldar skrifstofur verða opnar alla n daginn frá og með sunnudegi 23. júní.
SjálfboðaliSar, sem unnið geta fram að kjördegt eða á kjördag, ásamt þeim,
sem iánað geta bifrelðar eru vinsamlegast beðnir að láta skrásigá viðkomandi
hverffjsskrifstofu hið allra fyrsta.
ameiginiegt átak tryggir sigur
0 22. júní 1963
ALÞÝÐUBLAÐI0