Alþýðublaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 7
 „NÚ ER ÚTIVEÐUR VOTT Ég ihef meininjg nm, að eftir- farandi vísa sé ætt/uð af Fells- ströndinni, en veit Iivorki hver er höfundurinn né um hvern er kveðið, ekki með fullri visisu. Það skiptir heldur ekki mestu máli, vísan er kveði-n af myndug leik og orðkynngi, líkingamar sóttar í dágleg fyrirbæri og um 'hverfi, þetta er skorinorð m-ann lýsing, en dá-lítið hryssings'leg lað vísu. Augun voru -upp á -skop, ennið líkt og milta úr kú, kjaftru-inn eins og kjaraldsop, kinnarnar eins og gaddaibrú. ★ r í hin-u istórbrotna kvæði sínu, Skagafi-rði, velur Matthías Joch umsson sér Tindas-tól -að sjón arhæð: Bragi leysir brátt úr vand-a, bendir mér á Tindastól. En þeir, sem -undir fj-ál-linu bjuggu, höfðu stund-um önnur sjónarmið, u-m það vitnar þessi víáa: Á kvöldin aldrei sést hér sól, sinnis- minnka-r róin. Ég vil taka ’ann Tindastól og troða ’onum ofan í sjóinn. ★ Ýmiskonar bragþrautir voru löng-um vinsælt viðfangsefni og dægradvöl í fásinninu-. Eftir- farandi vísa er mikið fyrir t-ið, eins og sjá má, í henni koma fyrir hvorki meira né -minn'a en 36 t, ef -til vill langar einhvem hagyrðjng til -að gera betur og því ekki að reyna það: Eitt sinn þeyttust út um nótt -átta kettir hratt og létt, tuttugu rottur títt og óttl tættu og reyttu á eléttri stétt. ★ Eftirf-arandi siglingavísur eru kveðniar af Jóni S. Bergmann: Stormur reiður stikar dröfn, stækka leiðar undur, Iþegar skeiði-n Skriðajöfn skafla sneiðir sundur. Þótt hún slengisit hart á hlið, ’hyliir lenginn friðinn, hraustir dren-gir 'harðna við •Hrannair strengja kliðinn. ★ Sigurður Nordal er að vísu þekktari fyrir annað en lausa- ■vísur, samt sem áður forsmáir hann þær ekki. Þessi V-ísa, sem margir vildu sj-álfsagt -kveðið hafa, er eftir hiann: Yíir 'flúðir auðnu og meins elfuir lífsins streymir, sj'akl-an verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. ★ Þessa-r ví-sur eru eftir Káin-n. Hann kallar þær Fyrr cg nú: Sífellt heima svo til bar í sölum -auðra ranna; oft á sveimi sáust þar sálir da-uðra -manna. Breyting nokkur orðin á er, mn daga la-nga nú má skrokka sífellt sjá sálarlausa ganga. ★ Gunnar S. Hafdal yrkir við -Skj álfandaflj ót: Hrímþurs reiður Köldukinn -kreistir í íoppu styrkri, hylur skýjum himininn, heiminn fyllir myrkri. ★ Um fl-est-a staði á ísla-ndi hef -ur verið kveðið, þótt ekki sé það a-llt af sam-a toga spunnið. Eftirfarandi vísa er heiguð Skarðsheiði-nni og er Emi-1 iPe-ter sen höfundurinn. Skrýdd er lýtum Skarðs- heiðin, skemmd-a barin éli, held ég vítishöfðinginn hafi þar í s-eli. ★ Fornólfur, öðru nafni Jón Þorkelsson, hefu-r margt vel kveðið. Þessi vísa er ort á efri árum sk-áldsins: Þegar elli kemur ikvöld, kólnar í flestum glæðum — sárleg verða syndagjöld sómalausum hærum. ★ Það er bezt að láta vísuna um giftingarveðrið -hia-ns Gríms reka lestina að þessu sinni. Nú er ú-ti veður votit, verður allt að klessu, ekki fær ha,nn Grí-mur gott -að gifta sig í þessu. Óskar Jónsson framkvæmdast. Hafnarfírði: Frá sjónarhóli leikmanns séð Á Landspítalanum eru fram- kvæmdar tílóðsegavarnir, 1 og þangað leita eitthvað á milli 350—400 menn, sem láta rann. saka blóð sitt með vissu milli- bili, og fer það eftir mati sér- fróðra lækna, sem ákveða, hve margar blóðþynningartöflur skal taka daglega. Er hér aðallega um sjúklinga að ræða, sem feng. ið hafa snert af kransæðastíflu, og þá líka hina, sem alvarlegri tilfelli hafa fengið. Fer það eftir mati sérfróðra iækna, hve lengi skal gefa þessar töflur, og geta verið ýmsar orsakir fyrir því, t. d. hætta á innvortis blæðing- um og aldur sjúklingsins og ef IFIiót afgreiðsla Sendum gegn póstkrofd. OUÐM; ÞORSTEINSSPH guílsmlSur Banftastrætí 12., til vill fleiri orsakir, sem ég -ekki kann skil á. Sumt af þessu fólki stundar vinnu sína eins og áður, ann- að verður að fara mjög varlega með heilsu sína og sumt að breyta algerlega um lifnaðar- venjur. Þetta fer þá algjörlega eftir ástandi sjúklinganna. Marg. ir þurfa að létta sig, borða sér. stakt fæði, venja sig af’öllum hraða, forðast háa stiga eða brekk ur úti við o. s. frv., en auðvitað allt eftir ráði hinna sérfróðu lækna. En þó vildi ég bæta hér við, að reykingar ættu allir með þennan sjúkdóm að leggja niður, og ekki vil ég persónulega mæla með neins konar neyzlu áfengra drykkja. En þó alls þessa sé gætt og fleira að forðast en hér hefur verið upptalið, getur sjúkdómur þessi alltaf tekið breytingum, og er það sérfræðinga þá einna um að dæma, hvaða viðbrögð skuli viðhöfð. Er því mikíl nauðsyn á, að þessir sjúklingar geti fengið skoðun sérfróðra lækna við og við, t. d. á nokkurra mánaða fresti. Ég, sem þessar linur rita, héf haft þennan sjúkdóm í 8 ár og þekki því af reynslunni ýmsar hliðar hans. Fýrir nökkrum árum ritaði ég grein, sem ég ætlaði að birta í dagblaði í Reykjavík, en þar semi nokkur ádeila var í greinarkorni þessu á heilbrigðisyfirvöldin vegna ónógs aðbúnaðar gagnvart þessum sjúklingum, taldi ég mér skylt að lofa landlækni að lesa grein þessa, hvað ég gerði. Tók landlæknir mér ljúfmannlega og óskaði þess, að ég birti hana ekki, þar sem hér myndi verða breyting á til batnaðar. Taldi hann, að sérstakur læknir á Landspítalanum myndi geta ann azt þessa heilsugæziu, enda varð sú breyting gerð, að einn af sér- fræðingum sjúkrahússins skyldi framkvæma eftirlit með okkur sjúklingunum, og var bæði ég og fleiri kallaðir inn til skoðun- ar á nokkurra mánaða fresíi. Ég taldi mig hafa afargott af þessu eftirliti, og svo var um fleiri, er ég átti tal við, en einhverra hluta vegna féll þessi gæzla að mestu niður, þótt hins vegar bæði ég og sjálfsagt fleiri hafi getað kom izt í skoðun þar fyrir sérstaka velvild hinna ágætu sérfræðinga, er við Landspítalann starfa. Híns vegar hefur verið að því unnið, að þessi gæzla geti hafizt aftur, og hefur veríð útbúið sérstakt pláss í kjallara hinnar nýju álmu spitalans, einmitt í þessu augna. miði, og mun nú þetta pláss hafa beðið þarna ónotað í marga mán uðl. Hef ég heyrt', að blóðsega- varnirnar ættu einnig að flytjast þangað, þar sem þær eru nú framkvæmdar á mjög óhentug- uffi stað á spítalanum. Það er því lífsspursmál, að sjúklingar með þennan sjúkdóm geíi fengið nákvæma skoðun við og við, þó eftir áliti sérfræðing- anna, aðrir sjaldnar, en hinir, sem lengra eru leiddir, þá oftar. Ég tel, að ekki megi dragast lengur að taka þetta bráð. nauðsynlega eftirlit upp og veit ekki, hvað veldur, að það skuli ekki vera komið í gang. Eru deil- ur um það, hver eigi að borga brúsann? Það væri sanngjarnt, að tryggingakerfið tæki þetta á sína arma að einhverju leyti, en þar má hlutur sjúklinganna ekki verða of stór, enda þótt þeir tækju að einhverju leyti þátt í kostnaðinum, þar sem margir þeirra eru með Titla starfsorku og hafa því lítið til að greiða með. Ég vii því segja við þá góðu menn, sem þessum málum stjórna, að draga nú ekki Tengur en orðið er að koma þessari bráðnauðsynlegu heilsugæzlu á, því að þeir hafa þarna mikla ábyrgð á sínum herðum, ef ekk- ert verður að gert. Ég skal taka það fram, að þótt ég hafi rætt hér um sjúklinga með þennan sjúkdóm og leitað hafa til Landspítalans, þá gildir það og um þá, sem fjær búa, og éinnig þá, sem leita til sérfræð- inga á' öðrum sjúkrahúsum. Þá vil ég taka það skýrt fram, að þarna getur Hjartavérndar. stöðin að Lágmúla 9 í Reykjavík ekki lijálpað upp á sakirnar. Sú stöð er fyrst og frémst rekin sem rannsóknarstöð, sem hefur það hlutverk að leita uppi hina sjúku eða þá, sem bera í sér hættuna, og varna því, að þessi vágestur, hjarta- og æðasjúkdómar, sem nú leggur flesta að velli, fái að vinna mönnum heilsutjón. Þeir, sem eru með sjúkdóminn eða aðra þá sjúkdóma, sem gera þess um vágesti greiðari aðgang að eyðileggja nauðsynlegustu líffæri fái um það vitneskju. Og'von- andi verður þessi merka tilraun Hjartaverndar merkur þáttur í stóraukinni heilsugæzlu gagn- vart þessum sjúkdómi, sem nú sýnir hæsta dánartölu allra þeirra sjúkdóma, er nú þjá þjóðina, en það Ieysir ekki vanda þeirra, sem þegar hafa fengið sjúkdóm. inn og búnir eru að ganga með hann árum saman. Það 'er með það í huga, að ég rita þetta greinarkorn, að ég tel, að fyrir þá verði að gera meira en gert er í dag, og þar verða heilbrigðisyfirvöld landsins að bregða nú skjótt við og koma til móts við þá mörgu, sem nú þjást af þessum sjúkdómi, því að þeirra ábyrgð er mikil, ef ekkert fæst að gert. Ef deilt er um það mán. uðum saman, hver eigi að borga brúsann, þá er það engin afsök- un, þessi heilsugæzla verður að koma strax. Það mætti hugsa sér, að Almannatryggingarnar borguðu bróðurpartinn, ríkið sjálft legði fram einnig fé £ þessu skyni og loks sjúklingarn- ir sjálfir, en eins og áður segir, verður þeirra hlutur að vera smár. Ég veit, að ég tala hér fyrir munn fjölmargra, sem ganga með þennan sjúkdóm og skilja ekki, hvers vegna heilbrigðisyfir völdin láta þetta mál reka á reið. ahum, og það er þess vegna, sem ég tel, að um það megi og eigi að ræða. Vona ég, að fleiri taki undir þessa áskorun, sem ég hef birt hér að framan til þeirra, er stjórna heilbrigðismálum landsins. 8í sept. 1968 ALÞÝÖUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.