Alþýðublaðið - 22.06.1968, Síða 10

Alþýðublaðið - 22.06.1968, Síða 10
Helztu framtiðarverkefni í vinnslu efna úr sjó Hér á landi hefur vinnsla efna úr sjó verið til athugunar í tæpa tvo áratugi. Raforkumála- EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Bursfafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3, Sími 38840. Sendum ókeypis verðlista yfir frímerki og f rímerk j a vörur. bilqsoiki GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Simar 19032 og 20070. Trúlofunar- fiiringar Sendum gegn póstkröfu. Fl.'iót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson | ghllsmiður. ' Bánkastræti 12. skrifstofan hóf slíkar rannsókn- ir upp úr 1950, en á síðustu ár- um hafa þær aðallega verið í höndum Rannsóknarráðs ríkis- ins. Þá hefur Sementsverksmiðja ríkisins um tíu ára skeið hag- nýtt efni af sjávarbotni til fram- leiðslu sinnar. Einnig má geta rannsókna á nýtingu sæþörunga, sem Orkustofnunin hefur haft með höndum síðan 1956. í dag verður athygli sýningar gesta á sjávarsýningunni í Laug ardalshöll einkum beint að starf semi þeirra fyrirtækja og stofn- ana, sem fást við rannsóknir á vinnslu efna úr sjó og af sjávar- botni, en þau eru Orkustofnunin Rannsóknarráð ríkisins og Sem- entsverksmiðjan. Á fundi með fréttamönnum í gær gáfu forráðamenn Orkustofn unarinnar stutt yfirlit um ^þau verkefni, sem sú stofnun viímur aS, og eru í tengslum við hafið kringum landið. Auk þess, sem fyrr er getið, má nefna, að nú eiga sér stað boranir á Reykjanesi, þar sem aðstæður til sjóefnavinnslu virð ast hagstæðari en annars staðar. Þessar boranir eru kosíaðar af Orkusjóði, en Orkustofnunin sér um framkvæmd þeirra. Athug- anir þær á nýtingu sæþörunga, sem fyrr getur, hafa einkum beinzt að nýtingu þaramiða á Breiðafirði með þurrkun við jarð varma á Reykhólum í huga. Einn ig hafa farið fram athugnir á möguleikum á framleiðsiu þang í SÍÐUSTU viku lézt í Svíþjóð hið kunna tónskáld Karl Birger Blomdahl, sem fyrir tveimur árum sótti ísland heim og veitti hér viðtöku Tónskáldaverð- launum Norðurlandaráðs. Karl-Birger Blomdahl var aðeins 51 árs gamall, er hann lézt, og í fremstu röð nútímaskálda á Norður- löndum. mjöls á Eyrarbakka og Stokks- eyri. En hins vegar er ódýr orka í nægjanlegu magni grundvöllur þeirrar efnavinnslu, sem hér um ræðir. Eins og kunnugt er ræður ísland yfir miklum auðlindum vatnsorku og jarðvarma. Áætl- að er, að tæknilega virkjanleg vatnsorka sé um 35000000000 kílóvvattstundir á ári og af því eru nú í kringum 2% virkjuð. Lausleg áætlun bendir til þess, að orka jarðhitasvæðanna sé á- líka mikil og eru þá nýtt af henni um 3%. ÁtökTRi<r Fi-amhlad af 1. síðu. lögregluna úr gluggum nærliggj andi skr'ifstofubygginga. í fyrrakvöld voru 400 stúdent ar handteknir eftir átök við lög regluna. Samkvæmt lýsingum sjónar- votta hefur herlögreglan algjör lega misst öll tök í Rio, en þar hafa undanfarna daga átt sér stað grimmilegar stúdentaóeirð Sr. Dómsmálaráðherrann, Luiz Antania Silva, hefur haldið fundi með æðstu mönnum landhers, flughers og flota, og þess er vænzt, að liersíveitum verði beitt í baráttunni gegn súdent um. Iþróttir FramliaJd 7. síðu. um hina keppendurna, því allir voru iangt frá sínu bezta. Fyrir keppnina höfðu sex varpað lengra en Guðmundur. Erlendur gerði fyrsta kastið sitt ógilt og það var um 50 m. Annað kast hans mældist. 50,54 og það þriðja var ca. 53 m., en því miður ógilt. Áhorfendur voru 20 til 30 þús und, þó að mótið færi fram um miðjan dag á virkum degi. Sundlaugsrnar Framhald af 3. síðu braut eftir sundlauginni endi langri. Á stærri myndinni sést hvar áhorfendasvæði nýju sundlaug arinnar gnæfir yfir feyskna veggi þeirrar gömlu og á minni myndinn'i er Sigurjón Kjart- " ansson hinn ötuli „niðurrifs- maður“. (Ljósm. Bj. Bj.). Leikfélagöð Fram'hald af 5. síðu. land allt. Eiga ekki einu sinni Vestfirðingar að fara varhluta af för þessari. Gísli Alfreðsson verður fararstjóri. Synd væri að segja, að Þjóð- leikhússmenn sætu aðgerðarlaus ir um þessar mundir. Eins og kunnugt er, ferðast nú leikflokk ur Liila sviðsins í Tjarnarbæ um landið með Billy lygara. Einnig verður næstkomandi laugardags- kvöld sýndur kafli úr íslands- ALÞÝÐUBLAÐIÐ •>; - klukku Laxness að Hlíðarenda koti í Fljótshlíð á samkomu, sem þar verður haldin á vegum Bún- aðarsambands Suðurlands i til- efni af 60 ára afmæli þess. Heyrnardaufir Framhald af 3. síðu. landi til að minnka vanda fólks með skerta heyrn. Hann kvað skilning manna á Norðurlöndum hafa aukizt mjög á undanförn- um árum á þessum vanda. Gylfi Baldursson forstöðumað ur heyrnamiðstöðvarinnar við Heilsuverndarstöðina, sem situr fundinn, tjáði fréttamönnum, að á síðastliðnu ári hafi 320 manns fengið sérstök heyrnartæki til notkunar vegna skertrar heyrn- ar. Hann sagði, að reiknað væri með því, að í hverjum 30 barna | bekk í barnaskólum hér á landi væru að meðaltali 2 börn, sem þyrftu á sérstakri aðstoð að halda vegna heyrnardeyfu, en þess væri þó að geta, að oftasí væri um að ræða smávægilega að stoð. Undanfarin ár hafi heyrn barna í sjö, níu og tólf ára bekkj um barnaskólanna verið mæld, en því miður ætti þetta aðeins við börn í barnaskólum Reykja- víkur. Á dagskrá aðalfundarins í gær var fjallað m.a. um vandamál heyrnardaufra á Norðurlöndum almennt, tæknilega og læknis- fræðilega meðhöndlun þeirra, sem heyrnardaufir eru og kennslu þeirra. Þá var og rætt um nauðsyn þess, að sjónvarp sendi út sérstakar dagskrár eða dagskrárliði fyrir heyrnarlausa og fréttaútsendingum fylgdu textar fyrir þá, sem ekkj heyrðu fréttalesturinn. A. Fransson kvað 6jónvarps stöðvar á Norðurlöndum hafa sýnt þessu skilning og þannig hafi sænska sjónvarpið haft sér stakar dagskrár fyrir heyrnar- lausa og sama hafi danska sjón- varpið gert. Þess skal getið, að í vetur sýndi íslenzka sjónvarp- ið sérstakan þátt um vandamál heyrnarlausra. Eitt þeirra atriða, sem á dag- skrá voru á aðalfundi „Nordisk Audiolgisk Samfund" í gær, voru umræður um niðurfellingu tolla á heyrnartækjum. Megin- þorri þeirra heyrnartækja, sem notuð eru á Norðurlöndum eru dönsk. 15% tollur er á heyrnar- tækjum, sem flutt eru hingað til lands. Ökukennsla. Kenni á VW.bifreið. VALDIMAR LÁRUSSON. Uppl. í síma 42123. SEVIURSTÖÐIN SÆTÚNI 4 _ SÍMI 16 2 27 BÍLLINN ER SMURÐUR FLJÓTT OQ VEL. SELJUM ALLAR TEGUNDIR AF SMUROLÍU. ALMENNUR FUNDUR vegna framboðs Gunnars Thoroddsens til forseta’kjörs 30. júní n.k., verður haldinn í Selfossbíói þriðjudaginn 24. júní kl. 21. Lúðra- sveit Selfoss leikur í uppbafi fundarins, ræður og ávörp verða flutt. Gunnar Thorodd- sen og kona hans koma á fundinn. Sunnlend- ingar! fjölmennum og hefjum þannig loka- sókn til sigurs Gunnars Thoroddsens í kosn- ingunum. Faðir okkar t 1 STURLAUGUR JÓNSSON, stórkaupmaður, '■ verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, laugardaginn 22. júní 1968 kl. 10.30. ! Jón Sturlaugsson, Þórður Sturlaugsson. Fóstra okkar J VIGDÍS G. BLÖNDAL, Iézt þriðjudaginn 8. þ.m. Útföri hennar verður gerð mánu- daginmi 24. júní n.k. kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Þeim sem vildu miinmaist hennar, er vinsamlegast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Nanna Björnsdóttir, Vignir Benediktsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.