Alþýðublaðið - 12.07.1968, Page 3
„Engin veruleg
átirif frá afa“
— Ég held mér sé óhæ'ct að
segja, að hér kenni engra veru-
legra áhrifa frá afa, sagði Kol-
brún S. Kjarval, sonardóttir
Jóhannesar S. Kjarval, er hún
-------------------------,
Efnahagslegar
gleðifréttir
LONDON, 11. júlí. —- Bretar
virtust í kvöld mega vænta batn-
andi efnahags um sinn, er hver
gleðifréttin rak aðra frá stjórn-
inni. Innflutningur í júní hafði
orðið minni en nokkru sinni
-síðan í desember og 39 miiijón-
um pundurn minni en í síðasta
mánuði, en hins vegar hafði
útflutningsverðmæti aukizt um
10 millj. punda, sem er fyrsta
aukning síðan í janúar s.i. Hinn
óhagstæðí verzlunarjöfnuður
minnkaði um 36 milljónir punda,
og er lægri en nokkru sinni
síðustu fimm mánuði. Sterlings-
Pund hækkar í verði og menn
sækjast eftir því., Svo er' því
áð sjá’, sem hinar hörðu ráð-
stafanir stjórnarinnar, sem
Bretar hafa kvartað yfir, beri á-
rangur á efnahagssviðinu.
„Það var
sýndi blaðamönnum sýningu þá
á steintaui, sem opnuð verður í
Unuhúsi við Veghúsastíg klukk-
an 19 í kvöld.
Kolbrún útskrifaðist frá hin-
um kunna listaskóla Edinborough
College of Arts nú í vor og sýn-
ir á þessari fyrstu sýningu sinni
listaverk þau, er hún gerði í
s^pihandi við nám sitt þar. Hún
sýnir um 250 leirmuni og eru
þeir allir til sölu við sanngjörnu
verði. Sýningin verður opin til
30. þ. m. frá klukkan 10 árdegis
til 22 síðdegis dag hvern.
Á sýningu Kolbrúnar kennir
margra grasa og mun hún án efa
vekja óskipta athygli almenn-
ings, enda ættu allir að geta fest
sér þar listræna búsmuni unna
af faglegri þekkingu^ og ósvik-
inni listgáfu. Kolbrún á ekki
langt að sækja þetta: Hún er svo
sem gat í upphafi dóttir Sveins
Kjiarvals, arkitekts, og sonar-
dóttir Jóhannesar Kjarvals. —
Eldri systir Kolbrúnar, Hrafn-
hildur Tove Kjarval, er einnig
leirkerasmiður, en bróðir henn-
ar, Jóhannes, yngri, nemur úr
arkitektúr erlendis.
Aðspurð kvaðst Kolbrún hafa
Framhald á bls. 14.
Kolbrún S. Kjarval með tvo
spar'ibauka unna úr leir.
Mitterand
oð kenna'
Francois Mitterand er nú
'i orðinn sektarlamb vinstri
manna í Frakklandi. Þessi 52
. ára gámli stjórnmáiamaffur,
sem virtist hafa gefiff vinstri
arminum nýtt andlit og álit,
er hann bauff sig fram gegn
de Gaulle í forsetakosningun-
um og fékk svo mörg atkvæffi,
aff greiffa varff atkvæffi aff
nýju, er nú talinn orsök kosn
ingaósigursins um daginn.
Margir frambjóðendur, sem
f féllu í kosningunum, segja nú:
,,Það er Mitterand að kenna“,
segir 'blaðið L’Express.
En skoðanakannanir hafa
sýnt, að það eru ekki aðeins
fallkandídatarnir, sem hafa
skipt um skoðun á honum.
Kjósendur, sem í forseiakosn
ingunum fannst andstaða hans
gegn gaulliistum hraustleg,
lýsa nú framkomu hans í sjón
varpinu gegn gaullistum ó-
þægileg. Hann virtist metnað-
1 argjarn og hrokafullur skrum
ari, segja þeir. Þeim fannst
gagnrýni hans óhófleg.
Enn hefur igagnrýnin þó
ekki náð upp í æðstu stjórn
Vinstris'ambandsins. Michele
Cotla, fréttamaður L’Express,
telur, að hún muni berast iþang
að, en þó ekki fyrr en hægl
sé að hengja hana aftan i hina
.( miklu megin-ákvörðun, hvort
halda skuli áfram því sam-
■ starfi við kommúnista, sem
Mitterand hefur gert að stefnu
máli sínu, eða rjúfa það.
Stórflóð í V-Evrópu eftir
ofsalegt storm og regnveður
PARÍS OG LONDON, 11. júlí. Gífurlegur stormur
og regn hafa gengið yfir stóra hluta Vestur-Evrópu
og Bretlandseyjar í gærkvöldi og dag og hafa hjálp-
arsveitir hersins verið kallaðar út hæði í Bretlandi
og Vestur-Þýzkalandi. í Bretlandi fórust sex manns
og frá Vestur-Þýzkalandi er tilkynnt um tvö dauðs-
föll..
Hjálparsveitirnar búnar þyrl-
um og sjó- og landökutækjum
björguðu mörgum fjölskyldum,^
sem voru einangraðar á heimil-
um sínum, er ofsalegur stormur
og regnveður gekk yfir suð-
vesturhluta Englands, en þar
varð hið skyndilega óveður verst.
Ár flóðu víða yfir bakka sína
og báru burtu brýr og hús. Mörg
þorp einangruðust algjörlega
frá umheiminum, er flóðin rifu
niður símalínur.
Þrir drukknuðu í Bristol, er
flóðið hreif bílinn, sem þeir
voru í, með sér út í bólgna
ána. Bílstjórinn slapp. 85 ára
gömul rúmliggjandi kona dó, er
flóðið braut hús hennar, maður
nokkur dó í bílslysi, er stormur-
inn var livað mestur, og ungur
maður drukknaði, er hann
reyndi að bjarga tveimur stúlk-
um.
Þorpið Pensford í Vestur-
Englandi hefur verið lýst í vand-
ræðaástand eftir að eitt hús
hrundi og mörg önnur eru í
hættu vegna flóðanna.
Hjálparmenn, sem berjast við
flóð, er nær þeim í öxl, hafa í
hyggju að flytja líka alla burtu
úr öðru þorpi í grenndinni, ef
vatnsborðið lækkar ekki.
í Vestur-Þýzkalandi þurfti að
fara með marga á sjúkrahús í
Sforzheim, er algjör glundroði
kom upp vegna stormsins. Það
var lýst yfir vandræðaástandi
og franskir og amerískir her-
menn kallaðir út til aðstoðar.
Matvæli voru fiutt til einangr-
aðra svæða og sterkur vörður
hafður þar, sem íbúar höfðu ver-
ið fluttir burtu, til að hindra
rán í mannlausum húsum.
í Ottenhausen dóu hjón, er
stormurinn gereyddi íbúð þeirra
á.þriðju hæð.
Frá Frakklandi er tilkynnt um
gífurlegt tjón í óveðri hvers líka
enginn man. Þau svæði, sem
verst urðu úti, voru svæðin ná-
lægt spönsku landamærunum í
suðurhluta landsins og við
þýzku landamærin í norðri. — í
þorpi einu í suð-vestur hluta
landsins eyðilögðust öll húsin,
samtals 447.
404 skráðir til Beiks á
landsmótiiiu að Eiðum
404 keppendur eru skráðir til
keppni á Landsmóti UMFÍ að
Eiðum sem hefst á laugardags-
morgun kl. 9,15. Þetta er 13.
landsmót UMFÍ og í annað
skipti sem það er haldið að Eið-
um, en fyrra mótið var haldið
þar 1952. Síðasía landsmót var
haldið að Laugarvatni 1965.
Keppt er í öllum helztu grein-
um frjálsíþrótt og sunds. Auk
þess er keppt í handknattleik,
körfuknattleik og knattspyrnu.
Þá skipa starfsíþróttir veglegan
sess á mótinu, og eru t. d. 19
skráðir til keppni í hrossadóm-
um og til keppni í dráttarvéla-
aksíri.
í úrslitakeppni í knattspyrnu
eru lið UMSS, UMSB og HSÞ,
en þau urðu sigurvegarar 1 for-
keppni 11 liða, sem fram fór í
fyrra.
Þá ber það til nýlundu, að á
mótinu verður úrslitakeppni í
sveitakeppni UMFÍ í skák og
keppa þar til úrslita sveitir
UMSE, USD og UMSK.
Leikfélag Neskaupstaðar sér
um sögusýningu er nefnist A ð
Krakalæk — viðnám Aust-
firðinga gegn Haraldi hárfagra,
eftir Kristján Ingólfsson.
Heiðursgestur mótsins er
Bjarni M. Gíslason, skáld og rit-
höfundur.
Mótinu lýkur á sunnudags-
kvöld.
í dag eru áætlaðar fjórar
ferðir til Egilsstaða hjá Flugfé-
lagi íslands, kl. 1,30, 3,30, 5 og
8,30. Á laugardag er áætluð ein
ferð, kl. 3,30.
12. júlí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ?
íliv ■’.JtiÍJti'i óJA - ’ (J.jtj. ;!’ ! .S.i