Alþýðublaðið - 06.09.1968, Síða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1968, Síða 2
tm&MD Bltstjórar: Kristján Bersl ólafsson (áb.) og BenedlKt Gröndal. Simar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýBuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sírai 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélaglð bf. TAP 40°/o 40% lækkun á gjaldeyristekj- Um fyrir útflutninig er gífurlegt áfali. MJunu þess fá eða engin dæmi, að þróaðar þjóðir hafi á síðari árum orðið fyrir svo miklu tjóni, er aflabrögð bregðast og verðlag afurða hrynur samtím- is. íslendingar skilja, hversu alvar legt þetta er fyrir þjóðina og að rífcjsstjómin varð að grípa til gagnráðstafana. Þjóðin er án efa reiðubúin að taka á s:|g þær byrð ar, s'em nauðsynlegar fcunna að reynast, ief stjórnmálaflokkamir geta komið sér saman um að marka stefnuna og sbapia gmnd völl fyrir nauðsynléga þjóðarein ingu um sinn. Ýmsir spyrja, hvers vegna ekki hafi verið gerðar ráðstafanir fyrr, úr því að verðfallið hófst fyrir tveim árum. Svárið er, að við- reisnarstefnan hafði styrkt svo efnahag þjóðarinnar og safnað svo gildum sjóum, að unnt iv'ar að doika við í þeirri von, að verð- hrunið reyndist skammvinnt. Svo hefur ékki farið, og nú eru sjóðiir að ganga til þurrðar. Þess vegna er nú komið að þeim að- gerðum, sem ríkilsstjórnin hefur gripið til. Tekið hefur verið skýrt fram aið hér væri íaðeins um bráða- birgðaráðstafanir að ræða. Á næstu þrem mánuðum verður ráð ið til lykta, hvernig istjórnmála- flokkarnir muni standa að varan legri úrræðum. Mun þá koma bet ur í ‘lijós, hvernig byrðunum veirður dreift á landsfólkið, og hvaða aukiaráðstafanir iv'erða gerð air. Hitt verða landsmenn að gera sér ljóst, að engin úrræði eru til, sem efcki koma meira eða minna við alla. Aimenningur hefur tekið að- gerðunuim af iskilningi, enda þótt mienn bíði með eftirvæntingu eftir framhaldinu. Hins vegar hafa Þjóðviljinn og Tíminn látið illa og ráðizt harðlega á ríkis- stjórniná. Pex þeirra er ekki nýtt. Hins vegar sjást merki þess, að liðsmenn þessara bllaða séu orðn ir þreyttir á málflutningi þeirra og telji hann tillgangslausán. Jón Skaftason alþingismaður sagði til dæmis um þetta í grein í Tím ianurn á þriðjudag: „Það hefur þó lítið upp úr sér að þjarka um orðna hluti og hverjum eigi að kenna um, hvernig komið- er. Vissúllega e'lga utanaðkomandi á- stæður og okkur óviðráðanlegar stærstan þátt í, >að ekki verður iengur haldið áfr'am þeim upp- byggingarhraða og háa neyzlu- stigi, isem verilð hefur um árabil.“ Eftir þesisi orð sneri Jón sér að því, isem framundan er, og ræddi ítarlega. Jón Skaftason er án efa nær hugsun og vilja álmeunings en þeir, sem skrifia riltstjómargrein ar Tímans og Þjóðviljans. Guðmundur Magnússon skólastjóri• TEKHIIINDIR ÁSKORU Nýlega birtist í dagblöðun- tim OpiS bréf til stjúrnarvalda frá foreldrum heyrnardaufra barna. Ef þú, lesandi igóður, hefur ekki kynnt þér efni' þessa bréfs, þá ráðlegg ég þér að gera það sem fyrst. í tilefni þessa bréfs ritar frú Aðalbjörg Sigurðardóttir greinína Áskorun í Morgun- blaðinu 3. sept. sl. Heilshugar tek ég undir það, sem þar er til málanna lagt, og hvet samborgara mína til að gera slíkt hið sama. Ljóst er, að málefni heyrn- ardaufra barna þola enga bið. Það vantar nýtt húsnæði, á höld og tæki, sérmenntaða kennara og annað starfsfólk. Hvað er til ráða? Ég bendi á eftirfarandi: 1. Ríkinu ber skylda til að sjá heyrnardaufum börnum fyr ir viðunandi uppeldi'. Því legg ég til, sé ekkj; annars kostur, að skorin séu niður fjárframlög til almennra skólabygginga sem nemur kostnaði við byggingu nýs og fullkomins heyrnleys- ingjaskóla. Heilbrigðu börnin geta ekki - síður beðið en þau heyrnardaufu. Óþægindi þau, sem af þessu hljótast um sinn, eru smámunir ein ir í samanburði við það ó- fremdarástand, sem ríkir í skólamálum heyrnardaufra barna. 2. Stofnaður verði sjóður til hjálpar heyrnardaufum börnum, sbr. áðurnefnda grein frú Aðalbjargar Sig- urðardóttur. Fjár verði fyrst í stað aflað með frjáls um framlögum og söfnum, en lögboðinn verði tekju- stofn til handa sjóðnurn svo fljótt sem auðið er og reglu gerð lum hann sett. Hefjumst handa strax. í húfi er framtíð margra barna, sem eiga lagalegan og siðferðileg- an rétt á allri þeirri aðstoð, sem í mannlegu valdi er að veita. Með góðum vilja og sam- st'lltu átaki einstaklinga, fé- laga og stjórnarvalda er hægt að lyfta Grettistökum í þess um efnum á stuttum tíma, þrátt fyrir efnahagsörðugleika þá, sem þjóðin á nú við að stríða. Bréfa— KASSINN Er nýr Heyrn- I leysingjaskéli úrlausn? ! Eftir að hafa séð myndirnar um Sítsy í sjónvarp.;nu, vakn ar sú spurning hvort ekki eigi að stuðla að því að heyrn arlaus börn fái heyrnartæki eins fljótt og kostur er á inn an 1 árs aldurs og koma þeim á barnahe mili (dagheimili) 1—llá árs gömlum. Sérmennt að fólk gæti genglð milli dag- heimilanna og þjálfað börnin þar til kemur að barnaskóla- námi. Þetta er gert í öðrum lönd- um, t.d. Englandi, en þar hef ur verið lokað einum heyrn- leysingjaskóla og aðsókn að heyrnleys ngjaskólum í Sví- þjóð er svo til engin. 1 Dan- mörku, en þaðan er myndin, sem getið er íum hér að fram an, hafa miklar breytingar ver ið gerðar á skólakerfinu — fötluð börn eru nú innan um hejlbrigð og þykir sannað eft ir nokkurra ára reynslu, að, heyrnarlausum börnum fari mun meira fram innan um heilbrigð börn en ef þeim er haldið sér, og þau séu betur, búin undir lífsbaráttuna. Að sjálfsögðu kemur svo annar, þáttur til sögunnar, en það er hið daglega líf heyrnaleysingj ans sem er einangrað í heima V istarskóla frá 4ra ára til 16 ára alduxs — miðað við það barn sem á þess kost að vera í almennum skóla, enda þótt um sérbekki sé að ræða. Slíkt bam þróast og þroskast á all- a-n-hátt mun eðlilegar. Það er ekki víst að fólk hafi fylgzt nógu vel með myndun- um um Sítsy, væri því sæki- legt að þær yrðu sýndar aft ur allar þrjár. Nú, þegar svo mjkið er rætt um Heyrnarleys ingjaskólann, myndu margir gefa þessum myndum meiri ga,um, en þær sýna ótvírætt hvaða árangri er hægt að ná með nýja skipulaginu í kennslu heyrnardaufra. Guðmundur Magnússon. H.J. SKÓUTSALA I FULLUM GANGI - GÖÐ KAUP — EITTHVAÐ FYRIR ALLA Skóverzlunin - Skóverzlun - Skóverzlunin Laugavegi 96 PéturS AndréSSOnar Framnesvegl 2 Laugavegi 17 2 6. sept 1968 ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.