Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1968, Blaðsíða 3
110.7 MILUARÐA HEILDARVELIA BÚNADARBANKANS A ARINU 1967 í ársskýrslu Búnaðarbanka íslands fyrir árið 1967 kemur fram að tckjur viðskiptabankans með öllum útibúum námu samtals 173.8 millj. kr. á síðastliðnu ári á móti 148.5 millj. kr. árið 1966 og höfðu því hækkaff um 25,3 m'illj. kr. effa 17 prósent. Rekstrarkostnaður varð 38.7 millj. kr. árið 1967, en 33.3 millj. kr. 1966 og hækkaði hann því um 5.4 milljónir eða 16.4 pró- sent. Heildarinnlán Búnaðarbank- ans með öilum útibúum hækkuðu um 190.2 millj. kr. á átinu 1967, eða um 13.3 prósent, og námu þau 1615.4 millj. kr. í árslok á móti 1425.2 millj. kr. árið áður og 1197.8 millj. kr. í árslok 1965. Heildarútlá’n bankans með öll- um útibúum, þar með taldir end- urseldir afurðavíxlar og lán til framkvæmdaáætlunar ríkisstjórn arinnar, námu 1500.7 millj. kr. í árslok 1967, en voru 1267.5 millj. kr. í árslok 1966 og höfðu því hækkað á árinu um 233.2 millj. eða 18.4 prósent. Víxillán bankans og útibúa hans fyrir utan afurðavíxla voru í árslok 600.7 millj. kr. og höfðu hækkað á árinu um 144.4 millj. kr, eða 31.6 prósent, en voru 456.3 millj. kr. árið 1966. Heildarvelta Búnaðarbankans og allra útibúa hans á árinu 1967 var 110.7 milljarðar króna á móti 89.1 milljarð 1966 og 60.4 mill- jörðum 1965. Heildarvelta aðal- bankans eins var 53.7 milljarðar á' móti 45.9 milljörðum árið 1966. í útibúunum varð mest velta á Sauðárkróki, 6.2 milljarðar, og í Austurbæjarútibúi, 6.1 millj- arður. Búnaðarbankinn setti á stofn eitt útibú á árinu, fyrir Árnes- sýslu í Hveragerði, og tók það til starfa hinn 11. ágúst 1967, að Breiðumörk 19. Um leið hætti Sparisjóður Hveragerðis og ná- grennis starfsemi sinni og sam- einaðist útibúinu. Hinn 1. janú- ar 1967 hætti Sparisjóður Fljóts- dalshéraðs starfsemi sinni og sameinaðist útibúi Búnaðarbank- ans á Egilsstöðum. Ný bankahús voru tekin í notkun í desembei' síðastliðnum á Sauðáráróki og í Stykkishólmi, en útibúin þar höfðu frá stofnun búið við alls- endis ófullnægjandi starfsskil- yrði í húsakynnum gömlu spari- sjóðanna. Búnaðarbanki íslands starf- rækir nú 5 útibú í Reykjavík og 8 úti á landi. Bankinn sótti á árinu fyrstur banka um leyfi til að setja á stofn útibú í Kópa- vogi, en slíkt leyfi er háð áliti Seðlabankans. Kvikmyndaklúbb- urinn í Litlabíói Litlabíói, sem ihóf starfsemi sína í vor er í sumarleyfi sém stendur og verður það út águst mánuð, en þá hefst haust- og vetrarstarfið af fullum krafti. Klúbburinn sýndi í vor og sumar alls 11 úrvalskvikmynd ir frá Damnörku, írlandi, Tékkóslóvakíu, Þýzkalandi, Frakklandi og Sovétríkjunum. Aðsókn var á köflum góð, en skrikkjótt yfir hásumartím- ann, og virðist allt útlit fyrir að grundvöllur sé orðinn fyr- ir slíka starfsemi hér í Reykja vík. Kvikmyndaklúbburinn er starfræktur af Kvikmynda- safninu, sem er sjálfseignar- stofnun nýtilkomin. Skipu- lagsskrá þessarar stofnunar var staðfest nýlega af viðkom andi ráðuneyti og er m.a. á Framhald á bls. 14. Lðndbúndððrsýningin Framhald af bls. 1. legt nýtt, setm við bæíist dag- lega. T.d. verður sérstök hesta dagskrá annað tovöld og eru hestamenn og hleistavindr þá sér sflatolega hvattir ti’l að 'koma. í dag Verða og fjöknörg athyglis verð sýiningaraitæiði á boöetól- um fyrir unga sem gamla allt frá gripasýningu ,til vélasýninga. Kl. 13.15 í gær kom 50. þús undasti gesturinn á Landbúnað 'arsýninguna í Laugardal. Var það frú Jóhanna Sóley Her- imannsdóttir, Hverfisgötu 108, Reykjavík. Hún var með böm sín tvö, Bjöm 5 ára og Giuð- björgu 3 ára. Bóndi hemmar, Er lingur Einarsison, bökbindari, í Gutenberg, hafði 'ektoi haft tæki færi itáil að toomá nteð þ’eim. Var frú Jöhönnu færður veglegur loðpels að gjöf frá' Landbúnað arsýningunni 1968. Ekið á kyrr- stæba bifreið MILLI klukkan 13.00 og 16.00 í gær var ekið á kjTrstæða bif- reið, sem stóð á bifreiðastæði við efnagerðina Val í Kópavogi. Skemmdist' bifreiðin talsvert, rispuð aftur eftir vinstri hlið. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ók á hina kyrrstæðu bifreið, er beðinn um að hafa samband við rannsóknarlögregluna hið fyrsta og sömuleiðis sjónarvottar, ef einhverjir eru. 50 þúsundasti sýningargesturinn ' og Hjalti Zóphoníasson (t.h.). með börnum sínum. Til hliffar viff þau standa Agnar Guffnason (t.v.) Elztu kvikmyndirnar verða varðveittar UM þessar mundir er veriff aff ganga frá samningrum milH sjón-< varpsins og Magnúsar Jóhannssonar útvarpsvirkja um endumýjun á elztu kvikmyndum Lofts heitins Guðmundssonar ljósmyndara. Sjónvarpið veitir 100 þúsund króna styrk tSl þess starfs, en eitt eintak af hverri filmu verður síðan geymt í sjónvarpinu. Magn úr hefur allt frá því Loftur lézt haft elztu kvikmyndaefni Lofts, sem er á 35 mm. eldfimri nitrat fílmu og er ekki sýningarhæfty undir höndum. Verður þetta gamla og merka myndaefni nú sett á varanlega 16 mm. filmur. Það kennir margra grasa í elztu kvik- myndum Lofts heitins og eru margar myndimar merkar lieimildir frá þeim tímum, er þær voru teknar, tímabilinu frá 1924 - 1936. 2d form. vantar. 3. siða — Fréttamaður hafði samband við Magnús Jóhannsson útvarps- virkja varðandi þetta mál í gær. Sagðist hann hafa umráð yfir all miklum hluta elzta kvikmynda- efnis Lofts og nú hafi orðið að samkomulagi, að sjónvarpið veitti styrk til endurnýjunar þessara gömlu mynda. Þær væru allar á eldfimum 35 mm nitrat filmum og væru þær ósýningar- hæfar. Nú yrðu myndirnar yfir- færðar á varanlegar 16 mm film- ur og fengi sjónvarpið eitt ein- tak af hverri filmu til fram- búðargeymslu. Magnús kvað þetta gamla myndaefni vera frá tímabilinu 1924 — 1936 og meginefnið væri úr elztu kvikmyndasvrpu, sem tekin hafi verið á íslandi, en það hafj verið „ísland í lifandi mvndum". Loftur Guðmundsson hafi frumsýnt þessar myndir í desember 1924. Auk þess væri í þvi efni, sem kvikmyndað hafi verið síðar eða allt til ársins 1936. Magnús vinnur nú að því að vinna úr myndunum og ganga 18- frá þeim, aður en þær verða fluttar utan, þar sem þær verða settar á varanlegar 16 mm film- ur. Magnús hefur síðan allan rétt til að vinna úr þessum gömlu myndum bæði fyrir almennar sýningar og sýningar í sjónvarpi næstu fimm árin. Þetta starf er í samræmi við óskir Lofts heitins, en hann óskaði þess, áður en hann lézt', að reynt yrðj að varðveita a.m.k. einhvern hluta hins gamla mynda efnis. í hinu merka kvikmyndasafni Lofts Guðmundssonar, sem hér um ræðir kennir margra grasa. í því getur að líta útskipun hrossa, sem flutt voru til Bret- lands í kringum 1924. Ein mynd- in er frá veiðiferð með togaran- um Agli Skallagrímssyni um svipað leyti og sýnir hún glöggt veiðiaðferðirnar á þeim tíma, önnur mynd sýnir búskap á Hvannevri á fyrri hluta aldar- innar. í þessu safni er mynd frá konungskomunni 1926. Þannig mætti lengi telja og er ekki að Framhald á 14. síðu. ;úst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐK) 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.