Alþýðublaðið - 21.07.1968, Side 16

Alþýðublaðið - 21.07.1968, Side 16
J Leirskáldin okkar Hvað er að? Hvað veldur? Keflavíkursjónvarpið? Klá'm- ritaútgáfan? Hví er þjóðin morandi í leirskáldum? Ætli Jónas & Co. snúi sér ekki við í gröfinni? Ellegar Jón Sigurðsson? Eða eru góðskáld, ef þau finnast á landinu, að drepast úr feimni og þora þau ekki að senda skrifborðsverk sín í samkeppni? Staðreynd: 39 manns sendi kvæði sín í samkeppni um há- tíðarljóð, ekkert verkanna var maklegt verðlauna. Frændi minn einn, góður og gegn borgari, sem alltaf greiðir skattana sina á réttum tima og þjáist ekki af smáborgarakom- plexi, eins og æði mörg molskinnsbuxnaskáldin núna, ætlaði að senda nokkur Ijóð sín í keppnina, en þvi miður varð hann of seinn og fresturinn var útrunninn rétt í þann mund er hann var að sleikja frímerkin. Þetta var leiðinlegt, enda maðurinn kominn af ágætu ferskeytlukyni norðan úr landi og vinsæll meðal hestamanna um helgar. Þau hjónin fóru í sumarfrí,um daginn, á jeppa, með krakk- ana og tipp topp viðleguútbúnað er elztá barnið hafði fengið í fermingargjöf í vor. Þar sem frúin ræktar blóm í gríð og erg, fór hún fram á það við mig, að ég, vegna frænzku minnar og greiða, er þau hjón einu siníni gerðu mér, vökvaði blómin fyrir þau og fékk ég lykilinn að húsinú. Um daginn fann ég svo, áð lolcnu vökvéríi, af tilviljun, fyrir hugað tillegg frænda í samkeppnina um hátíðarljóð, Þetta var í brúnu umslagi- á' skrifborði frænda og af meðfæddri forvitni fór ég að gramsa í umslaginu. Þarna voru þá hátíðarljóðin og get ég því ekki annað en komið þeim á framfæri, enda veit ég að frændi bregst ekki ijja við. Kemur þá hér úrdráttur og koma þá hér glefsur úr skáldskapnum hans frænda. Þá er fyrst slatti úr upphafi, sem frændi kallar Land og,gæði: ísland, vor ættarstorð er kalt og hrikalegt orð og fjöllin gjósa og flöskur frjósa fastar við barnsins borð. -------- .' 11 FTnrriiai!:: Hitaveitan er heit um hásumarið og feit- ar kellingar sulla I : ' 1 1 i og hverirnir bulla og kýrnar baula af óbeit. Þá gríp ég niður í þátt’, sem frændi kallar Þjóðin: Löndunum fjölgaði framanaf um fimm þúspnd manns á ári en gleðin var ári skammsýn því svo kom pillan og svo kom pillan. Þá að lokum sitthvað úr þætti, sem frændi kallar: Efnahagsmái. Bráðum fáum við ál, sem er sterkara en stál og ála Bjarni er okkar kjarni með glansandi sál úr ál. _ __ ' 1 ' ; \ Landið er fagurt og frítt (stolið) og flest er þar sjá'anlegt nýtt, Því yiðskiptajöfnuðurinn við útlönd er óhagstæður. Þetta var nú sýnishorn af því, sem ekki barst til keppninn-' ar. En, hvernig var hitt? BAKSÍÐAN er opin fyrir kvæðun- um, ef eitthvert skáldanna hefði áhuga á því að sjá kveðskap j sinn á prenti. Það gæti og orðið skáldunum hvatning að sjá kveðskap sinn á prenti og BAKSÍÐAN, sem er hlynnt skáldum og vill hvetja þau á allan hátt, séf sóma sinn í því að fá J kvæðin á flöt' sinn. — H á k a r 1. Hér eru tvær myndir, sem eru táknrænar. Að ofan er velnært barn, notað í auglýsingu fyrlr. barna. maí, sem sjá má við veginn tii flugvallarins í Lagos. Neði’i myndin er frá Biafra. Þar sitja hræfugl- ar á liúsþókum og bíða. Hundruð barna deyja þar úr sulti. Engin bók er alveg áhrifalaus, þó ein bók hafi iítil áhrif í ver- öldinni. Bókmenntagagnrýni í Mogga. Það er ekki amaleg meðferð sem eriendir morðingjar fá hjá lögreglunni. Þessi Kay eða hvað hann heitir fékk 2ja herbergja íbúð og eldhús í fangelsinu. Ætli hann liafi ekki haft hangikjöt í aiia mata? Það er nú alveg öruggt að það verður rigning á mánudaginn fyrst bæði Alþýðublaðið og Veð- urstofan ætla í skemmtiferð. Það varð nú heldur lítið úr sumarfríinu hjá kallinum mar. Það fór allt í rifrildi við kell- inguna um það livert ætti að fara.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.