Alþýðublaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 3
Hákon Bjarnason hlaut styttuna A síðastliðnu ári ákvað stjórn Anderssen-Rysst sjóðs- ins, sem stofnaður var fyrir nokkrum árum til að efla skógræktarstarfsenii frænd- þjóðanna Norðmanna og ís- lendinga, að láta ge'ra styttu til verðlauna þeim íslending- um og Norðmönnum, sem sér- staklega liafa látið skógrækt- arstarí Norðmanna og íslend- inga til sín taka. í gær var, stytta þessi afhent í fyrsta skipti, og var það Hákon Bjarnason skógaræktarstjóri ríkisins, sem hana hlaut að þessu sinni. í^lendingum og Norðmönnum verður veitt styttan til ákiptis. Styttan nefnist „Frendeíreet“, en listá maðurinn, sem hana gerði er ungur Norðmaður, Per Unge að nafni. Verðlauniaistytta Anderssens- Rysst sjóðsins var í gær af- hent við hátíðlega athöfn í húsi rannsóknastöðvar Skóg- ræktar r í k i s i n s . Ramn- sóknastöðin að Mógilsá var byggð fyrir hluta iþjóðargjafar Norðmanna tiil Skógræktar ríkisins árið 1961. Það var Sven Knudsen skrifstofuistjóri í norska utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Hákoni Bjarnasyni istyttuna. Viið það tækifæri sagði Sven Knudsen meðal annars, að með þessari verð- launaafhendingu vildu bæði Norðmienn á íslandi og norskir velunnlariar ísilien2ikrar skógrækt- ar minnast Torgeir Anderssen- Ryisst. Hann hafi notíið mikill- ar virðingar á íslandi og sjálf ur hafi hann unnað íslandi. Anderssen-Rysst hafi haft ó- drepandi áhuga á skógrækt á íslandi. Þannig hafi hann boitt sér fyrir stofnun sjóðs til efl- ingar skógræktar á Íslandi, sem hafi numið einni milljón norskra króna. Sven Knudsen fevað Anderssen-Rysst eitt sinn hafa látið þau orð falla, að þessi sjóður væri ekki nema lítið brot mliðað við þá að- stoð, sem íslendingar hafi veitt Norðmönnum í síðari heimsstyrjöldinni. Til minning ar um Anderssen-Rysst hafi Norðmenn á fslandi og norsk- ir íslandsvinir stofnað sérstak an sjóð. í fyrrahaust hafi sjóðs stjórnin ákveðið að láta gera styttu sem verðlaumagrip fyr- ir óeigingjarnt istarf í þágu íslenzkrar skógræktar og auk 1 fnis samstarfs íslenzkra og norskra skógræktaraðila. Sjóðsstjórnin hafi því fengið ungan norskan myndhöggvara, Per Ung til að gera istyttu að. þessu tilefni. Styttan nefndist ,,Frendetreet.“ ,,Sá munurinn er á þessu tréi og öðrum trjám að það stendur af sér bæði vind og frost“, sagð' Knudsen. Hákon Bjarnason skógrækt- aristjóri þakkaði fyrir þann heiður sem sér væri sýndur með því að honum væri af- hent verðlaunastyttan í fyrsta skipti, sem hún væri afhent. Hún væri tákn hfns lifandi samstarfs, sem ríkti milli ís- lendinga og Norðmanna í skóg ræktarimálefnum. «>- VERKFALLI LOKIÐ OTTAWA, 8. 8. Verkfalli póstmanna í Cana da, sem var haldið í öllu land inu, var opinberlega lokið á fimmtudag þegar meirihluti 24.000 meðlima í Póstmanna- sambandinu samþykkti fram- komið samningsti'lboð. Verk- fallið hafði staðið í 22 sólar- hringa. Myndin er tekin á Vatnsleysu s.I. ínámidag, en þá var góður þurrkur. Heyið sem verið er að setja ipp hér var buið að Iiggja í þrjár vikur. j Þurrkurinn kom sunnanbænd- um að góðum notum Þurrkurinn sunnan- og suð- vestanlands um helgina kom bændum að góðum notum og náðu margir inn talsverðu magni af heyi. Ef veður verða hliðholl 'bændium !það sem efitir er sumars má búast við að heyfengur hér sunnanlands verði meiri en í fyrra, en hins vegar má gera ráð fyrir að heyverkun verði verri, vegna þess að gras hefur víða sprottið úr sér. Á Vestfjörðum hafa engir þurrkar verið um langt skeið og til eru þeir bænd ur er engu heyi hafa náð í hlöðu. í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum gengur hey- skapur vel á óskemmdum jörð- um, enda hefur tíð á þeim slóð um verið mjög góð í sumar. Sláttur hófst þar þó víðast hvar nokkru síðar í sumar heldur en í fyrra, en margir bændur hafa þegar unnið upp seinkunina, enda eru flest býli vel búim tœkj um til heyskapar. Bændur úr Þistilfirði, þar sem kal er mikið! í túnum, hafa margir leitað fyrir, sér um slægjulönd hjá bændum í Eyjafirði og hafa nokkrir í huga að nytja mýrar, sem ekki hafa verið nytjaðar til þessa. Þá hafa bændur í Eyjafirði selt nokkuð magn af heyi til bænda á kalsvæð unum. Happdrætti til ágóða fyrir kalrannsóknir Talið frá vinstri Sven Knudsen, skrifstofustjóri, H ikon Bjarnason myndhöggvari. Hákon heldur á styttunni. (Ljósm. Bjarnleifur). skógræktarstjóri og Per Unge, í saimbandi við Landbúnað- arsýninguna, sem opnuð verð ur í dag, verður efnt til happ- drættis á sýningarsvæðíinu í Laugardal sem Innflutnings- deild Sambands ísl. samvinnu-^ félaga stendur að. Takmarkið með þessu happdrætti er, að afla fjár, sem verja skal til kalrannsck-na hérlendis, enda mun vart umdeilt, að hinar gífurlegu kalskemmól'r í sveit um landsins hin síðari ár og þó einkum í ár, eru eitthvert stórkostlegasta vandamál sem íslenzk-ur landbúnaður á við' að glíma í dag, og mikið ligg ur við, að hamlað verði gegn frekaif; kalskemmdum með ít arlegum rannsóknum á orsök um kalsins. í happdrætti þessu verður sem aðalvinningur Scout 800 ' bifreið að verðmæti kr. 270 þúsund en aðrir vinningar eru 8 vikuferðí'r á Smithfield land búnaðarsýninguna í London, sem haldin verður í desember á þessu ári. Verði hvers miða er mjög í hóf stillt eða aðeins 25.00 kr, Framhald á 14. síðu. Líðan Eisen- howers „góð // WASHINGTON, 8. ágúst. Lækn ar viið Walter Reed sjúkrahús- ið upplýstu í dag, að þeir væru ánægðir með líðan Eisenhow- ers, fyrrverandi forseta, eftir þriðja hjartaslag hans í ár. í tilkynningu læknanna sagði, að hinn 77 ára gamli, fyrrverandi forseti, hefði átt rólega nótt. Hann vaknaði um þrjúleytið og var Iþá sagt að Nixon hefði verið valinn for- setaefmi repúblikana, en Eis- enhower hefur stutt sinn fyrr- verandi varaforseta mjög. 9. ágúst 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.