Alþýðublaðið - 15.09.1968, Síða 14

Alþýðublaðið - 15.09.1968, Síða 14
Smátt ufflý.sinffav ökukennsla ' LæriS að aka bíl þar sem bflaörvalið er mest. Volkswagen eða Taunus, 12m. þér getið valið hvort þér viljið karl eða kven.ökukennara. Útvega ÖU gögn varðandi bílpróí. GEIB P. ÞORMAU, ölcukennarl. Símar 19896, 21772, 84182 og 19015. SkUaboð um Guíunes. radíó. Simi 22384. ökukennsla Létt, Upur 6 manna blfrelð. VauxhaU Velox Guðjón Jónsson. Síml 3 66 59. ökukennsla — æfingatímar — Volkswagenbifreið. Tímar eftir samkomulagl. Jón Sævaldsson. Síml 37896. Heimilistækja- viðgerðir I»vottavélar, hrærivélar og önn- ur heimilistæki. Sækjum, send um. BafvélaverksæBi H. B. ÓLASON, Hringbraut 99. Síml 30476. S j ón varpslof tnet Tek að mér uppsetningar, við gerðir og breytingar á sjón- varpsloftnetum (einnig útvarps loftnetum). Útvega ailt efni ef óskað er. Sanngjarnt verð. Fljótt at hendi leyst. Simi 16541 kl. 9-6 og 14897 eftir kl. 6. Kenni ákstur og meðferð blfreiða, Ný kennslubifreið, Taunus M. Uppl. f sfma 32954. Valviður — Sólbekkir Afgreiðslutími 3 dagar. Fast verð á lengdarmetra. Valviður, smfðastofa Dugguvogl 5, sirni 30260. — Verzlun Suðurlands braut 12, sími 82218. Er bíllinn bilaður? Þá önnumst við allar almennar bílaviðgerðir, réttingar og ryð, bætingar. Sótt og sent ef óskað er. Bílaverkstæðið Fossagötu 4, Skerjafirði sími 22118. Ökukennsla Hörður Ragnarsson. Sími 35481 og 17601 Heimilistæk j aþj ón- ustan Sæviðarsundi 86. Sími 30593.— Tökum að okkur viðgerðir á hvers konar heimilistækjum. — Simi 30593. Hand hreingemingar Tökum að okkur að gera hreinar íbúðir og fl. Sköffum ábreiður yfir teppi og hös. gögn. Sama gjald hvaða tima sólarhrings sem er. Simar 32772 — 36683. f’Voga-þvottahúsið Afgreiðum allan þvott með stutum fyrirvara. V oga-þ vottahúsið Gnoðavogi 72. Sími 33 4 60. Húsgagnaviðgerðir Viðgerðir á alls konar gömlum húsgöguum, bæsuð, póleruð og máluð. Vönduð vinna. Húsgagnaviðgerðir KNUD SALLING Höfðavík við Sætún. Simi 23912. (Var áður Laufásvegi 19 og Guðrúnar götu 4). Loftpressur til leigu í öll minni og stærri verk. Vanir menn. JACOB JACOBSSON. Sími 17604. H N O T A N Selur VEGGHÚSGÖGN mikið úrval. NÝTT Hóifaðir plötuskápar. H N O T A N Þórsgötu 1. — Sími 20 8 20. WESTINGHOUSE. KITCHEN AID FRIGIDARIRE — WASCOMAT vlðgerðaumboð. Við önnumst viðgerðlr á öllum heimilis. tækjum. Rafvéiaverkstæði Axels Sölvasonar, Ármúla 4. Simi 83865. V élhremgeming. Gólfteppa. og húsgagnahreins ;un. Vanir og vandvirkir menn. Ódýr og örugg þjónusta. — ÞVEGíLLINN, sími 34052 og 42181. Húsviðgerðir s.f. Húsráðendur — Byggingamenn. Við önnumst alls konar viðgerð ir húsa, járnklæðningar, gler- ísetningu, sprunguviðgerðir alls konar. Ryðbætingar, þakmáln., ingu o.m.fl. Símar: 11896, 81271 og 21753. Ný trésmíðaþjónusta Trésmiðaþjónusta tii reiðu, fyr. ir verzlanir, fyrirtæki og eín. staklinga. — Veitir fullkomna viðgcrðar. og viðhaldsþjónustu ásamt brcytingum og nýsmíði. — Sími 41055, eftir kl. 7 s.d. Tímakennsla í Hafnarfirði Tek 6 ára börn I tímakennslu í lestri í vetur. Byrja 1. október. Upplýsingar í síma 52143. Helga Friðfinnsdóttir. Arnarhrauni 29. Húsbyggjendur Við gerum tilboð í eldhús- innréttingar, fataskápa og sólbekki og fleira. Smíðum í ný og eldri hús. Veitum greiðslufrest. Simi 32074. Innrömmun HJALLAVEGI 1. Opið frá kl. 1—6 nema laugar daga. Fijót afgreiðsla. ÍNNANHÚSSMÍÐI Gerum tilboð í eldhúsinnrétt. ingar, svefnherbergisskápa, sólbekki, veggklæðningar^ útl hurðir, bílskúrshurðir og gluggsmíði. Stuttur afgreiðslu. frestur. Góðir greiðsluskilmál. ar. — Timburiðjan. Sími 36710. Jarðýtur — Traktors- gröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur, traktorsgröfur, bílkrana og flutningatæki til allra frain kvæmda, innan sem utan borgar innar. — Jarðvinnslan s. f. Siðu múla 15. Símar 32480 og 31080. Takið eftir Breytum gömlum kæliskápum í frystiskápa. Kaupum einnig vel með farna kæliskápa. Upplýsingar í síma 52073. Enskir rafgeymar Úrvals tegund, L. B. London Battery fyrirliggjandi. Gott verð. Lárus Ingimarsson, heildverzlun Vitastíg 8A. Sími 16205. Heimilistæk j avið- gerðir Þvottavélar, hrærivélar og önnur heimilistæki. Sækjum sendum. Rafvélaverkstæði H. B. Ólason, Hringbraut 99. Sími. 30470. Viötal við GuÖjón Framh.ald af bls. 7. út undir Seyðisfjarðarál, bátarn- ir réru þangað í þá daga, en utar fóru þeir ekki. Það var svarta þoka og hann sá' ekki til miða. — Með hvaða bát var hann þá? — Sæfarann. — Og hvaða ár var þetta? — Það var 1911, fyrsta árið sem hann var með Sæfarann. Hann stímaði auðvitað út eftir kompásnum vegna þokunnar. En þegar hann er kominn þrjá og hálfan tíma út' birti svolítið upp þokuna og þá' sá hann mikið af Færeyingum. Þeir voru allir á færum, en hann ætlaði að leggja línu, og af því að hann vildi ekki að þeir væru að krunka í kringum línuna færði hann sig utar. Sumir formenn PITTSBURGH: Bandaríska varnarmálaráðuneytíð hefur skýrt frá iþví, að á síðastl.ðnum þremur og hálfu ári, eða frá 1955, hafi að minnsta kosti 315. 000 óvinahermenn verið felldir í styrjöldinni í Vietnam. 14 14. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ voru svo nákvæmir að þeir vildu ekki einu sinni leyfa manninum sem passaði baujurnar meðan legið var yfir línunni að renna færi, því þeir sögðu að það dragi fiskinn upp í sjó frá lín- unni. Þegar Tómasi fannst að hann væri kominn vel út fyrir Færeyingana, lagði hann línua og fiskaði svona prýðilega. — Og þetta var Gullkistan? — Já, þetta var Gullkistan. Hann réri einskipa þarna út fyrst, :og þlnir formennirnii'' vissu ekki gerla hvert hann fór. Ég var þá farinn að róa, svo ég fylgdist vel með þessu. Hann sagði mér, að hann hefði verið þrjár mílur frá kantinum og kallast það ekki mikið. En þó að ég sé sannfærður um, að það var hann, sem fann Kistuna, þá hef ég nú heyrt nefnda fjóra fyrirmyndar formenn og einn færeyskan skipstjóra, sem allir eiga að hafa fundið hana. Mér finnst það heldur flott. Eg heyrði það fyrst haft eftir þessum fær, eyska skipstjóra, sem þá var með árabát hjá Pálma heitnum Pálmasyni, annað hvort á ára- bát sem Pálmi átti eða hann sjálfur, að Tómas sækti út á Glettinganesgrunn. En nú er Glettinganesgrunnið' stórt, og það er enginn staður að nefna það, en maðurinn vissi ekki annað. Hann var á næstu bryggju við Tómas, svo liann hafði góða aðstöðu til að fylgj- ast með hvert Tómas færi. En hann hefði ekki farið út í Kistu á þessum árabát, þótt verið hefði hægt að komast þangað á fjöl, m. a. vegna þess, að slík- ur bátur hefur ekki gang til að komast þangað. Ef Tómas hefði nú ekki fundið Kistuna, þá þyk. ir mér afar skrýtið að ég skyldi aldrei heyra neina af þessum mönnum minnast á það að þeir hefðu fundið hana — menn eins og Bjarni Hávarðsson sem ég var gagnkunnugur, ég var með honum bæði á sjó og landi. — Bjarni fór ekkert' dult með það að Tómas hefði fundið Kistuna. En svo gerist það einn góðan veðurdag, þegar Tómas stend- ur í þessum róðrum sínum, að það er eins og formennirnir fái sagnaranda og þeir fara hver af öðrum langt út í Seyðis- fjarðarál. En hvers. vegna fara þeir út í Seyðisfjarðarál, ef þeir halda að Tómas hafi verið upp á Flakinu? Þetta sannar það, að Tómas var ekxi langt upp á Flakinu. En hvað sem því líður, þá fór það bara eftir því hvernig fiskurinn stóð. Þegar maður var t. d. í júlímánuði úti í Kistu þá var fiskurinn alltaf meira upp á Flakinu og uppi í sjó, og þá höfðu Færeyingar það ágætt. En svo dró hann sig allt af meira að álnum og ofan í ál- inn eftir því sem haustaði. Þetta ættu allir þeír að vita, sem í Kistuna hafa róið. Þess vegna vil ég að það leiki ekki neinn vafi á því, að það var Tómas sem Gullkistuna fann. ' — Hvað er þetta langt? — Þetta er um 25—30 mílur, það kölluðum við Innri.Kistuna. Sæfarinn gekk svona 6 mílur, og Tómas sagðist hafa verið 5 klukkustundir í land. En hann mundi ekki hve lengi hann hafði verið út, af því að hann lenti í Færeyingaþvögunní. Um Ytri-Kistuna hefði ég nú sagt, að allir og enginn hafi fundið hana, því bátarnir mjökuðust smátt og smátt utar. Ég get sagt þér dæmi um það. Árið 1914 réri ég með Tómasi á Sæfara og þegar við vorum búnir að róa nokkra róðra í Kistuna meiddi hann sig í hendi, nann setti öngul í fingurinn á sér og fékk blóðeitrun og fór ekki meira á sjó það haustið; ég tók við bátnum fyrir hann. En með Sæ- björgina var þá Einar M. Ein- arsson, sem varð skipherra á gamla, góða Ægi. Hann var á. gætur fiskimaður og ekki vant- aði dugnaðinn. Yið fórum hálf- tíma stím lengra út með kant- inum heldur en Tómas hafði farið og þannig gekk þetta. Við fiskuðum ágætlega. Næsta haust tók Tómas við Sæfara, en ég var með Sæbjörgu, og þá fórum við enn lengra heldur en við Einar höfðum farið haustið áður. Svona þreifuðu bátarnir sig áfram út með kantinum, og svona gekk það yfirleitt alls staðar. Maður leitaði alltaf á' dýpri og dýpri mið. Þegar kom. in voru spil, bátarnir dekkaðir og komið stýrishús, þá þóttu þetta nú aldeílis vera fleytur. — Viltu geta einhverra manna umfram það, sem þegar er komið? .— Já, mig Iangar til að geta þriggja, útvegsmanna sérstak- lega. Ég get auðvitað ekki talið upp alla menn og alla báta. En þessir menn eru: Gísli Hjálm- arsson, Konráð Hjálmarsson og Sigfús Sveinsson. Gísli átti sex mótorbáta, og það var nú ekki lítið ílag í litlu þorpi. Hann hefði áreiðanlega gert mikið, ef hann hefði ekki farið fljótt að heiman. Svo var það bróðir hans, Konráð Hjálmarsson; —* hann var líka mikill útgerðar- maður og kaupmaður, og svo Sigfús Sveinsson. Ég álít að Sig. fús og Konráð hafi haldið út- gerðinni uppi. Þeir lánuðu út á fiskinn, ekki einungs í húsun- um þegar búið var að fiska liann, heldur bara í sjónum, til þess að geta komið bátunum af stað. Og þeir gerðu auðvitað út og allir í þá daga upp á sína iábyrgð en ekki rí|dssíjórnar- innar. Það þekktist ekki. Þess vegna finnst mér, að þeir hafi verið það mikils virði, að það ætti að gera þeirra nokkrum orðum. Ég veit ekki til, að það hafi verið skrifuð um þá eft- irmæli. Og það má mikið vera, ef hver króna sem þeir láh- uðu hefur komið til skila. Eng- ir samningar voru til þá. Mér er það betur kunnugt hjá Sig- fúsi, ég var þar mikið, og þar var mörg krónan strikuð út. Því eins og Sigfús sagði: — Á einhverju þarf fólkið að lifa. - S. H.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.