Alþýðublaðið - 09.08.1968, Side 12
*. Kvikmyndáhús
GAMLA BÍÓ
HASKOLABIO
TONABÍO
Bréfakassinn
Framihald af 2. síðu.
að veitingavaldið íslenzka
kom ekki auga á hann hjálp-
arlaust, í stað þess að hlaup-
ast nú á brott frá verknaði
sínum þar á bæ — rétt eins
og ekkert hafi í skorizt — og
brölta á stað með aðra undir-
deild sína í umferðaröryggis-
. málum?
, Og meðal annarra orða:
Hvað er nú með hin „frjálsu
og óháðu“ samtök — SVFÍ —
hverra forráðamenn hingað til
hafa ekki átti nægileg sterk
orð til að lýsa fynixlitningu
sinni á ríkisafskiptum og að
fengnu fjármagni? Nú virðist
ekki hafa þurft að spyrja
SVFÍ-þing, hvorki um nýtt
hlutverk eða þjónustu, né
nýja tekjuöflun — eins og
þegar þetta virðulega félag
var að hvolfa sér yfir bráð
I sína VÁV.
Vill ekki stjórn SVFÍ gera
svo vel að gera þjóðinni svo-
litla grein fyrlir þessum mál-
um? Eða álítur hún e.t.v. enn
á ný, að fólkinu í landinu
komi þetta ekkert við?
Á verzlunarmannafrí-
degi 1968.
M. S. „HELGAFELL”
Lestar í Hull um 26. ágúst.
Lestar í Rotterdam um 28.
ágúst.
Logunlarhafnir:
Reykjavík, Akureyri og aðrar
hafnir eftir því sem verkefni
gefa tilefni itii.
Flutndngur óskast skráður sem
fyrst.
Skipadeild S.Í.S,
SMURT BRAUÐ
SNITTUR - ÖL - GOS
Opið frá 9-23,30. — Pantið
tímanlega í veizlur.
BR AUÐSTOF AN
Vesturgötu 25. Sími 1-60-12.
sími 11475
Brostin hamingja
(Raintree County).
með ELIZABETH TAYLOR.
MONTGOMERY CLIFT.
Endursýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
HAFNARBÍÓ
_______sími 16444______
Kvennagullið kemur
heim
Fjörug og skemmtileg litmynd með
hinum vinsælu ungu leikurum;
ANN.MARGARET
og MICHAEL PARKS.
— íslenzkur texti —
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
sími 50184
Glæpamenn í Lissabon
Spennandi amerísk stórmynd í lit.
um. Með Oscarsverðlaunahafanum
RAY MILLAND ásamt
MAUREEN OTIARA.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 9.
Angeliguc í ánauð
Sýnd kl. 7. Bönnuð börnum.
Síðasta sinn.
NÝJA BÍÓ
_________síml 11544________
Drottning hinna her-
skáu kvenna
(Preshistoric Women).
Vljög spennandi ævintýramynd I
litum og CinmaScope.
MARTINE BESWICK.
EDtNA BONAY.
Bönnuð yngri en 12 ára.
iýnd kl. 5, 7 og 9.
simi 22140
Kæn er konan.
(Deadlier than the mail).
Æsispennandi mynd «rá Rank í
litum, gerð samkvæmt kvikmynda-
handriti eftir Jimmy Sangster,
David Oshorn og Liz Charles.Willi.
ams. Framleiðandi Betty E. Box.
Leikstjóri: Ralph Thomas.
Aðalhlutverk:
RICHARD JOHNSON.
ELKE SOMMER.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð hörnum innan 16 ára.
STJÖRNUBÍÓ
smi 18936
Dæmdur saklaus
(The Chase)
íslenzkur texti.
Hörkuspennandi og viðburðarik ný
amerísk stórmynd í Panavision og
Iltum með úrvalsleikurunum.
MARLON BRANDO
JANE FONDA
O. FL.
Sýnd kl. 5 og 9
Bönnuð innan 14 ára.
sími 31182
Sjö hetjur koma aftur
(Return of the Seven)
Hörkuspennandi, ný, amerísk
mynd í litum
Yul Brynner.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
AUSTURBÆJARBÍÓ
sími 11384
Tígrrisdýrið
sérstaklega spennandi frnsk saka-
inálamynd.
ROGER HANÚN.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
KÓPAVOGSBÍÓ
_________simi 41985______
Rubínránið í Amster-
dam
(Rififi in Amsterdam).
Ný spennandi, ítölsk.amerísk saka.
málamynd í litum.
Sýnd kl. 5,15 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
HAFNARFJARÐARBÍÓ
sími50249
Marituri
amerísk mynd mcð íslenzkum texta.
MARLON BRANDO.
YUL BRYNNER.
Sýnd kl. 9.
LAUGARÁSBÍÓ
sími 38150
Darling
með JULIE CHRISTIE
og DIRK BOGARDE.
Endursýnd kl. 5 og 9.
Baldvin Þ. Kristjánsson. —
INGÓLFS - CAFÉ
Cömlu dansarnir
f kvöld kl. 9.
Hljómsveit Garðars Jóhannessonar.
Söngvari: Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826.
Reglugerð um flufning á
saltaðri og ísaðri síld
SjávarútvegsmáJaráðuneytið
hefur gefið út reglugerð um ráð
stafanir vegna flutnings saltaðr
ar og ísvarinnar síldar af fjar-
lægum miðum sumarið 1968.
Kemur fram í henni m.a. að
styrkur skal greiddur vegna síld
ar, sem veiðzt' hefur fjær ís-
lenzkri höfn en 300 sjómílur og
ennfremur, að styrkur fellur nið
ur, er síldin hefur færzt svo
nærri landi, að hún geti borizt
söltunarhæf að landi í veiðiskip
um án ísunar. Fer reglugerðin
hér á eftir.
1. gr.
Síldarútvegsnefnd hefir á
hendi framkvæmd á flutningi
saltaðrar síldar af fjarlægum
miðum til hafna á íslandi sumar
ið 1968. Er nefndinni heimilt að
taka á leigu allt að fimm flutn-
ingaskip, í þessu skyni og gera
aðrar þær ráðstafanir, er nauð-
synlegar teijast, til þess að
tryggja framgang flutninganna.
2. gr.
Kostnaður við rekstur flutn-
ingaskipa samkvæmt 1 gr. svo og
allur annar kostnaður við flutn
ingana greiðist úr flutningasjóði
samkvæmt bráðaþirgðalögum nr.
60/1968. Ennfremur skal greiða
flutningastyrki samkvæmt þess-
ari grein úr sama sjóði.
Greiða skal kr. 130.— í flutn
ingastyrk á fiskpakkaða tunnu,
sem vegur a. m. k. um 90 kg.
nettój til þeirra veiðiskipa og
móðurskipa, sem flytja saltaða
síld af fjarlægum miðum til Is-
lenzkra hafna, enda sé síldin við
urkennd, sem markaðshæf vara
við skoðun í landi.
Úr flutningasjóði er heimilt
að verja allt að 3 millj. króna til
þess að styrkja flutninga á ísvar
inni síld af fjarlægum miðum,
eða varinni á annan hátt, sem
söltunarhæf berst á land. Styi'k
urinn skal aðeins greiddur fyrir
síld, sem veiðzt hefir fjær ís-
lenzkri höfn en 300 sjómílur og
skal vera kr. 60.- fyrir hverja
uppsaltaða tunnu. Fella skal nið
ur alla flutningastyrki, þegar
síldin er komin það nálægt, að
hún geti borizt söltunarhæf að
landi í veiðiskipum á'n ísunar.
3. gr.
Síldarútvegsnefnd veitir leyfi
til söltunar um borð í veiðiskip
um með þeim skilyrðum, sem
hún telur nauðsynleg til þess að
tryggja góða verkun og geymslu
síldarinnar á hafi úti. Skal í hví*-
vetna farið eftir þeim fyrirmæl-
um um verkun, tegundir og þess
háttar, sem nefndin kann að setja
á hverjum tíma.
4. gr.
Hvern síldarfarm I flutninga-
skipi skal losa á 1-3 höfnum eftir
atvikum. Skulu útgerðarmenn
síldveiðiskípa hafa samþykkt lög
gilta söltunar- eða pökkunarstöð
í landi, er þeir vilja skipta við
í hverri losunarhöfn flutninga
skips og tilkynnt þær skrifstofu
Síldarútvegsnefndar með næg-
um fyrirvara. Sömuleiðis þarf að
tilkynna samþykki móttökuaðila.
5 .gr.
Síld, sem flutt er í flutninga-
skipi er í eigu og ábyrgð útgerð
ar síldveiðiskips, þar til hún er
yfirtekin af söltunar- eða pökk
unarstöð í landi.
t
6. gr.
Merkja skal fulla síldartunnu
um borð í veiðiskipi með nafni
skips og dagsetningu. Meðalvigt
við yfirtöku í landi skal fundin
með því að vigta upp úr tuttug-
12 9- ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ustu hverri tunnnu. Við yfirtöku
skulu fulltrúar seljenda og kaup
enda vera viðstaddir.
Eeglugerð þessi er sett sam-
kvæmt bráðabirgðalögum nr. 60
10. maí 1968 um ráðstafanir
vegna flutninga sjósaltaðrar síld
ar af fjarlægum: miðum sumarið
1968 til að öðlast giidi þegar í
stað og birtist til eftirbreytni öll
um þeim sem hlut eiga að máji.
Sjávarútvegsmálaráðuneytið
2. ágúst 1968.
Eggert G. Þorsteinsson.
Gunnlaugur E. Briem.
OFURLÍTIÐ MINNISBLAD
* TURN HALLGUÍMSKIRKJU
útsýnispallurinn er opinn á langar.
dögum og sunnudögum kl. 14—16 og
á góðviSriskvöldum, þegar flaggað
er á turninum.
Óháði söfnuðurinn. Sumarfcrðalag.
Farið verður sunnudaginn 11. á.
gúst og lagt af stað kl. 9.30 frá
bílastæðinu við Arnarhvol.
Ekið verður um Þingvöll, Lyng.
dalsheiði og borðaður hádegisveröur
að Laugarvatni. — Síðan farið að
Stöng í Þjórsárdal og Búrfellsvirkj
un skoðuð. Ekið gegnum Galtalækj-
arskóg að Skarði ó Landi. —, Helgi
stund í Skarðskirkju. og kvöldverður
áð Skarði. Komið til Reykjavíkur
kl. 10.11 um kvöldið. Kunnugir leið
sögumcnn verða með. Farseðlar af.
greiddir í Kirkjubæ á miðvikudag
og fimmtudag í næstu viku kl. 8.10.
Fjölmennum í sumaiferðalagið .
Stjórn Óháða safnaðarins.
★ Kvennadeild Slysavarnafélagsins i
Reykjayík fer í 4ra daga skemmti.
ferð þriðjudaginn 13. ágúst austur í
Landmannalaugar og að Kirkjubæj.
arklaustri. Allar upplýsingar í síma
14374 og 15557.
•k Stjórn Óháða safnaðarins
minnir á að farseölar i sumarferða.
lagið verða afhcntir í Kirkjubæ i
kvöld og annað kvöld ki. 8.10.
ic Ferðafélag íslands
ráðgerir eftirtaldar fcrðir um næstu
helgi: Föstudagskvöld kl. 20: Ilvera.
vcllir og Keriingafjöll, Eldgjá. Laug
ardag ki. 8; Vciðivötn. Laugardag kl.
14: Þórsmörlc, Landmannalaugar.
Sunnudag kl. !1 ’ý. Gönguferð á Búr-
fell í Grímsnesi. Á laugardaginn
hefst einnig 6 daga fcrðum um Laka
gíga og víðar. Allar nánari upplýs.
ingar veittar á skrifstofunni Öldu.
götu 3, símar 13533 — 11798.
EIRRÖR
Kranar,
fittings,
einangrun o. fl. til
hita- og vatnslagna.
Burstaíell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3.
Sími 38840.