Alþýðublaðið - 12.07.1968, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 12.07.1968, Qupperneq 6
6 12. júlí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ . i * Skógarfoss óg bærinn að Skógum. Skólinn og byggðasafnið eru lengra til hægri. Þórður Tómasson. skipin því með dálítið sérstöku iagi sem sums 'staðar hefur verið kallað brimsandalag. Séra Jón Steingrímsson lýsir þessu, má segja, mjög vel í ritgerð sinni um að ýta og lenda í brimsjó, í ritum Lærdómslistaielagsins. Og skipið Péturseý, sem var flutt hingað að Skógum frá Vík í Mýr- dal 1954 er smíðað með þessu lagi. Hver skipasmiður hafði kannski svolítið sitt sdrstaka form, en í höfuðatriðum er eng- inn munur. Skipin eru tiltölu- lega breið, breiðari en tíðkaðist annars staðar á landinu miðað við lengd, og súðin eða hástokk urinn er svo að segja bein lína á milli linútanna sem stafar af því að skipununi var látið slá flötum upp í fjöruna, sjómenn- irnir stukku utan undir og liéldu skipunum frá sjó. Þau þurftu líka tiltölulega grunnt vatn til að komast á floí og þóttu verjast vel sjó, lyftu sér vel í ölduna. Þetta skip á sér merki- lega sögu, hún byrjar 1855 í * En verkamennirnir fáir og fjármunirnir litlir GÖMUL baðstofa frá Arnarhóli í Landeyjum verður væntanlega reist við byggðasafnið í Skógum innan tiðar, a$5 því er Þórður Tómasson safnvörður skýrði Alþýðublaðinu frá í viðtali er tíð indamaður þess átti við hann ný- lega um safnið, sögu þess og framtíðarverkefni. — Þetta hófst 1946, segir Þórður, þá var byggðasafnsmál inu fyrst hreyft á sýslufundi Rangæinga, og upp úr því var byrjað að safna munum í Rang- árvallarsýslu. Sá sem fyrstur hreyfði þessu á sýslufundinum var séra Jón Guðjónsson sem nú er prestur á Akranesi og hefur látið sig byggðasafnsmál miklu skipta líka þar. Næstu ár var unnið að söfnun, og 1. des. 1949 var vísir að byggðasafni settur upp í Skógaskóla, í smáherbergi í kjallaranum. Þar var safnið íil húsa næstu ár. Á sumrin var því komið fyrir í einni kennslu- stofunni, en flutc á haustin niður í kjallara. 1954-1955 var svp safn húsið byggt. Síðan hefur verið unnið við að setja safnið upp og auka það . Og nú er svo kom ið að safnhúsið er orðið alltof lítið. Ærið margir hlutir eru beinlínis í liirzlum og geymslum, og þar að auki er engin geymsla hér við safnhúsið svo segja má að það sé í mestu liúsnæðisvand- ræðum. — Hvað telurðu að margir munir séu í eigu safnsins? — Þeir los'a þrjú þúsund. Árið 1952 að mig minnir gengu Skaft fellingar til samvinnu við Rang- æinga um safnið að frumkvæði Jóns Kjartanssonar sýslumanns, og er því þannig ætlað að ná yfir allt svæðið milli Þjórsár og Skeiðarár.En eðlilega eru miklu fleiri hlutir úr Rangárvallasýslu, því hún er mikiu fjölmennari, H.f. Egill Vilhjálmsson og þar var líka fi'rr byrjað að safna. — Er þetta kannski stærsta byggðasafn í landinu? — Mér er vandi á höndum að svara því. Á ísafirði er mjög stórt og merkilegl safn sem Jó- hann Gunnar Ólafsson bæjar- fógeti hefur safnað til í mörg ár, og fróður maður hefur sagt mér að þar muni vera eitthvert bezta sjóminjasafn á öllum Norður- löndum. Segja má að tvö norð- lenzku söfnin hafi þá sérstöðu að þau eru í gömlum bæjum þar sem gripirnir eru í sínu eðlilega umhverfi, en það er takmarkað sem unnt er að koma fyrir í gömium bæjarhúsum þannig að ekki verði ofhlafcið. Á Reykjum i Hrúíafirði er líka gott safn sem Strandamenn og Ilúnvetningar ; hafa komið upp, Þar finnst mér .einkum þrennt vekja athygli: hákarlaskipið Ófeigur, gamla stofan frá Svínavatni og gamla baðstofan sem éru upp settar inni í safnhúsinu sjálfu. — Eru það einhverjir sérstak- ir gripir her í safninu sem þér finnast merkilegri en aðrir eða þykir-vænna um? — Það er erfitt að segja um það. Mér fer eins og manni sem á mörg börn og á að fara að gera upp á milli þeirra. — Þykir jafnvænt um þá alla. — Já, en ég er oft spurður um þethrog þá segi ég að kannski sé stærsti hluturinn líka merki- legastur, þar sem er gamla skip- ið Pétursey. Úíræði þróaðist í dálítið sérstakt form hér í Rangárvallasýslu og Skaftafells- sýslu vegna hafnleysis. Hér voru alls staðar brimlendingar, og

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.