Alþýðublaðið - 12.07.1968, Page 7

Alþýðublaðið - 12.07.1968, Page 7
Verið vandlát Veljið SAS Ferð yðar með hinum stóru og nýtízkulégu þotum SAS er ævintýri líkust. Þjónusta hins þrautreynda flugliðs verður ógleymanleg. SAS flýgur án viðkomu til Kaupmannahafnar, en þar bíður yðar hið óviðjafnanlega Tívolí, ótal skemmtistaðir og aragrúi verzlana. Ógleymanlegir dagar í borginni við Sundið. Þaðan getið þér flogið til allra lxeimsálfa með SAS. Fyrsta farÝými • FerðamannafatTými Þr. SAS/DC 8 -þota Þr. af. 15,30 an. 19,20 1 Reykjavik f ^Kaupmannah. | an. 14,30 af. 12,20 Rætt við Þórð Tómasson safnvörð í Skógum um byggðasafnið þar og fornminjar á Suðurlandi baðstofu austur í Skaftafells- sýslu, Annars er það til að búið sé þar enn í íjósbaðstofu — Er það til enn? — Já, í Skaftárdal og Skál á Síðu og kannski víðar. í Skál eru mjög snyrtileg og fallega um gengin húsakynni. Kýrnar eru í vetrarfjósi undir baðstofupaili, en í sumarfjósj utan bæjarins. — Er þetta timburhús? — Já, það er timburhús, og ber ekki síður svip af nýjum' tíma en gömlum, Uklega byggt í kringum 1926, — Það væri mikill fengur fyr ir þig að fá slíkar byggingar þeg ar þær væru af lagðar, og strax mikil bót vegna þrengslanna í safninu ef þessi baðsfofa frá Arnarhóli yrði reist. — Já, það mundi létta mikið á,hér inni í safnhúsinu sjálfu, þar væri hægt að koma fyrir einhverju af hlutum. Þar að auki skapa viðirnir þrengsli í safnhús inu, og svo yrði safnið svolítið merkilegra safn á eftir. — Eru hér á svæði safnsins ráðgerðir nokkrir fornleifa upp greftir sem þú veizt af? — Nei, ég veit ekki af því. — En telur þú ekki, að hér séu víða staðir sem fróðlegt væri að grafa upp og skoða? — Það eru mjög víða rústir í héraðinu. Ég fór t.d. í leiðangur í fyrra austur í Skaffártungu og inn á Skaftártunguheiðar með Þór Magr.ússyni safnverði í Reykja- vík og Sveinbirni Rafnssyni, og þar eru allvíða í lieiðunum mjög forviíniiegar rústir. Slíkt hið sama er að segja víða úr Rang- árþingi, út í HoHum og víðar. Og þessar rústir eru víða í yfir- vofandi hættu vegna ræktunar- framkvæmda, því bæridurnir horfa náttúriega ekki í það að rífa niður hölbörðin, ef þau eru í vegi fyrir ræktun, nema beinlín is sé uiil friðun að ræða. — En t.d. gamlr merkisstaðir eins og Kirkjubæjarklaustur, hafa menn ekki hug á að athuga eitthvað klausturrústirnar? — Þar er auðvitað stórkost- legt verkefni því rústadyngjan er svo mikil. En það má segja að það sé hvorki 111811118111 né fjár- munir til að ráðast í það. — En í Þykkvabæjarklaustri? — Þar gegnir alveg sama máli. Árni Magnússon segir einhvers staðr að klaustrið hafi staðið í kirkjugarðinum eða sunnan við kirkjugarðinn, og þá er það blátt Framhald á bls. 13. ALÞÝÐUBLAÐIÐ J 12. júlí 1968 — Hlut’i af rúmfjöl frá 1790. Áletrun: ,,Guð gefi oss góða nótt svo gjörist vært og rótt“. Ljósm.: Þorvaldur Ágústsson. Priðjudagar eru DC 8 potudagar Priðjudagar eru SAS dagar Ápriðjudögumeru Kaupmannahafiiardagar október, þá var það smíðað í Pétursey í Mýrdal, því var lengi róið frá Jökulsá á Sólheima- sandi, — fyrst um 1860 og fram um 1880. Seinna var það lengi í Vík í Mýrdal, eða þangað til það var flutt hingað. Sögu þess má lesa í bók Eyjólfs á Hvoli, „Pabbi og mamma.” — En hvað viltu segja mér um þá gripi sem þú íelur elzta? — Það er vandi að segja um það, því það er ekki hægt að ársetja elztu hlutina. Elzti ár- setti hluturinn er frá 17 öld, og elzta rúmfjölin frá byrjun átjándu aldar. Maður gæti haldið að allra elztu hlutirnir væru ljósakolur úr steini, snældusnúð ar úr steini, öxi frá víkingaöld og menjar um rauðablástur forn manna. — Hvar hafa þessir allra elztu gripir fundizt? — Öxin var víst búin iað liggja n'okkuð lengi í hirzlum út í Hvammi í Landssveit, fannst einhvers staðar í Skarðsfjalli í uppblæstri. Menjar frá rauða- blæstri fornmanna finnast all- víða, ég hef þá hluti frá Stóru- Borg undir Austur-Eyjafjöllum og víðar. Ég tók líka að gamni mínu viðarkol úr uppgreftrinum á Bergþórshvoli þegar dr. Krist- ján Eldjárn gróf þar upp fjós það sem kannski er frá Njáls- brennu. Hér er hverfisteinn frá Lundi í Fljótshverfi sem Erling- ur Filippusson grasalæknir fann fyrir eina tíð og geymdi, og hér er líka endi af beltissprota sem er áreiðanlega mjög forn. Talið er að Lundur hafi farið í eyði um fjórtán hundruð. Til er gömul vísa sem fólk undir Eyja- fjöllum kunni. Brynjólfur frá Minna-Núpi lærði hana þar, heyrði gamla konu raula hana yfir barnsvöggu. Hún er svona: Lundarkirkja og bezta bú berst í vatnaróti. Asklok eftir Filippus Bjarnason, frá 1853. Ljósm.: Þorvaldur Ágústsson. Hvar er sóknin hennar nú? Hulin aur og grjóti. Þessum bæ hefur Djúpá grand að. Það sjást enn minjar eftir hann, litlar þó, í mold- arrofi. Gamlir gripir geta verið á slæðingi hingað og þangað, eru kannski lengi í hirzlum hjá fólki. í því sambandi má nefna snældusnúða úr steini, sem eru algengir hlutir, notaðir allvíða sem árenningar, látnir leika á þræði þegar verið var að vinna snaran þráð, t.d. að rekja til vefjar. — Þú nefnöir áðan að safnið væri í húsnæðisvandræðum. Hefurðu nokkuð á prjónunum til að bæta úr því? — Já, eins og ég gat um áðan er safnið í mestu þröng með hús næði, en hér hafa verið geymdar í mörg ár, líklega síðan 1955, viðir úr baðsíofu á Arnarhóli í Landeyjum, og það er ákveðið að endurbyggja þessa baðstofu hér mjög nálægt safnhúsinu. Það gæíi orðið upphaf að því að maður reisti hér fleiri gömul bæjarhús af því svæði sem safn- ið nær til. Það eru síðustu for- vöð þvi þau eru hvarvetna að hverfa. — En eru enn eftir gömul hús, baðstofur og önnur, á stöku bæjum hér um slóðir. — Það er mjög lítið orðið um það. Eg veit ekki nema um eina skarsúðarbaðstofu í Rangárvalla sýslu sem var búið í þangað til fyrir ári. Hún er orðin mjög hrörleg og sá bær allur. Þetta er á Húsum í Holtum. Svo kannast allir við Keldur á Rangárvöllum. Og ég veií um eina skarsúðar-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.