Alþýðublaðið - 27.09.1968, Blaðsíða 16
Æiir brambolt og
viII til Mexíkó
Fyrir skömmu bárust okkur
fregnir af manni, sem sagður
var hafa náð undraverðum ár_
angri í brambolti. Fylgdi fregn
inni aS hann setti markið hátt
og hygðist komast til Mexíkó
til keppni í greininni. Við höfð
um upp á manninum uppi í
Mosfellssveit, en þar var hann
að æfa sig í gömlum rústum
frá stríðsárunum. Var ihann önn
um kafinn við að ryðja um koll
gömlum ihermannabragga þegar
við komum auga á hann. Maður
inn sem heitir iSkömmólfur H.
Brandur varð vel við þeirri bón
okkar að svara nokkrum spurn
ingum.
— Hvað hefur iþú lengi lagt
stund á iþessa grein, Skömm-
ölfur?
—• Ja eiginlega lengi. Maður
byrjaði á flöskunum sko.
—• Flöskunum?
— Já brjóta þær sko. Það
var nú eiginlega byrjunin sko.
Annars var maður ekkert vin-
sæll þegar maður var títiil sko.
— Nú?
— Nei nei. Ég bnaut fyrsta
gluggann þegar ég var fimm
mánaða sko. Þess vegna var ég
skírður Skömmólfur.
— Hvernig stendur á hinum
möfnunum- Þau ieru nú frekar
óalgeng.
— Já já. Þetta H stendur
fyrir hnefi. 'Ég gaf pabba nefni
lega á hann daginn fyrir skírn
ina svo hann mætti með glóð
arauga í kirkjunni og þess vegna
var ég nefndur Hnefi sko
— En þetta Brandur?
— Ja það ikom seinna maður.
Það er eiginlega uppnefni. en
það fékk ég eftir að ég kveikti
í frystihúsinu heima
—■ Kveiktirðu í því?
— Já við vorum þarna nokkr
ir gæjar heima sko. Og svo voru
stelpur lítea og miaður var nátt
úrlega að keppa við hina strák
ana um það hver væri meiri
gæji maður. Hinir syntu í sjón
um og svoleiðis maður. Ég
kvei'kti í frystihúsinu
— Varstu lektei settur inn
— Nei nei. Þetta 'komst eigin
lega aldrei upp sko. Þeir héldu
bara að það hefði kviknað í út
frá nafmagni. Það höfðu sko
brunnið þrjú frystihús áður
heima og þá hafði kviknað í út
af rafmagni sko.
— Hvað hefurðu starfað um
ævina, Skömmólfur?
— Ja, svona hitt og þetta, þú
veizt. Annars h'efur maður að
allega verið í svona alls konar
ibrambolti sko.
— Og þú hefur hug á að
'komast til Mexikó?
— Já það þýðir ekkert ann
maður gert eitthvað fyrir land
ið sko. Ég veit nefnilega að ég
•vinn í bramibolti ef ég fer svo
þá vinnur ioksins íslendingur í
í einhverri grein á mótinu. Þeir
eru svo sem tailtaf að einhverju
brambolti íþróttamennirnir
hérna, en þá eru þeir bara í
þessu um leið og íþróttinni. Það
er miklu betra að gera eitt í
einu steo. Þess vegna er ég bara
í bramboltinu.
— Er ekki erfitt fyrir þig að
fá æfingarsvæði?
— Nei nei. Það er nú helzt í
svona gömlu bretadrasli sko. Þá
getur maður látið eins og mað
ur vill. Nú og svo fer maður
stundum ef það er verið að
rífa eitthvað hús sko. Þá er
gaman, þá getur maður lagt allt,
í rúst.
— Er ekki erfitt að komast
á milli þegar þú æfir svona
langt frá bænum?
—i Nei ég fer auðvita á jarð
ýtunni maður.
— Jarðýtunni?
— Já maður, heldur það sé
eitthvað fútt í þessum bíldrusl
um m'aður. Maður er auðvita á
jarðýtu, Iþá er hægt að tæta
maður. Annars ætla ég að fara
út í stjórnmálin þegar ég er
toúinn að vinna á mótinu sko.
— Hvað segirðu maður, stjórn
málin?
— Já. það er tími ti-1 kominn
að sýna þessum köllum al-
mennilegt brambolt. Þeir eru
alltaf að myndast við citthvuð
smá-brambolt, en ég ætla að
kenna þeim almennilegt bram
toolt maður.
Þetta voru síðustu orð Skömm
ólfs við okkur. Þegar við yfir
gáfum æfingarsvæði hans var
hann þegar byrjaður á ný að
tæta sundur gamlan bretabragga
með berum höndunum og það
var sigurglott á vörum hans.
Kólakraninn gengur aftur.
Fyrirsögn í Vísi.
Það mætti segja mér að erf-
itt reyndist að eiga við þenn
an di'aug.- Minna má nú gagn
gera en heill kolakrani.
Þú verður nú að reyna að
læra eitthvað í skólanum í vet
ur, sagði kallinn við mig í
gær. Já, já, sagði ég. Ef maður
hefur e'inhverjar frístundir til
þess.
VELJUM ÍSLENZKT-/W\
ÍSLENZKAN IÐNAÐ y
Glúggasmi©jjar*
Síðumúla 12
Sími 38220 — Reykjavik
Vér morðingjar sýnf á ný
í kvöld þann 72. september hefjast aftur sýningar í Þjóðleik-
húsinu á leikriti Guðmundar Kambans „Vér morðingjar”, og verð
ur þessi sýning af tilefni 40 ára afmælis Bandalags íslenzkra lista
manna.
Leikurinn var sýndur 12 sinnum á s.I. leikári á Iciksviði Þjóð_
leikhússins og auk þess var leikritið sýnt 35 sinnum úti á landi á
s.I. vori. Leikurinn hlaut góða dóma allra gagnrýnenda og sýn-
ingin í heild þótti athyglisverð. Aðsókn á leikritið var einnig mjög
góð. Aðalhlutverkin eru leikin af Kristbjörgu Kjeld og Gunnari
Eyjólfssyni, en með önnur hlutverk fara eftirtaldir leikarar: Guð
björg Þorbjarnardóttir, Gísli Alfreðsson, Sigríður Þorvaldsdóttir.
Erlingur Gíslason og Anna Guðmundsdóttír. Leikstjóri er Benedikt
Árnasson.
Á s.l. vori voru 80 ár liðin frá fæðingu Guðmundar Kambans,
og heiðraði Þjóðleikhúsið minningu þessa merka höfndar með því
að sýna þetta athyglisverða leikrit hans „Vér morðingjar”.
Myndin er af Gunnari og Kristbjörgu í hlutverkum sínum.