Alþýðublaðið - 21.08.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.08.1968, Blaðsíða 5
 Sniit.i ' )«««♦»« ................... '♦ • \ Haraldur Ómar Vilhelmsson: Ferðamaður, sem hefur viðdvöl í Keflavík, getur ekki sagt að hann hafi kynnzt íslandi. Hann hefur þó litið það hom landsins augum, sem að verulega leyti kemur við nú^ímasögu þjóðarinnar. Svipuðu máli gegnir, þegar gestur stígur fæti á land í Tang er: hann dvelur um stund í anddyri vestasta ríkis Araba, en Tanger hefur þar nokkuð sérstaka sögu- lega þróun. Skipið heitir Ibn Batouta eftir landkönnuði og ferðalangi, sem fæddist á fjórtándu öld í Tang- er og ferðaðist víða í 28 ár, meðal annars til Kína. Ferju- skip þetta, ein af skrautfjöðrum hins unga marokkanska skipa- stóls, er nær tvisvar sinnum stærra en „Gullfoss” okkar. Bif- reiðar aka inn í búk þess að aft- an og við komustað út að framan þurfa þvf ekki að snúa við, og er þetta mikill kostur. Ferðin frá Malaga á suðurströnd Spánar til Tanger tekur 5 klukkustundir og kostar fram og aftur um 600 pesetur, Aðhlynning um borð (en þar er aðeins eitt farrými) er góð, enda gera Marokkanar sér mikið far um að laða til sín ferðamenn. Skipstjóri er Norð- maður, farþegar a£ mörgu þjóð- erni, en aðallega er þó töluð franska. Sólskin bregzt nær aldrei á þessum tima árs við mynni Miðjarðarhafs. í nær al- sléttum sjó sjá'st hjarðir af höfr- ungum, þessum gáfuðu og skemmtilegu spendýrum, 'reka stoltir bakugga sína upp úr sjón um á hraðri ferð, stundum að- eins steinsnar frá skipinu. Að líkindum fá þessi lífsglöðu dýr að leika sér áfram. í friði af því að kjöt þeirra þykir óætt. Gjaldmiðill heitir dirhan og jafngildir einum frönskum ný- franka. Hann má hvorki flytja inn í landið né út. Erlendir ferða menn fá að skipta mynt sinni á' forgangsgengi (120% ). Þegar ég fór úr landi aftur, fékk, ég af- ganginum af dirhan- bankaseðl- unum auðveldlega skipt aftur í spanska peseta- en á slíku vill stundum verða brestur í öðrum löndum við brottf erð ferðamanna Nú vil ég ekki þreyta lesanda á ártölum, við skulum láta okkur nægja fáein atriði: borgin Tang- er er um 3000 ára gömul, var undir yfirráðum Fönikiumanna fyrst, síðan bækistöð Rómverja á valdatíma þeirra, síðar varð hún ásamt upplendi öllu hluti Arabaríkis, sem á áttundu öld þandist frá Arabíuskaga allt vest- ur til Norðurspánar. Síðan Bret- ar náðu fótfestu á' Gibraltar, fékk syðri hluti hliðsins, að Mið- jarðarhafi, aukna þýðingu fyrir aðrar þjóðir, sérstaklega Portú- gala, Spánverja og síðast Frakka. Stóð lengi í ýfingum þeirra á milli, og loks þegar aðilarnir reyndust nokkurn veginn jafn sterkir, náðist samkomulag um að gera Tanger að borg undir alþjóðlegri stjórn, og tókst Bret um að skipta völdum með Spán verjum og Frökkum, en mikið hafði þá þegar dregið úr heims veldi Portúgala. Samkomulag hér að lútanöi var undirritað svo seint sem 1925. Lengst af hafðj Tanger verið fremur lítil borg, en síðan byggðist nútíma borg að evrópskri fyrirmynd, svo að komumaður nú þarf að ieita að medína, gömlu Araba- borginni, sem liggur umlokin gömlum múrvegg í norðvestur- horni þessarar snyrtilegu borgar. Tanger hefur um 130.000 íbúa, en byggingar 'hennar mundu sæma sér í hverri heimsborg- Lífið í þessari alþjóðaborg síð- astliðna áratugi fékk á sig æ sterkari blæ laga- og siðleysis: spilavíti, gleðihús, rán og mann- dráp jafnvel um miðjan dag, uppáhalds felustaður eftirlýstra glæpamanna, og embættismanna stéttinni var hægt að múta til hvers sem vera skyldi. Vafalaust hefur þessi samloka ólíkra afla og þjóða undir fremur dular- fullri yfirstjórn sogað til sín alls kyns æfintýramenn, svo að mörg- um stóð stuggur af þessari borg. — t skjóli viðburða heimsstyrj- aldar síðari hertóku Spánverjar svo Tanger og innlimuðu í yfir- ráðasvæði sitt í Norður-Morokko. í stríðslok 1945 var svo aftur komið á sama skipulagi og fyrir 1941. Það var ekki fyrr en 1956 þegar Marokko hafði fengið sjálf stæði sitt viðurkennt bæði af Frökkum og Spánverjum, að Tanger sameinaðist föðurlandinu gamla. Þessi sérkennilega borg,. sem samkvæmt alþjóðasamþykkt hafði ekki mátt hafa neinar víg- girðingar, varð þannig ásamt að- liggjandj héraði að sérstakri sýslu konungsríkisins Marokko. Mér fannst lítið sem ekkert eima eftir að áður lýstum skuggaleik- en eftir sem áður mun Tanger tilvalinn bakgrunnur í þriðja flokks reyfurum. Allir embættis- menn og allflestir íbúar tala frönsku vel, margir einnig spönsku, en mjög fáir tala ensku Framhald á bls. 10. 21. ágúst 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.