Alþýðublaðið - 12.07.1968, Síða 8

Alþýðublaðið - 12.07.1968, Síða 8
Kirkjubæjarklaustri, laugardagskvöld, 6/7. það er bezta veður, kvöldsól, en móða í lofti. Kannski er að þykkna upp svo ekki er víst að sunnudagsveðrið reyn- ist jafngott. En í kvöld þarf enginn að kvarta: daufur hvísl kenndur niður ofan frá Systra- fossi, lágvær fuglasöngur ut- ■an úr móum, kyrrð. Hér er fagurt bæjarstæði, snarbrött ktettahlíð vafin ræktuðum skógi fyrir ofan, en Skaftá framundan. En það er skammt í miklar auðnir: handan árinnar sér í blásið og brunnið land, og hér hurfu forðurn breiðar byggð- ir fyrir ágang vatns og elda. Kirkjubæjarklaustur er lands þekkt höfuðból og sögustaður. En nú er ekki annað sýnna en það muni verða einn þeirra staða sem mikla þýðingu hafa í því l'andnámi ssm nú er að byrja með nýjum lifsháttum og algerlega nýrri hugsun um nytjar lands og byggð. Um aldaraðir voru íslenzkar sveitir ekkert annað en dreifð býli, afskekkt mörg og erfið. En framtíðin virðist muni verða önnur. Útkjálkar og af- eri an. Sí ur r. end ur ( byg stað sem Rey klet til : H en i nun rús1 nok gari ið é ar 1 ið mik svei E: her: ar ( Á inn vati syst eng hve: kas1 í Vc Þ vesl er nafi hæt fórr á dalir fara í eyði, en í byggi- legustu sveitunum verða svo- kallaðir byggðakjarnar til, .sveitaþorp þar sem svipuð skil yrði má veita til menningar- lífs og í kauptúnum og kaup- stöðum við sjó, og líkur benda til að fleiri og fleiri bændur muni er fram líða stundir setj ast að í slíkum þorpum jafn- vel þótt jarðir þeirra séu þar ekki hjá. Fjarlægðir ery að hætta að skipta máli. Víða um land eru nú að rísa þorp, ann- ars staðar bólar á þorpsmynd- un, og forráðamenn sveitarfé laga hlúa hér að. Kirkjubæjarklaustur er ein- mitt eitt þeirra staða þar sem myndun þorps er í byrjun. Hér eiga nú heima um eða yfir 40 manns allt árið, en að sumr- inu er hér miklu fleira fólk. Hér er prestsetúr, læknisbú- staður, hótel sem er rekið allt árið; hér hefur Kaupfélag Skaftfellinga verzlun og Slát- ;urfélag Suðurlands rekur slát- urhús og frystihús. Einnig er hér félagsheimilið Kirkjuhvoll og austur við Skaftárbrú er bílaverkstæði. Síðast en ekki sízt er verið að reisa skóla sem bæði á að vera barna- og ung- língaskóii fyrir allar sveitir mjlli Mýrdalssands og Skeið- arársands, heimavist fyrir þau börn sem lengst eru að, en hin eiga að ganga eða fara í bíl- um. Það er því sýnilegt að Kirkju bæjarklaustur er að verða mið stöð þessara sveita. En þar að auki er það að verða vinsæll ferðamannastað ur. Hér þykir skýlt að tjalda undir hlíðinni upp við skóg- inn, og ekki vantar rómantík- ina í grennd við Systrafoss. Valdimar Lárusson, einn Klaustursbræðra sem þekktir eru um land allt, er leiðsögu- maður minn um staðinn. Þeir Klaustursbræðui' leggja gjörva hönd á 'margt, grófu upp járn úr strönduðu skipi á Dynskóga fjöru hér um árið, og nú ætla þeir að nema gull og klukku- kopar úr öðru skipi sem graf izt hefur í sandinn austur und ir Ingólfshöfða fyrir eitthvað þrjú hundruð árum. Valdimar gerþekkir alla hluti hér. Hann er hér alinn upp þótt um þrettán ára skeið væri hann loftskeytamaður úti á sjó, á Óðni gamla, Esju og fleiri skipum. En nú er hann stoðvarstjóri og veðurathugun armaður heima á föðurleifð sinni þar sem algerlega nýr tími er smátt og smátt að ganga í garð. Og hann leiðir mig ekki einasta í allan sann- leika um hvað er að gerast á Klaustri í dag, hann kann líka frá mörgu að segja úr-for- tíðinni. Ef treysta má gömlum sögn um er þetta elzti kirkjustað- ur landsins. Valdimar bendir raunar á að gömlum sögnum sé sjaldan að treysta, en það getur líka verið gaman að leika sér með það sém enginn veit með vissu. Papar kváðu nefni- lega hafa setzt hér að löngu áður en norrænir menn námu land. Þeir áttu að hafa reist hér kirkju og haft á staðnum mikla helgi, og meira að segja var talið að svokallað „Kjrkju gólf“, sem er einkennileg stuðlabergsklöpp hér austur í túninu og sér í enda stuðlanna eins og hellum væri nákvæm lega saman raðað, hefði verið gert af Pöpum og væri gólfið í kirkju þeirra. En hvað sem Papar gerðu eða gerðu ekki á Klaustri þá er Kirkjugólfið náttúrunnar smíð og sízt lak- ara fyrir það, því varla ætti manni að þykja minna til um þáð sem guð sjálfur hefur gert heldur það sem þjónar hans g 12. júlí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.