Alþýðublaðið - 06.09.1968, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 06.09.1968, Qupperneq 6
Togarinn Surprise £rá Hafnarfirði strandaði í gær- morgun í roki og slæmu veðri á Landeyjasandi. nokkru neðan við bæinn Sigluvík. Fyrsta tilkynning frá togaranum um slysið barst Vestmannaeyjaradíói um klukkan 5.30 í gærmorgun og töldu skipsmenn sig þá vera stadda nokkru austar eða við svonefnd- an Krosssand. Hafnsögubátur Vestmannaeyja mið- aði togarann og kom í Ijós, að strandstaðurinn var allmildu vestar en skipsmenn höfðu álitið í fyrstu. Allir skipsmenn komust heilir á húfi í land. Varð- skimið Ægir er nú í grennd við strandstaðinn, en ekkp^t var hægt að gera í gær til þess að ná togaran- um út har sem veður var slæmt eystra. Skipstjór- inn stvrimenn og tveir vélstjórar eru enn austur í La^devium, en aðrir skipsmenn komu til Reykja- víkur í gær. um að villast, hvar strandstað- urinn var. Björgunarsveitirnar áttu greiða leið niður á strandstað- inn og nutu leiðsagnar Ágústs bónda í Sigluvík. Þess skal get. ið hér, að Ágúst hefur fyrir venju, að láta alltaf ljós loga í Sígluvík, þegar veður eru slæm. Þegar björgunársveitirnar komu á strandstað, sneri togar- inn stefni til lands. Gekk greið- lega að koma björgunarlínunum og stólnum út í skipið og klukk- an 7,48 var fyrsti skipbrotsmað. urinn kominn heill á húfi í land. Klukkan 8,25 voru allir skip. verjarnir 27 að tölu komnir { land. Engin slys urðu á mönn- um. Læknir, frá’ Hvolsvelli, fór með björgunarsveitunum á strandstaðinn, og var hann- við öllu búinn. Togarinn Surprise er um það bil 50 metra frá landi. Þegar hann strandaði var slæmt veð- ur, vindur suð.suð-austlægur, 6 —7 vindstig og haugasjór. Skipverjar voru allir fluttir til Reykjavílcur og Hafnarfjarð- Parísarblaðið Le Monde segir frá því í gær, að sovézku hermennirnir sem handtóku Dubcek leið- toga tékkneskra kommúnista innrásarmorguninn, hafi misþyrmt honum og skotið bílstjóra hans til bana. Þá segir blaðið einnig að bæði Cernik forsæt- isráðherra og Smrkovsky þingforseta hafi verið misþyrmt, er þeir voru teknir höndum sama morgun. Togarinn Surprise, sem er í eigu útgerðarfélagsins Einar Þorgilsson & Co. Hafnarfirði lagði úr höfn 1 Hafnarfirði hinn 31. ágúst síðastliðinn. Byrjaði hann veiðar daginn eftir út af Reykjanesi. Mun hann hafa verið á austurleið, er hann strandaði og er álitið, að hann hafi ætlað að sigla milli lands og Eyja. Skipstjóri á' togaranum Surprise er Kristján Andrés- son. Á togaranum var 27 manna áhöfn. Upphaflega voru 28 menn skráðir á skipið, en einn skips. manna kom ekki til skips, þegar það lagði úr höfn á laugardag. Fréttamaður hafði samband við Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélagi íslands í gær og spurði hann, hvernig björgunin hefði gengið fyrir sig, 4> höfn í Eyjum byrjaði hann að miða togarann og gaf sú miðun strandstað togarans allmiklu vestar, enda kom í ljós, að tog- arinn hafði strandað út undan bænum Sigluvík í Vestur-Land- eyjum. Hannes Hafstein var í stöðugu sambandi við björgunarsveitirn. ar á meðan björgunarstarfið stóð yfir. Áður en farið var á strand- stað þurfti að vita, hvar strand- staðurinn raunverulega væri. Sveinn ísleifsson úr björgunar- sveitinni á Hvolsvelli ók niður í Landeyjarnar og hafði samband við togaramenn, en hann hefur í bfl sínum talstöð með neyðar. bylgjunni 2182. Bað hann skip. verjana á Surprise að skjóta upp neyðareldflaugum. Var þá ekki Blaðið segist hafa þessar upp. lýsingar eftir góðum heimildum, en hins vegar geti það af eðli- legum ástæðum ekki nafngreint’ heimildarmennina. Blaðið segir, að sovézku öryggisverðirnir, sem handtóku þá þremenninga hefðu komið fram með miklum dólgs- hætti, ógnað þeim með upp. spenntum skammbyssum, leitað margsinnis á þeim og lamið þá. Segir blaðið að greinilegt sé af þessu, að sovézkir ráðamenn hafi í fyrstu ætlað sér að koma þeim þremenningunum fyrir kattar- nef, en staðfesta Svoboda for- seta hafi komið þeim til að hverfa frá' þeirri ákvörðun. Samkvæmt heimildum blaðs- ins stormuðu þrír sovézkir ör. yggisverðir inn í skrifstofu Dub- ceks og allir höfðu þeir á lofti Klukkan rúmlega sex í gær- morgun tilkynnti Vestmanna- eyjaradíó honum, að togarinn Surprise frá Hafnarfirði hefði strandað og töldu skipsmenn sig hafa strandað um það bil 4—5 ■ sjómílum norður og austur af Vestmannaeyjum á' sandinum. Skdmmu sfðar var þetta síðan leiðrétt og sögðust skipsmenn þá vera undan Krosssandi. Björgunarsveitin á Hvolsvelli undir stjórn Guðjóns Einars. sonar og björgunarsveitin í Land eyjum voru þegar kvaddar á vettvang. Sömuleiðis hafði Slysavarnafélag íslands samband við Eyjamenn og var beðið um að Vestmannaeyjalóðsins yrði sendur á strandstað. Skömmu eftir að lóðsins hafði lagt úr Norðurlöndin leita stuðnings Breta Sendiherrar Norðurlanda í London gengru í gser á fund Michaels Stewarts utanríkLsráðherra Bretlands ogr báðu um liðslnni brezku stjórnarinnar við þá ákvörðun Norðurlanda, sem samþykkt var á utanríkisráðherrafundinum í Stokkhólmi fyrr í vikunni, að fara þess á leit við Sameinuðu þjóðiruar að þær hefja ráðstafanir t£K' að draga úr þeim hörmungum þeim, sem leitt hafa af borgara- styrjöldinni í Nígeríu. Að sögn NTB ræddu sendi- herrarnir flmm í 25 mínútur við Stewart og lögðu í viðtal jnu á það áherzlu að ríkis- stjómir Norðurlanda teldu að miklu skipti að hægt yrði að koma við skjótri aðstoð við fómarlömb styrjaldarinnar. 20 milljóna hagnaður? I forystugrein Frjmerkisins, sem er tímarit fyrir frímerkja. safnara, segir, að á síðastliðnu ári hafi póststjórnin hagnazt um eða yfir 20 milljónir króna á sölu frímerkja til safnara. Enn. fremur segir í greininni: „Er ekki ólíklegt', að auka megi þá sölu mikið, ef rétt er haldið á' málunum. Við viljum því gera að tillögu okkar, að skipuð verði ráðgefandi nefnd til að fjalla um frímerkjaútgáfur og í henni eigi sæti t. d. tveir fulltrúar póstsins, einn skipaður af lista. mönnum og tveir af frímerkja. söfnurum, síðan verði einum manni eða fleirum falið að ann. ast frjmerkjaútgáfu á vegum póslstjórnar og jafnframt kynn. ingu á íslenzkum frímerkjum er- lendis. Samkvaemt góðum heimildum í London svaraði Stewart mála leitan Norðurlandanna vel og bent á að Bretland hefði átt þátt í að fulltrúi Rauðakross Jns gæti farið til Lagos .til að semja um lendingarleyfi fyrir flugvélar Rauða krossins í Biafra. Hins vegar sagði ráð- herrann að nauðsynlegt væri líka að koma á birgðaflutning um landveg. Talsmaður norska sendiráðs ins skýrði frá því eftir fund- inn, að sendiherrarnir hefðu ekki lagt fram neinar ákveðn ar tillögur á fundinum með Stewart, heldur e nungis beð ið Bretland að styðja tilmæli Norðurlandanna til U Thants framkvæmdastjóra SÞ. Það voru fulltrúar allra Norður- landanna fimm, sem tóku þátt í fundinum: Danmerkur, Finn lands, íslands og Svíþjóðar. f g C, sept 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ar í gær nema skipstjóri, stýri- menn og tveir vélstjórar. Bíða þeir átekta eystra. Verður sjó- réttur ekki settur í strandmáli þessu fyrr en yfirmenn koma til Hafnarfjarðar. Varðskipið Ægir var staddur í nágrenni við tog. arann Surprise í gærdag. Ékkert var hægt að gera til þess að ná togaranum á flot í gær, þar sem. veður var slæmt ennþá. Var ekki búizt við, að hægt væri að gera neina tilraun til að ná tog- aranum á flot fyrr en í fyrsta lagi á flóði í nótt. handtöku uppspenntar skammbyssur. Her- menn miðuðu á þá, sem á skrif- stofunni voru með vélbyssum. Einn þeirra skar á sjmaleiðslur, en annar setti Dubcek í hand'. járn. Hann reyndi að hreyfa and- mælum, en þeim var svarað með barsmíðum. Bílstjóri hans reyndi að ganga á milli, en her- mennirnir skutu hann til bana tafarlaust. Sovézku hermennirn- ir ógnuðu Dubcek með því að segja, að ef á þyrfti að halda, myndu þeir drepa milljón Tékka til þess að stöðva gagnbylting. una í landinu. Að síðustu segir í blaðinu, að eftir öllum sólarmerkjum að dæma, þá hafi Dubcek verið Framhaid á bls. 14. Fimm sækja um ísafjörð UmsóknarfTestur um bæjar fógetaembætt ð á ísafirðj er nýlega runninn út. Um embættið hafa sótt: Ásmundur St. Jóhannsson, bæjarfógetafulltrúi, Akureyri. Björgvjn Bjarnason, sýslumað ur, Hólmavík. Bragi Steinars- son, fulltrúi saksóknara ríkis ins. Einar G. Einarsson, bæjar fógetafulltrúi, ísafirði. Einar Oddsson, sýslumaður, Vík. Auglýst hefur verjð til um- sóknar eitt embætti borgarfó geta í Reykjavík, en sam kvæmt lögum nr. 98/1961 er gert ráð fyrir að borgarfóget- ar skuli vera 5 til 7, en þe;r eru nú 6. Hafa verkefni borg arfógetaembættisns aukist verulega hin síðari ár, svo að um alllangt skeið hefur þótt þörf á fullri tölu borgarfógeta samkvæmt ákvæðum laganna. Fréttatilkynning.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.