Alþýðublaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 27- september 1968 Eftir 12 ára bann Kommúnistðflokkur settur á laggirnar í V-Þýzkalandi BONN: Nýr kommúnista flokkur var stofnaður í Vest ur Þýzkalandi í gær, eftir 12 ára forboð, og svo lítur út sem yfjrvöld lands'ns hafi ekkert vjð það að athusra, að minnsta kosti að ákveðnum skilyrðum fullnægoum. Kommúnistaflokkurinn var opinberlega bannaður í Vest ur Þýzkalandi árið 1956 og gef;ð að sök að vera ólýðræð islegur og brjóta i bága vjð stjórnarskrá landsins. Ríkisstjórnin hefur hins vegar nýlega lýst því yf ir, að hún sjái slíkri flokks stofnun ekkert til fyr;rstöðu, starfj hann í engu andstætt stjórnarskránni. Það er eftir tektarvert, að hinn nýi komm únistaflokkur er stofnaður á sania tima og yfirvöld velta því fyrir sér, hvort banna beri flokk þjóðern'sjafnaðar manna, NPD, sem kenndur hefur ve’rið vjð nýnazista. Fréttastofa Reuters í Bonn fékk í gærmorgun senda til kynningu um stofnun flokks ins, undirritaða nöfnum 31 manns og konu. Ætlunin var að halda fund með blaða mönnum síðar um daginn, en ekkí varð af honum, þai' sem fundurinn fékk ekk; inni í hóteii því, er hann hafði verið boðaður á. Forstjóri liótelsins harðneitaði að standa við ge'röa samninga, er hann frétti að fundurinn skyldi haldinn í tilefni al’ stofnun nýs kommúnista- flokks. í yfirlýsingu hins nýja flokks er því m. a. lýst yfir, að hlutverk hans sé að vinna að vaxandi þróun lýðræðis í Vestur Þýzkalandi og að aulta veg þess út á við. Gúrkur Framhald af bls. V sögðu árstiðabundin og því nokkrar ölduhreyfingar í söl- unni. Geymsluþol tómata og gúrka og ýmissa garðávexta væri t.d. ákaflega takmarkað og því vonlaust með öllu iað ætla að toafa þá ó boðstólnum árið (um ikring. Þá sagði hann fram boð og eftirspurn ekki alltaf standast á, en frá 1. apríl síð astliðnum hefði Sölufélaginu tekist ,að fullnægja eftirspurn landsmanna eftir gúrkum og eft irspurninni eftir tómöuum frá iþ.ví í júníbyrjun. Gúrkur væru yfirleitt á boðstólnum frá því í marz ög fram í nóvember. en tómatar hins vegar frá miðjum imaí frarn í miðjan diesember. Þorvaldur kvað ekki meiri fjölgun garðyrkjustöðva í land inu en eðlilegí mætti teljast miðað við fólksfjölgun. Þá kvað hann Sölufólag garðyrkjumanna ekki njóta ríkisstyrkja í neinni mynd, enda væri engin fram- leiðsluvara þess greidd niður. iHefði söluverð framleiðsluvar anna ekkert hækkað nú um IÞriggjia ára skeið og vonaðist Sölufólagið til, að ®vo yrði enn um hríð. Að sögn Þorvalds' Þorsteins. sonar lætur Sölufélag garðyrkju manna sjóða niður um frarn fram leiðslu félagsmanna sinna hverju sinni; fer sú niðursuða fram Ihjá Efnagerðinni Val og Niður- suðuverksmiðjunni Ora. Hefðu þessar niðursuðuvörur líkað vel' og sala orðið eftir því. Loks vakti hann athygli á tómatsósu Vals, sem gerð er úr íslenzkum tómötum og einnig hefur líkað mjög vel. Hjá Sölufélagi garðyrkju- manna starfa að sumrinu 30 manns, en hins vegar ekki nemia 12 að vetrinum, enda er þá minna um að vera á þeim víg stöðvum. Fólk þetta hefur með höndum skrifstofustörf. dreif ingu og mat, þ.e.a.s. flokkun tóm ata og gúrka. Rekstur fyrirtækis ins Ihefur gengið vel, en það nær til landsins alls. Sveinafélag pípulagningamanna Ákveðið hefur verið að viðhafia al'sherjarat- 'kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 31. þing Al- þýðusambands íslands. Fram'boðslistum skal skilað á skrifstofu félags í(ns fyrir (kl. 19 þann 30. þ.m. 5VISSNE5K ÚR í GÆÐAFLOKKI. ÞÉR GETIÐ VALIÐ UM UPPTREKT, DAGATAL OG JAFNVEL DAGANÖFN. BIDJIÐ ÚRSMID YDAR UM TISStflT. nýtt tímarit NÝTT og nýstárlegt timarit, „Úthverfi,” hefur nú hafið göngu sína með heimilisfangi i Kópa vog-j. Er því ætlað að flytja „hlutlausar upplýsingar um ýmis vandamál og þrætuepli nú tímans bæffi af sviði Iista og dægurmála,” svo að notuð séu orð útgefnda sjálfra, Eins og tímaritið ber með sér, standa að því nokkrir ungir og áhuga samir menn, „sem ala með sér áhyggjur og þyrstir í svör við ýmsum spurnfngum eins og títt er um ungt fólk”. Ritstjóm skipa Rósmund ur Guðnason, Stefán Unnsteins son og Örn Elíasson. ©n ábyrgð armaður er Níels Óskarsson. Setningu ritsins annaðist Bald- ursprent, en Offsetmyndir sf. prentun. Eftirtaldir aðilar að- stoðuðu við útkomu: Brynjúlfur iSæmundsson, Eirikur Tómas-fil son og Þorsteinn Broddason. Allt er fyrsta tölublaðið til fyrir myndar. íhvað uppsetningu snertir og útlit; vonandi stend ur isfnið því ekki langt að baki. „Úthverfi“ fer af stað með myndarlegum umræðum margra imerkra og Iþó nokkurra þekktra persóna um tvö umrædd þjóð- þrifamál: annars vegar ,,þjóð_ kirkju og Irúarbrögð" og hins vegar „Ofdrykkjuvamir.” Þar tjá sig meffal annarra herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, og Ólafur' Þ. Kristjánsson, stór templar. Þá er og í ritinu inn lendur og erliendur tízkuskáld sltapur, greinar um kjamorku vopn og „happening” og miargt fleira. Alþýffublaffið óskar þessu barni sinnar tíðar góðs gengis og vonar, að það slíti barnsskón um. HJÚKRUNARKONUR Stöður hjúfcru'narkveinina við sfcurðlæknis- deild Borgarspítaians, eru laiusar til umsókn ar. Laun samkvæmt kjarasámningi borgar innar. Uppiýisingar veitir forstöðukona spítalans í 'síma 81200. Reykjavík, 26. 9. 1968. Sjúkraliúsnefnd Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.